Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 2

Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Einkatímar á pianó Hljómborðsnámskeið Byrjendur og lengra komnir Börn og fullorðnir Ármúli 38 Rvík. | S. 551 6751 og 691 6980 pianoskoli@gmail.com | pianoskolinn.is Innritun hafin á haustönn Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu fram tillögu á fundi ráðsins í gær þar sem rík- isstjórn Íslands var hvött til þess að endurskoða áform sín um skattahækkanir. Tillagan var ekki af- greidd á fundinum. „Fyrir tveimur mánuðum var samþykkt löng og hástemmd atvinnustefna fyrir Reykjavíkurborg en þegar kemur að því að fylgja henni eftir og standa í lappirnar þá er hlaupið í fel- ur,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, annar af borg- arráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Ályktunin hefði verið borin fram í borgarráði til þess að meirihlutinn gæti ekki vikið sér undan því að taka afstöðu í málinu. Í tillögunni kemur fram að fyrirhugaðar hækk- anir myndu augljóslega hafa mjög alvarleg áhrif á rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar og bitna sér- staklega hart á reykvísku atvinnulífi. Bent var á í tillögunni að flest hótel og gistihús landsins væru staðsett í höfuðborginni og að fjölmörg önnur fyr- irtæki byggðu afkomu sína á annars konar þjón- ustu við ferðamenn. Fyrirhuguð hækkun á virð- isaukaskatti myndi setja mörg áform um uppbyggingu nýrra hótelrýma í uppnám. Tekið var fram í tillögunni að hótel og gistihús störfuðu í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi og hefðu því takmarkað svigrúm til þess að fleyta hækkunum sem þessum út í verðlagið. „Fyrirhug- aðar skattahækkanir munu leiða til lækkunar tekjuskattsgreiðslna í greininni og veruleg hætta er á að þær muni leiða til aukinna undanskota og skila sér þannig í óheilbrigðara viðskiptaumhverfi,“ segir meðal annars í tillögu Sjálfstæðisflokksins. Ráðuneyti sendi fulltrúa á fund borgarráðs Talsverðar umræður sköpuðust um tillöguna í borgarráði og tóku allir borgarráðsfulltrúar til máls um hana. Afgreiðslu tillögunnar var svo frest- að og bókuðu borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar að þeir myndu óska eftir því að viðkomandi ráðuneyti myndu senda fulltrúa sinn á fund borgarráðs til þess að ræða fyrirhug- aða hækkun á virðisaukaskatti á gistingu. „Jafn- framt verði viðræður hafnar við ríkisstjórnina um að slást í lið með borgaryfirvöldum um sameig- inlegar aðgerðir og hagfellt umhverfi til eflingar atvinnulífi í Reykjavík, í samræmi við nýsam- þykkta atvinnustefnu Reykjavíkur sem borgar- stjórn samþykkti í júní sl.,“ segir í bókuninni. Júlíus Vífill segir að það hafi fljótlega komið í ljós við umræður um tillögu flokksins að hún myndi ekki fást samþykkt í óbreyttri mynd. Hann sagði það með ólíkindum að meirihluti borgar- stjórnar kysi að læðast með veggjum þegar verið væri að undirbúa gríðarlegar skattahækkanir á ferðaþjónustuna sem myndu bitna sérstaklega hart á atvinnulífinu í Reykjavík og þá um leið borgarbúum. Meirihlutinn í felur  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu gegn fyrirhugaðri hækkun virðisaukaskatts á hótelrekstur  Tillögunni frestað af meirihlutanum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Páll Fannar Einarsson Hitamet sumarsins var slegið í höfuðborginni í gær. Hitinn mældist mestur 20,9 stig í borginni. Heitast var þó á Þingvöllum þar sem hiti mældist 24,8 stig, 23,2 stig á Bræðra- tunguvegi og 23,1 stig. á Korpu. Á hálendinu var hitinn 20,9 gráður við Kröflu og í Veiðivatnahrauni. Ágætt veður var á öllu landinu í dag og nutu landsmenn veðurblíð- unnar enda hlýtt langt fram eftir kvöldi. Vinsælir staðir í Reykjavík eins og Nauthólsvíkin og Austur- völlur voru þétt setnir í gær. Hámarkshitinn á landinu hefur nú náð 20 stigum í 21 dag í röð og er það lengsta 20-stiga syrpan í áratugi. Gangi spár eftir verður 20 stiga há- markshiti á land- inu í 22 daga í röð. „Þetta hitamet er í raun og veru ósköp eðlilegt,“ segir Páll Berg- þórsson veð- urfræðingur. „Loftslagið hefur hlýnað og þegar það gerist verður hár hiti miklu algengari. Ég býst við því að svipaður hiti eigi eftir að mælast næstu 2-3 daga. Eftir helgi verður þetta svo heldur svalara. Sérstaklega á Austurlandi þar sem minna sólskin verður og meiri væta.“ Hitametið í Reykjavík stendur þó enn. Það er síðan 2008 en þá mældist hitinn 25,7° í höfuðborginni í júlí. Veðurfarið á Íslandi hefur verið svipað frá því í maí, en mikil hlýindi og sólskin hafa einkennt seinustu mánuði. „Þetta sver sig í ættina við hlýnun jarðar og seinustu 12 ár bera af um hita. Menn verða þó að búa sig undir það að veðrið verði ekki enda- laust hlýtt. Veðrið kemur í bylgjum,“ segir Páll. Áfram er spáð góðu veðri um allt land næstu daga. Sólríkt verður á Vestur- og Suðvesturlandi fram til sunnudags en búast má við rigningu á Suðurlandi eftir helgina. „Dag- urinn verður svo hlýr og góður á Menningarnótt og þá sérstaklega á Vesturlandi,“ segir Páll, en sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands verður hitinn á bilinu 15-18 gráður í Reykjavík og hæglætis austanátt. Heitasti dagurinn í Reykjavík í sumar Morgunblaðið/Ómar Veðrið kemur í bylgjum Páll Bergþórsson Hlýindi Fjöldi fólks lagði leið sína í Nauthólsvík í gær. Þessi föngulegi hópur var í nestishléi þegar ljósmyndarinn átti leið hjá.  Hitametið í Reykjavík er 25,7°  Sólríkt og hlýtt sumar Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í gærmorgun með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Samfylking- ar ályktun þar sem varað er við afleiðingum þess að hækka virðisaukaskatt á gist- ingu. „Óhjákvæmileg afleið- ing skattahækkunar er sam- dráttur sem mun hafa í för með sér fækkun ferðamanna sem veldur fækkun flugferða og minni þörf fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu sem aftur leiðir af sér aukið atvinnu- leysi á Suðurnesjum,“ segir í ályktuninni. Þá skorar bæjar- ráð á fjármálaráðherra sem íbúa og þingmann Suðurnesja að endurskoða stefnu sína í málinu. Varað við af- leiðingunum REYKJANESBÆR Matvöruverslunin Iceland, sem var nú með í fyrsta skipti í verðkönnun ASÍ, var oftast með lægsta verðið. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á matvöru í átta lágvöruverðs- verslunum og stórmörkuðum víðs- vegar um landið sl. þriðjudag. Af þeim 96 vörutegundum sem skoðaðar voru, var Iceland með lægsta verðið á 45 tegundum en Bón- us kom þar á eftir með lægsta verðið á 24 tegundum. Jóhannes Jónsson, kaupmaður Iceland, sagði í viðtali við mbl.is að viðtökurnar væru betri en Bónus fékk á sínum tíma. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónus, vildi ekki tjá sig efnislega um hvernig Bónus ætl- aði að bregðast við og vísaði í yfirlýs- ingu frá fyrirtækinu vegna verð- könnunarinnar. Þar var sagt að Bónus myndi áfram leggja áherslu á að lágmarka rekstrarkostnað og að stunda magninnkaup á hagkvæm- asta verði. aslaug@mbl.is Verðið var oftast lægst hjá Iceland Jóhannes Jónsson Guðmundur Marteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.