Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 21

Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Hveragerði Veraldarvinir tóku til hendi í Hveragerði í gær vegna Blómstrandi daga og snyrtu meðal annars gróður á Breiðumörk, en gert er ráð fyrir fjölda gesta á ísdag Kjöríss í dag. Helgi Bjarnason Í athyglisverðri frétt á heimasíðu sinni segist Fjármálaeft- irlitið (FME) ekki hafa gert kröfu til þess að Sjóvá yrði bjargað sumarið 2009. Ákvörðun um björgun Sjóvár hafi verið „pólitísk ákvörðun“. Af fréttinni er ljóst að Steingrímur Sigfús- son og Jóhanna Sig- urðardóttir tóku ákvörðun um að verja rúmum 11 milljörðum af al- mannafé í Sjóvá án sérstakra meðmæla fagstofnunarinnar. Grundvöllur ákvörðunar Gera verður þá kröfu til stjórn- valda að ákvörðun um að setja 11 milljarða í einkafyrirtæki sé vand- lega undirbúin. Í ljósi 4 milljarða taps ríkissjóðs á ákvörðuninni þarf að skoða hvaða forsendur Steingrímur og Jóhanna lögðu henni til grundvallar. Hvaða minnisblöð, útreikningar, rekstr- ar- og viðskiptaáætlanir og úttekt á áhrifum á samkeppni liggja fyr- ir vegna yfirtöku ríkisins á Sjóvá? Þetta þarf að leggja fram. Ef slík gögn liggja ekki fyrir má efast um að ákvörðunin hafi verið tekin á faglegan hátt. Aðrir og ódýrari valkostir En spurningin er líka hvort velja hefði mátt aðrar og ódýrari leiðir fyrir skattborgara. Bæði forstjórar TM og VÍS, á þeim tíma, hafa sagt opinberlega að þeir hafi verið reiðubúnir að koma að björgun Sjóvár. Í fréttinni seg- ir að félögin hafi ekki „formlega látið reyna á slíkt“, sem að mínu mati staðfestir framangreint. Stjórnvöldum bar hins vegar skylda til að kanna slíkan „áhuga“, þó að hann hafi verið „óformlegur“. Þar sem ákvörðunin var Jó- hönnu og Steingríms þarf að kanna hvort, og þá hvernig, ráð- herrarnir leituðu eftir aðkomu annarra tryggingafélaga og á hvaða gögnum var byggt þegar ákveðið var að hafna slíkri markaðslausn. Í þessu sambandi má benda á það að mögulega hefði mátt skipta vátrygg- ingastofnum Sjóvá á milli TM og VÍS. Hæsta boði hafnað Þannig er mögulegt að ekki hefði þurft að ráðstafa skattfé til Sjóvár með aðkoma VÍS og TM eða að minnsta kosti hefði mátt lækka kostnaðinn. Enn þá er ekki öll sagan sögð. Reikningurinn upp á 4 milljarða hefði getað orðið lægri ef Sjóvá hefði verið seld hæstbjóðanda. Ríkið ákvað hins vegar að ganga framhjá hæsta boði og auka þannig tap sitt. Allt upp á borðið Ég hef óskað eftir því að efna- hags- og viðskiptanefnd verði kynnt öll gögn málsins. Kanna þarf forsendur pólitískrar ákvörðunar Jóhönnu og Steingríms að verja 11 milljörðum í Sjóvá og einnig þeirr- ar ákvörðunar að neita hæsta til- boði og sitja upp með aukið tap. Á þessum ákvörðunum bera Stein- grímur og Jóhanna ábyrgð. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Ljóst er að Stein- grímur og Jóhanna tóku ákvörðun um að verja rúmum 11 millj- örðum af almannafé í Sjóvá án sérstakra með- mæla fagstofnunar- innar. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður. Sjóvá: Pólitísk ákvörðun – pólitísk ábyrgðHinn 24. október2007 úrskurðaði Mann- réttindanefnd Samein- uðu þjóðanna í kæru- máli sjómannanna, Erlings Sveins Har- aldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar, gegn Íslenzka ríkinu út af kvótakerfi laganna um stjórn fiskveiða. Í þessum úrskurði taldi meirihluti Mannréttindanefnd- arinnar kvótakerfið brjóta gegn 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (Nr. 10, 28. ágúst 1979), er kveður á um jafnrétti allra manna. Kvótakerfið væri ósann- gjarnt í eðli sínu, þar sem menn, er vildu stunda sjó, en hefðu ekki kvóta, þyrftu að kaupa hann af þeim, sem fengið hefðu veiðiheimildir úthlut- aðar frá ríkinu. Sanngirnin er nefni- lega gildasti þáttur jafnréttisins, sem einnig er varið í 65. gr. Stjórnarskrár hins íslenzka lýðveldis nr. 33, 17. júní 1944, með síðari breytingum. Í úrskurði sínum mælti Mannrétt- indanefndin svo fyrir, að íslenzka rík- ið skyldi greiða þeim Erlingi og Erni skaðabætur og endurskoða fisk- veiðistjórnunarkerfið á þann hátt, að það fullnægði ákvæðum 26. gr. Al- þjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi um jafnrétti allra manna. Skyldi þessu fullnægt innan 6 mánaða. Að gengnum þessum úrskurði, sendi þáverandi sjávarútvegs- ráðherra mannréttindanefndinni bréf, dags. 6. júní 2008, þar sem fram kom, að íslenzka ríkið mundi ekki greiða kærendunum skaðabætur né heldur teldi íslenzka ríkið sig vera í aðstöðu til að breyta fiskveiðistjórn- unarkerfinu umsvifalaust, en boðaði, að tilmæli mannréttindanefndarinnar yrðu höfð til hliðsjónar við heildstæða endurskoðun fiskveiðistjórn- unarkerfisins. Í febrúar 2009 mun ný- skipaður sjávarútvegsráðherra hafa áréttað við mannréttindanefndina, að íslenzka ríkisstjórnin hafi ákveðið að styrkja mannréttindaþátt stjórn- arskrárinnar og festa í sessi, að auð- lindir sjávar séu sameign þjóð- arinnar, en tók að öðru leyti undir afstöðu fyrrverandi sjárútvegs- ráðherra. Nú eru liðin tæp 5 ár frá því að mannrétt- indanefndin úrskurðaði í máli þessu með ofan- greindum hætti. Enn þverskallast íslenzka ríkið við að greiða kær- endum skaðabætur, og enn hefir íslenzka rík- isstjórnin ekki lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um það, að auðlindir sjávar séu sameign þjóð- arinnar. Hins vegar hef- ir núverandi sjávarútvegsráðherra, á síðasta þingi, lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um fiskveiðistjórn- un, þar sem hann hefir bætt gráu of- an á svart með því að festa í sessi, í að minnsta kosti 20 ár, forréttindi þeirra kvótagreifa, sem nú njóta þeirra. Þetta er ennþá alvarlegra mannrétt- indabrot, en samkvæmt núgildandi lögum, þar sem veiðiheimildum er nú aðeins úthlutað til eins árs í senn. En þrátt fyrir allt þetta, þ. e. full- komnar vanefndir íslenzka ríkisins á úrskurði mannréttindanefndarinnar frá 24. október 2007, hefir hið ótrú- lega gerzt. Mannréttindanefnd Sam- einuðu þjóðanna hefir í bréfi, dags. 29. maí 2012, til fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf til- kynnt, að hún hafi ákveðið að loka málinu í ljósi þess, að stjórnvöld hafi brugðizt með ásættanlegum hætti, að hluta til, við tilmælum mannréttinda- nefndarinnar. (Á ensku: „The Com- mittee decided, in light of the meas- ures taken so far by the State party to give effect to the Committee’s Views, not to examine the case any further under the follow-up proced- ure, with a note of a partly sat- isfactory implementation of its re- commendation.“) Þessi ákvörðun mannréttinda- nefndarinnar er óskiljanleg með öllu. Ég þurfti að láta segja mér hana þrisvar, eins og Njáli forðum. Varð ég fyrst undrandi en síðar hneykslaður. Ákvörðun þessi stríðir gegn siðfræði, lögfræði, rökfræði og grunnreglum réttarfars. Gegn siðfræði vegna þess, að nefndin hafði í úrskurði sínum slegið því föstu, að kvótakerfið væri ósanngjarnt, en sanngirni er grund- vallaratriði í siðfræði. Gegn lögfræði, þar eð nefndin hafði túlkað jafnrétt- isákvæði 26. gr. Mannréttinda- sáttmálans lögfræðilega á þann veg, að kvótakerfið bryti gegn því. Gegn rökfræði með því að loka kærumálinu án þess að fullnægt væri úrskurði mannréttindanefndarinnar, nema síður sé. Óljósar yfirlýsingar ís- lenzkra stjórnvalda um það, að þau muni hafa tilmæli nefndarinnar til hliðsjónar við heildstæða endur- skoðun fiskveiðikerfisins eru mark- lausar, þar sem þær segja ekkert til um það í hverju sú endurskoðun verði fólgin, né hvenær hún eigi að fara fram. Dómstóll eða annar úrskurð- araðili vísar ekki máli frá, þótt stefndi, sem vanefnt hefir dómkröf- urnar, gefi yfirlýsingu um það, að hann muni fullnægja kröfum stefn- anda hugsanlega einhvern tímann í framtíðinni. Því brýtur þessi ákvörð- un einnig í bága við grundvall- arreglur réttarfars. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. Alþjóða- samnings um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi, sem Ísland er aðili að, skuldbindur sérhvert aðildarríki sig til, að maður, sem brotið hefir ver- ið á, skuli fá raunhæfar úrbætur, enda þótt brotið hafi verið framið af mönnum, sem fara með stjórnvald. Mannréttindanefndin hefir úrskurð- að um þetta. Það á að greiða kær- endum skaðabætur og það á að breyta íslenzka fiskveiðistjórn- unarkerfinu á þann veg, að það full- nægi ákvæðum 26. Sáttmálans um jafnrétti allra manna. Íslenzka ríkið hefir gert hvorugt. Samt sem áður lætur Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þetta yfir sig ganga: „Lítið er geð guma“. Með þeirri ákvörðun að loka þessu kærumáli hefir Mann- réttindanefndin lyppast niður og svert orðstír sinn með smánarlegum hætti. Bretar myndu segja: „Soiled their fame with shame.“ Eftir Magnús Thoroddsen » Þessi ákvörðun mannréttinda- nefndarinnar er óskilj- anleg með öllu. Ég þurfti að láta segja mér hana þrisvar, eins og Njáli forðum. Varð ég fyrst undrandi en síðar hneykslaður. Magnús Thoroddsen Höfundur er fyrrverandi hæstaréttarlögmaður. Hneykslanleg ákvörðun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.