Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 23

Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 23
UMRÆÐAN 23Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Heildarlausnir í hreinlætisvörum Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is raestivorur.is Viltu halda fjárhagsáætlun – líka þegar kemur að hreinlætisvörum? Við erum með lausnina fyrir þig Sjáum um að birgðastaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir. Þegar Ísland, ásamt öðrum Norð- urlandaþjóðum, gekk í Schengen sögðu stjórnvöld að ef það kæmi í ljós að Schen- gen hentaði okkur ekki gætum við ein- faldlega sagt okkur úr samstarfinu. Í tilefni þess að Ísland gekk í Schengen birtu dóms- málaráðherrar Norðurlanda sam- eiginlegt ávarp í dagblöðum á Norðurlöndum (25. mars 2001) þar sem samstarfið var lofað og talað mjög ákveðið um að yfirvöld dóms- mála og lögreglu í þessum löndum myndu beita sér fyrir því að lög- gæsla yrði aukin. Það var sagt til þess að þagga niður í röddum sem vöruðu við Schengen og ókostum þess, til dæmis um aukna skipu- lagða glæpastarfsemi og mansal. Svikin loforð um aukna löggæslu Skemmst er frá því að segja að þeir sem vöruðu við höfðu rétt fyr- ir sér í öllum meginatriðum en dómsmálaráðherrarnir rangt. Hvað varðar Ísland er ljóst að öll loforð stjórnmálamanna um öflugri löggæslu og auknar fjárveitingar til löggæslumála hafa reynst falsið eitt. Þvert á móti hafa stjórnmálamenn á Ís- landi lagt sig sér- staklega fram við að veikja löggæsluna og þar með ógna öryggi hins almenna borgara. Afleiðingar inngöngu í Schengen blasa við í Íslensku samfélagi. Skipulögð glæpastarf- semi, aukið vændi og mansal og fíkniefna framleiðsla á Íslandi. Nú fer að nálgast kosningar, kosningar sem margt bendir til að geti orðið sögulegar. Verða næstu kosningar jarðskjálftakosningar? Í ljósi þess að skoðanakannanir gefa til kynna að allt að helmingur kjósenda sé óákveðinn, ætli að skila auðu eða mæta ekki á kjör- stað má spyrja hvort Íslendingar megi eiga von á jarðskjálftakosn- ingum líkt og í Danmörku 1973 þegar hinum hefðbundnu „fjór- flokkum“ var hafnað af kjósendum. Stefna íslenskra stjórnmálaflokka varðandi Schengen virðist vera ákaflega loðin eða hreinlega engin. Sem er ef til vill ekki skrýtið miðað við hvað stjórnmálamenn virðast forðast alla umræðu um Schengen. En undir niðri kraumar reiði og óánægja meðal fólks með aðildina að Schengen. En bleyðurnar á þingi þegja. Skoðanakúgun vinstrimanna og hræðsla miðju- og hægri- manna Samfylking og Vinstri grænir þegja því þeir stunda markvissa þöggun og skoðanakúgun um allt sem viðkemur útlendingum. Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn þegja af hræðslu við þjóðernisstimpilinn. Þess vegna er rétt að vekja at- hygli á því að það er einn stjórn- málaflokkur sem hefur skýra og málefnanlega afstöðu til þess að Ís- land segi sig tafarlaust úr Schen- gen og vill þar með spyrna við fót- um gegn þeirri glæpavæðingu sem fylgir Schengen. Þetta er flokk- urinn Hægri grænir. Eini flokkurinn með úrsögn úr Schengen á stefnuskránni? Eftir Helga Helgason » Þvert á móti hafa stjórnmálamenn á Íslandi lagt sig sér- staklega fram við að veikja löggæsluna og þar með ógna öryggi hins almenna borgara. Helgi Helgason Höfundur er stjórnmálafræðingur. Til hvers höfum við ríkisstjórn og þingmenn? Þið eruð ekki að stjórna fyrir fólkið í landinu. Fyrri rík- isstjórn stjórnaði fyrir auðmenn, og núverandi rík- isstjórn stjórnar fyrir mennta- fólkið og bank- ana. Bankarnir fá að vaða yfir fólk og stjórn- völd passa upp á að þeir fái sitt, og langt fram yf- ir það. Gömul kona vildi hjálpa barnabarni sínu sem fór til náms erlendis, til að fá lán, en bankinn fór fram á veð í skuldlausri fasteign sem gamla konan veitti. Þetta var rétt fyrir hrun, svo að þið getið ímyndað ykkur stöðu hennar. Og fær hún hjálp – ónei, íslenska kerfið sér til þess að svo er ekki, þar vísa allir hver á annan, vegna þess að enginn stjórnar eða tekur ábyrgð. Þetta mál er bara eitt dæmi. Svo spurn- ingin er; búum við í réttarríki, nei það gerum við ekki. Við megum þola hverja vitleysuna af annarri og vanhæfni stjórnmálamanna og -kvenna. Er ríkið ekki skaðabóta- skylt þegar farið er svona með fólk? Sveitarfélög og ríkisstofnanir fá endalaust að hækka gjaldskrár og skatta, enginn stoppar það. Versl- unarmenn fá að hækka verð dag- lega, það lemur enginn í borðið og segir: Hingað og ekki lengra. En það er víst allt leyfilegt í stjórn- lausu landi, ekkert siðferði, engin ábyrgð, en þið skarið eld að eigin köku, græðgi og aftur græðgi. Að öðru, þú Steingrímur J. Sig- fússon, sýndir þinn innri mann er þú talaðir niður til okkar sem erum að skrifa gegn Kínverjum. Þinn innri maður er valdagræðgi og mikill hroki. Þú þykist ætla að tala málefnalega og taka málefnalega afstöðu í Kínavæðingunni, eins og það sé málefnalegt að hleypa þeim inn á þjóðina. En þú munt afsaka ákvarðanatöku þína, verði hún hlið- holl Kínverjum, með því að einhver nefnd sem þú skipaðir segði þetta og hitt, – ágæt leið til að firra sig ábyrgð. Það er eitthvað mikið að hjá stjórnvöldum þessa lands, og það mun verða okkur dýrkeypt. Vandi Alþingis er að inn á þing er komin dagheimilakynslóðin, alin upp á stofnunum frá tveggja ára aldri og hún heldur að lífið sé eins og leikskóli. Annar vandi, við stjórnvölinn er fólk sem er búið að bíða í mörg ár eftir völdunum og því er efst í huga endurkjör. Vandi þrjú er stórvandi, en það er skort- ur á lífsgreind meðal þingmanna og -kvenna. Vandi fjögur er alltof margir lögfræðingar og hagfræði- menntað fólk sem situr þarna á jöt- unni. Þið eruð öll að flækja og búa til vitleysu í líf, sem á að vera ein- falt. Svo búum við í réttarríki? Ég segi nei, það er bara fyrir þá út- völdu. Mennt er máttur sé hún ekki misnotuð, og til að misnota hana ekki þarf að hafa snefil af lífs- greind með. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Búum við í réttarríki? Frá Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.