Morgunblaðið - 17.08.2012, Side 34

Morgunblaðið - 17.08.2012, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Ég ætla ekki að gera neitt sérstakt í dag en ég ætla aðeins aðlyfta mér upp á morgun,“ segir Selma Hreindal Svavars-dóttir, en hún er fimmtug í dag. Selma er fædd og uppalin á Miðhúsum í Vatnsdal, en best þykir henni að búa á Blönduósi. „Ég bý náttúrlega á besta staðnum. Ég er búin að vera hérna að mestu í 15 ár og kann mjög vel við mig hérna fyrir norðan,“ segir Selma. Í tilefni af afmælinu ætlar Selma að skella sér á styrktartónleika á morgun, umvafin vinum og vandamönnum, en henni þykir fátt jafnt skemmtilegt og að hlusta á lifandi tónlist. „Það eru tónleikar í Reið- höllinni á Blönduósi á morgun. Ég er mjög spennt fyrir þeim og verð örugglega fyrsta manneskjan á svæðið,“ segir Selma, en tónleikarn- ir eru til styrktar hjartveikum börnum. Selma hefur mjög gaman af því að ferðast um landið og ætlar seinna í sumar með hóp af ferðamönnum í túr um landið. „Við ætl- um að fara hringinn í kringum landið. Þetta eru ferðamenn frá Bandaríkjunum og við ætlum bara að leigja okkur bíl og ég ætla að segja þeim allt um okkar frábæra land,“ segir Selma. Eitt helsta áhugamál Selmu eru hestar, en hún og fjölskylda hennar eiga alls 10 hesta. „Ég og strákarnir mínir erum mikið í hestum. Við höfum mjög gaman af hestum og reynum að ríða út eins oft og við getum,“ segir Selma. pfe@mbl.is Selma Hreindal Svavarsdóttir, 50 ára í dag Afmæli Fátt þykir Selmu jafn skemmtilegt og að hlusta á tónlist. Ætlar að ferðast hringinn um landið Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Ronja og Alís Elmars- dætur, Matthildur Una Valdimarsdóttir og Elva Sól Káradóttir, héldu hlutaveltu á Akureyri. Þær söfnuðu alls 5.048 krón- um sem þær færðu Rauða krossinum. Hlutavelta Akureyri Alex Horns fæddist 25. október kl. 13.24. Hann vó 3.840 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Marcis Horns og Katarzyna Ja- blonska. Nýir borgarar Akureyri Julia Helena fæddist 25. júlí kl. 4.33. Hún vó 3.275 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Magdalena Morawska Piekarska og Gregor Mar- ek Piekarska. H ilda Jana Gísladóttir fæddist í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum. Hún æfði handbolta með KR um árabil sem var lífið í hennar huga til 14 ára aldurs. Hún gekk í Laugarnesskóla þá Melaskóla og á unglingsárunum tók Hagaskóli við. Kvennaskólinn í Reykjavík varð næst fyrir valinu og líkaði henni dvöl þar vel. Árið 1996 fluttist hún norður til Ak- ureyrar með foreldrum sínum, ólétt af fyrsta barninu. Upphaflega ætlaði hún einungis að vera þar í eitt ár en hefur dvalið þar síðan. Hún er grunnskóla- kennari að mennt frá Háskólanum á Akureyri. Hilda Jana starfar síðastliðin ár á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri. „Ég hreinlega elska þetta starf. Ég var að koma úr sumarfríi og ég hlakka til að mæta aftur. Mér finnst gaman að fá að vita hvað það er sem fær fólk til að fara á fætur á morgnana. Þegar farið er að kafa dýpra eiga allir sér svo merki- lega sögu,“ segir Hilda Jana. Hún hefur getið sér gott orð fyrir einlæg og skemmtileg viðtöl. Efniviðurinn er óþrjótandi á Akureyri. Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpskona – 36 ára Vinnufélagar Hilda Jana ásamt Sigurði Gunnarssyni á Siglufirði við verk Aðalheiðar Eysteinsdóttur listakonu. Á réttri hillu í lífinu Fjölskyldan Ferming elstu dótturinnar, Ingvar, Hrafnhildur, Hilda, Sig- urbjörg Brynja og Ísabella Sól. Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.