Helgafell - 01.11.1954, Page 24

Helgafell - 01.11.1954, Page 24
22 HELGAFELL löngu síðar. Ég var þá í Noregi, og þetta sumar lá leið mín til Oslóar, sem mig minnir að þá héti Kristjanía. Og einn daginn labba ég mig inn í lestrar- sal háskólasafnsins á Drammensvegi, sný mér til bókavarðar þeirra erinda að fá að líta á tímaritin íslenzku, Eimreiðina og Skírni, frá síðustu árum. Mér var borinn heill hlaði af bókum, sem ég tek að blaða í. Meðal annars rek ég þar augun í ritgerð í Eimreiðinni frá árinu áður (1919), sem nefnist ,,Ljós úr austri“. undirritaða Þórbergur Þórðarson. Það nafn hafði ég aldrei séð eða heyrt. En fyrsiu línurnar í ritsmíð þessari vöktu mér strax kitlandi forvitni. Það var í þeim einkennilegur skringitónn, þótt efni þeirra væri allt annað en gamanmál: „Nótt eina í septembermánuði árið 1914 bar mér það sviplega áfall að höndum, að ég missti heilsuna á nokkrum augnablikum. Daginn áður varð ég ekki var neinnar heilsubilunar, var hraustur eins og ég átti vanda til, en er ég háttaði klukkan ellefu um kvöldið, varð ég skyndilega sleginn ægilegum hjartslætti og höfuðsvima. Mér kom ekki dúr á auga fyrr en kl. sex um morg- uninn. Þá rann mér loks í brjóst og svaf óslitið fimm klukkustundir. £g vakn- aði aftur í sama ástandi og ég hafði hjarað í um nóttina. Eg klæddist samt með veikum burðum, gekk með stuðningi niður stigann og reikaði skjálfandi heim til kunningja míns, sem ég mat mikils (og met mikils eftir sem áður) og þá var langt kominn námi í læknavísindum. Ég tjáði honum þegar í stað frá sjúkleika mínum og grátbændi hann um að losa mig úr þessum gapa- stokk hið bráðasta. Hann sagði, að það væri auðgert — þetta væri aðeins ímyndun. Mér þótti vænt um að heyra það, þótt staðhæfingin hljómaði ærið annarlega í eyrum mínum. Því næst gaf hann mér matskeið af fljótandi efni, sem sté mér þegar til höfuðs. Hjartað hægði á sér, höfuðsviminn rénaði, og ástand mitt varð vel bærilegt þá um stundarsakir. Við tókum að spjalla um skáldskap Æra-Tobba“. Og svona áfram, nema hvað nokkuð átti eftir að krauma betur á katlin- um. Frásögnin af heilsufarinu snerist fyrr en varði upp í harðvítugan áfellis- dóm yfir vestrænu fræðikáki, æðibunugangi þeim og yfirborðshætti, sem ein- kenna vestræna menningu. „Lærðir menn verða oft að ótrúlega litlu liði, af því að þeir gera sig ánægða með að kynnast örlitlu broti af þeim sannleika, sem þeim ber að þekkja'*. Þá eru vestrænni íþróttamennsku ekki vandaðar kveðjurnar. Knattspyrnan er bjánalegt at og óhemjuskapur, sem heimskar þá, er iðka hana, og tryllir jafnvel fjölda fólks, sem lítið má missa, frá rósemi og skynsamlegu viti. „Menn láta eins og óðir, ef þeir vita af rennandi fossmigu einhvers staðar uppi á öræfum, hafa ekki flóafrið fyrr en þeir hafa umturn- að henni í mykju og hlutabréf. En mannlegur máttur er látinn fara út um

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.