Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 24

Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 24
22 HELGAFELL löngu síðar. Ég var þá í Noregi, og þetta sumar lá leið mín til Oslóar, sem mig minnir að þá héti Kristjanía. Og einn daginn labba ég mig inn í lestrar- sal háskólasafnsins á Drammensvegi, sný mér til bókavarðar þeirra erinda að fá að líta á tímaritin íslenzku, Eimreiðina og Skírni, frá síðustu árum. Mér var borinn heill hlaði af bókum, sem ég tek að blaða í. Meðal annars rek ég þar augun í ritgerð í Eimreiðinni frá árinu áður (1919), sem nefnist ,,Ljós úr austri“. undirritaða Þórbergur Þórðarson. Það nafn hafði ég aldrei séð eða heyrt. En fyrsiu línurnar í ritsmíð þessari vöktu mér strax kitlandi forvitni. Það var í þeim einkennilegur skringitónn, þótt efni þeirra væri allt annað en gamanmál: „Nótt eina í septembermánuði árið 1914 bar mér það sviplega áfall að höndum, að ég missti heilsuna á nokkrum augnablikum. Daginn áður varð ég ekki var neinnar heilsubilunar, var hraustur eins og ég átti vanda til, en er ég háttaði klukkan ellefu um kvöldið, varð ég skyndilega sleginn ægilegum hjartslætti og höfuðsvima. Mér kom ekki dúr á auga fyrr en kl. sex um morg- uninn. Þá rann mér loks í brjóst og svaf óslitið fimm klukkustundir. £g vakn- aði aftur í sama ástandi og ég hafði hjarað í um nóttina. Eg klæddist samt með veikum burðum, gekk með stuðningi niður stigann og reikaði skjálfandi heim til kunningja míns, sem ég mat mikils (og met mikils eftir sem áður) og þá var langt kominn námi í læknavísindum. Ég tjáði honum þegar í stað frá sjúkleika mínum og grátbændi hann um að losa mig úr þessum gapa- stokk hið bráðasta. Hann sagði, að það væri auðgert — þetta væri aðeins ímyndun. Mér þótti vænt um að heyra það, þótt staðhæfingin hljómaði ærið annarlega í eyrum mínum. Því næst gaf hann mér matskeið af fljótandi efni, sem sté mér þegar til höfuðs. Hjartað hægði á sér, höfuðsviminn rénaði, og ástand mitt varð vel bærilegt þá um stundarsakir. Við tókum að spjalla um skáldskap Æra-Tobba“. Og svona áfram, nema hvað nokkuð átti eftir að krauma betur á katlin- um. Frásögnin af heilsufarinu snerist fyrr en varði upp í harðvítugan áfellis- dóm yfir vestrænu fræðikáki, æðibunugangi þeim og yfirborðshætti, sem ein- kenna vestræna menningu. „Lærðir menn verða oft að ótrúlega litlu liði, af því að þeir gera sig ánægða með að kynnast örlitlu broti af þeim sannleika, sem þeim ber að þekkja'*. Þá eru vestrænni íþróttamennsku ekki vandaðar kveðjurnar. Knattspyrnan er bjánalegt at og óhemjuskapur, sem heimskar þá, er iðka hana, og tryllir jafnvel fjölda fólks, sem lítið má missa, frá rósemi og skynsamlegu viti. „Menn láta eins og óðir, ef þeir vita af rennandi fossmigu einhvers staðar uppi á öræfum, hafa ekki flóafrið fyrr en þeir hafa umturn- að henni í mykju og hlutabréf. En mannlegur máttur er látinn fara út um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.