Helgafell - 01.11.1954, Page 42

Helgafell - 01.11.1954, Page 42
40 HELGAFELL Og dansmærin ummyndast á fluginu, stækkar, breiðir úr sér, missir sínar útlínur, sína mannsmynd — verður að úpersónulegu fyrirbrigði, að villtum, glæstum geysandi krafti, hún dansar svartan skara af skarlats- búnum gæðingum á úlmum spretti yfir ilmbakkasléttuna, mitt í æsandi krafti sumardagsins. Og þegar æðið hefur náð hámarki sínu, hægist sýnin skyndilega, dans- mærin stanzar — og horfir sturluðum augum út í bláinn, á eftir ein- hverju sem brast, og hvarf út í túnnð. Svo brosir hún til áhorfendanna, eins og saklaus telpuhnokki, og flýr undan lúfatakinu, líkt og lauf sem ofviðri feykir út í buskann. ★ FALDAFEYKIR Carneval nordique Allar. daginn hafði kingt rnður Iéttum, loftkenndum snjú, í lygnu veðri, með gný í fjarska. En undir kvöld var stytt upp, og skollinn á garður úr norðri. Laus- mjöllin þyrlaðist upp í skammdegisrökkrinu, og dansaði í háum strúk- um fyrir vindum, sem þutu um göturnar. Ég fékk snjúgusu upp í andlitið, stanzaði og lokaði augum, meðan strokan leið hjá. En þegar ég lauk þeim upp aftur kom vofulétt vera á múti mér, svífandi í dansi, háreist og stolt — sjálf gyðjan Mjallhvít! Faldandi háu drifhvítu skauti, með silfurspöng um svignandi mittið, þeysandi í hring- um, hvirflandi kúfinu langt út í buskann, með súpandi reisn. Og fyrr en mig varði hvarf hún mér að brjústi, eitt gáskafullt, glettið andartak, gaf mér einn kaldan, brennandi koss, aðeins einn, og var rokin. Á eftir kom allur hirðmeyjaskarinn, lausbúnar dísir og fleygifrjálsar, og sveigðust í mýkt þegar stormarnir túku utan um þær, sentust með þeim yfir sviðið, í skýjum af flögrandi silfruðum slæðum, hreinar og svalar og æstar í leikinn, úlmar af ærslum og hrekkjum og taumlausum galsa. Þær glettast við gamla og unga, og þyrla sínu kalda konfetti út yfir

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.