Helgafell - 01.11.1954, Side 59

Helgafell - 01.11.1954, Side 59
ENNTIR Ljóðasaín I.—II. bindi — Guðmundur Guðmundsson — Isafoldar- prentsmiðja h.f. 1954 Islenzkum ljóðvinum var mikill harmur kveðinn, er Guðmundur Guð- mundsson skáld féll frá á öndverðu ári 1919, aðeins 44 ára gamall. Hann hafði ungur unnið sér miklar ástsæld- ir með þjóðinni, en var enn í stöðugri framför um skáldlegan þroska og list- ræn viimubrögð eins og síðasta bók hans, Ljóð og kvæði, er út kom 1917, ber gleggstan vott um. I þeirri bók er m. a. að finna ljóðabálkana Terra memoriae og Andante religioso, þar sem svo að segjá hvert kvæði er með- al þess allra fegursta, sem til er í lýr- iskum skáldskap íslenzkum. En svo er einnig um fjölmörg önnur ljóð þessa hugljúfa skálds, þó að hér verði þau ^kki tilgreind. Guðmundur Guðmundsson hefði orðið áttræður hinn 5. september í haust, og í tilefni þessa afmælis hefur Isafoldarprentsmiðja gefið út Ijóða- safn hans á nýjan leik, í tveim stór- um bindum. Hefur dóttir skáldsins, Ungfrú Steingerður Guðmundsdóttir, húið kvæðin til prentunar en prófess- °r Alexander Jóhannesson hefur lagt td nokkur formálsorð. Eru þau rituð aí ljúfmannlegum skilningi, en allt að einu saknar maður ýtarlegri greinar- gerðar um ævi höfundarins, ljóðagerð og önnur ritstörf. Þá er aftan við síð- ara bindið fróðleg skrá yfir tónverk, er samin hafa verið við ljóð skáldsins. Má af henni sjá, að ekki færri en tuttugu og fjögur tónskáld hafa kos- ið sér viðfangsefni þaðan, og er Björg- vin Guðmundsson þeirra stórtækast- ur, en hann hefur m. a. samið músík (óratóríó) við tvo af stærstu ljóða- flokkum Guðmundar, Strengleika og Frið á jörðu. Ivvæði Guðmundar em yfirleitt með afburðum tónhæf, enda mun ekkert skáld hafa verið meira sungið síðustu fimmtíu árin. Hin frjóa. hagmælska Guðmundar Guðmundssonar freistaði hans, eink- um á æskuárum, til fullmikilla af- kasta, og ber Ijóðasafn hans þess auð- sæ merki, auk þess sem þar er vitan- lega margt tækifæriskvæða, sem hvorki munu hafa verið ort til frægð- ar né langlífis. Auðvitað verður höf- undurinn ekki metinn eftir slíkri ljóðagerð, en þó ætla ég að hann hafi stundum goldið hennar. Ef til vill yrði því minningu Guðmundar Guðmunds- sonar sýndur verðugastur sómi með verulega fallegri útgáfu á úrvalsljóð- um hans og mundi þá almenningi verða enn ljósara en áður, hvílíkur 'snillingur hann var í raun og veru. t T. G.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.