Helgafell - 01.11.1954, Síða 59

Helgafell - 01.11.1954, Síða 59
ENNTIR Ljóðasaín I.—II. bindi — Guðmundur Guðmundsson — Isafoldar- prentsmiðja h.f. 1954 Islenzkum ljóðvinum var mikill harmur kveðinn, er Guðmundur Guð- mundsson skáld féll frá á öndverðu ári 1919, aðeins 44 ára gamall. Hann hafði ungur unnið sér miklar ástsæld- ir með þjóðinni, en var enn í stöðugri framför um skáldlegan þroska og list- ræn viimubrögð eins og síðasta bók hans, Ljóð og kvæði, er út kom 1917, ber gleggstan vott um. I þeirri bók er m. a. að finna ljóðabálkana Terra memoriae og Andante religioso, þar sem svo að segjá hvert kvæði er með- al þess allra fegursta, sem til er í lýr- iskum skáldskap íslenzkum. En svo er einnig um fjölmörg önnur ljóð þessa hugljúfa skálds, þó að hér verði þau ^kki tilgreind. Guðmundur Guðmundsson hefði orðið áttræður hinn 5. september í haust, og í tilefni þessa afmælis hefur Isafoldarprentsmiðja gefið út Ijóða- safn hans á nýjan leik, í tveim stór- um bindum. Hefur dóttir skáldsins, Ungfrú Steingerður Guðmundsdóttir, húið kvæðin til prentunar en prófess- °r Alexander Jóhannesson hefur lagt td nokkur formálsorð. Eru þau rituð aí ljúfmannlegum skilningi, en allt að einu saknar maður ýtarlegri greinar- gerðar um ævi höfundarins, ljóðagerð og önnur ritstörf. Þá er aftan við síð- ara bindið fróðleg skrá yfir tónverk, er samin hafa verið við ljóð skáldsins. Má af henni sjá, að ekki færri en tuttugu og fjögur tónskáld hafa kos- ið sér viðfangsefni þaðan, og er Björg- vin Guðmundsson þeirra stórtækast- ur, en hann hefur m. a. samið músík (óratóríó) við tvo af stærstu ljóða- flokkum Guðmundar, Strengleika og Frið á jörðu. Ivvæði Guðmundar em yfirleitt með afburðum tónhæf, enda mun ekkert skáld hafa verið meira sungið síðustu fimmtíu árin. Hin frjóa. hagmælska Guðmundar Guðmundssonar freistaði hans, eink- um á æskuárum, til fullmikilla af- kasta, og ber Ijóðasafn hans þess auð- sæ merki, auk þess sem þar er vitan- lega margt tækifæriskvæða, sem hvorki munu hafa verið ort til frægð- ar né langlífis. Auðvitað verður höf- undurinn ekki metinn eftir slíkri ljóðagerð, en þó ætla ég að hann hafi stundum goldið hennar. Ef til vill yrði því minningu Guðmundar Guðmunds- sonar sýndur verðugastur sómi með verulega fallegri útgáfu á úrvalsljóð- um hans og mundi þá almenningi verða enn ljósara en áður, hvílíkur 'snillingur hann var í raun og veru. t T. G.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.