Helgafell - 01.11.1954, Side 62

Helgafell - 01.11.1954, Side 62
60 HELGAFELL Almáttugur. En þær súlur. Og sú hvelfing. Mikil ósköp. Mikil skelfing. Eilíft stræti. Aftnr stræti eftir stræti. Yfir stræti, áfram stræti. Fvrir svona skemmtilegheit fyrir- gefast höfundi e. t. v. einhverjar af þeim meiningarlausu tiktúrum, sem lýta bók hans, og er þó því erfiðara að fyrirgefa slíkt sem lengra líður á þroskaferil hans. Það er ósköp langt síðan það var frumlegt að raða sam- an orðum í Ijóði eða ljóðlevsu, svo að' þau myndi fígúru á blaðinu, svo sem þá er höfundurinn raðar saman orðum í Ijóði til Guðsmóður, svo að út kemur mynd af manneskju, er krýpur á kné. Nokkrar mvndir eru í bókinni, gerðar af Bjarna Sumarliðasyni. Snotrar myndir. Srcntrðvr Þórarinsson. Dagar mannsins Thor Vilhjálmsson — Heimskringla 1954 Þess er getið aftan á kápu hinnar nýju bókar Thors Vilhjáhnssonar, að höfundurinn fari lítt troðnar slóðir. Nær sanni hefði verið að segja, að hann færi slóðir, sem væru lítt troðn- ar af íslenzkum rithöfundum. Thor hefur nefnilega lært mjög margt af útlendum fyrrimyndum og er það sízt að lasta. Það virðist nokkuð útbreidd skoðun hér á landi, að Tslendingar séu svo miklir andans jöfrar og eigi svo glæsilegan bókmenntaferil að baki, að þeir þurfi ekkert af útlendum að læra í skáldskap; að minnsta kosti séu lít- lendar samtímabókmenntir algjörlega óþarfar og jafnvel hættulegar íslenzk- um skáldaefnum. Sönnu nær myndi þó, að sjaldan hafi hér verið skrifuð góð bók sem ekki gætti í einhverju áhrifa erlendrar samtíðar. Þar með er ekki staðhæft, að allt sé gott í þessum efnum, sem frá útlöndum kemur, eða að nauðsynlegt sé að skrifa skáldverk norður í Skagafirði eftir síðustu Parísartísku. En undar- legt væri það, ef höfundur, sem upp- lifir á næmasta aldri ægilegustu styrj- öld veraldarsögunnar, skrifaði ekki öðruvísi en þeir, sem mótazt höfðu fyrir þá stvrjöld. I fyrri bók Thors Vilhjálmssonar, Maðurinn er alltaf einn (1950), var prófíll skáldsins næsta óskýr. t þess- ari nýju bók er hann mun skýrari. Nokkrir þættir bókarinnar eru þó nánast stílæfingar, t. d. þættirnir Krossferðin, í stíl Joyce’s, og Sér- vizka, hreinræktaður súrrealismi. Ymsir af þáttunum bera það með sér. að höfundurinn hefur brjóst, sem get- ur fundið til. Þættirnir Maðurinn frá Marz og Mannlegur máttur eru mót- aðir af sársaukakenndri samúð. Stund- um er sem æpt sé elds úr ofni (Kvik- mynd úr stríðinu). Athyglisgáfu á Thor í betra lagi, en lýsingar hans eru á stundum ofhlað'nar og ekki laus- ar við tilgerð. Fvrir kenmr að hann bregður fvrir sig meinlegu háði, svo sem í þriðja kafla þáttarins Brim. T þættinum Það sumar æfir höfundur- inn áslátt á strengi ástar og róman- tíkur. Tónarnir eru tærir og innilegur og í heild er þetta einn af viðfelldn- ustu þáttum bókarinnar, en listræn- ast bvggður og einna bezt skrifaður finnst mér fvrsti þátturinn, Snjór í París. Er þó ýmislegt annað vel skrif- að í þessari bók. Erfiðast á ég með' að fyígjast með höfundi í þáttum eins

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.