Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. S E P T E M B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 215. tölublað 100. árgangur
BÖRNIN MEGA
SULLA ÚT Í
MATARGERÐ
MEÐ FULLA
VASA AF
GRJÓTI
KOLBEINN Í AÐGERÐ
OG FRÁ KEPPNI Í
FJÓRA MÁNUÐI
FRUMSÝNING 39 ÁFALL ÍÞRÓTTIRBÓKMENNTAHÁTÍÐ 10
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fjárleitir Mikil leit hefur staðið yfir að fé
víða á Norðurlandi undanfarna daga.
Tófur bitu lifandi lömb sem voru
föst í snjó og gátu sig hvergi hrært í
Hamraheiði, neðan og sunnan við
Mælifellshnjúk í Skagafirði. Bæði
var bitið í kjamma lambanna og
annað lærið var étið af einu.
Bændur og björgunarsveitar-
menn leituðu fjár í Mælifellsdal í
gær og náðu um 70 kindum, að
sögn Guðmundar Hjálmarssonar
leitarmanns. Hann sagði að aðkom-
an hefði víða verið skelfileg. Blóði
drifinn snjór og hálfétin lambshræ
sem höfðu verið étin lifandi. Tófur
voru hlaupandi í kringum fastar
kindur og hrafnar sveimuðu yfir.
Ákveðið verður í dag hvort neyð-
arstigi almannavarna á Norður-
landi verður aflýst, að sögn Svavars
Pálssonar, sýslumanns á Húsavík.
annalilja@mbl.is, gudni@mbl.is »4
Tófur lögðust á og
bitu lifandi lömb
sem voru föst í snjó
skapaðist hérlendis á uppbyggingu
orkuvera fyrir árið 2008, segir í
skýrslunni.
Flest þessara fyrirtækja eiga von
á framhald verði á þessari erlendu
starfsemi og að þau stefna á að auka
hlutdeild hennar enn meira. »18
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka
um íslenska orkumarkaðinn sem
verður kynnt í dag.
Aukin erlend umsvif má að mestu
rekja til aukinnar eftirspurnar eftir
þeirri þekkingu og reynslu sem
slíkra fyrirtækja vegna orku- eða
orkutengdra verkefna verði tvöfalt
meiri á næsta ári heldur en árið
2009, eða sem nemur 26 milljörðum.
Ríflega 200 starfsmenn hjá átta
stærstu fyrirtækjunum eru nú stað-
settir erlendis.
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Erlend umsvif verkfræði- og þjón-
ustufyrirtækja vegna orkutengdrar
starfsemi hafa stóraukist á umliðn-
um árum. Talið er að heildarvelta
Yfir 200 starfsmenn erlendis
Tvöföld velta verkfræðifyrirtækja Eftirspurn eftir þekkingu í orkuiðnaði
Morgunblaðið/Ómar
Ferðaþjónusta Bílaleigur eiga von
á auknum álögum á reksturinn.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta yrði algjört rothögg fyrir okk-
ur og gæti einnig gengið af íslenskri
ferðaþjónustu dauðri,“ segir Stein-
grímur Birgisson, framkvæmda-
stjóri bílaleigunnar Hölds, um þau
áform stjórnvalda í nýju fjárlaga-
frumvarpi að fella niður undanþágu á
vörugjöldum af innfluttum bílaleigu-
bílum. Hækka á vörugjöldin í tveim-
ur áföngum árin 2013 og 2014 og laga
þau að almennum vörugjöldum á
ökutækjum. Er talið að þessi aðgerð
muni skila ríkissjóði 500 milljónum
króna í auknar tekjur á næsta ári.
Steingrímur dregur stórlega í efa
að sú tekjuáætlun standist. Bílaleig-
urnar muni kaupa færri bíla en áður
og nota þá lengur. „Ef áformin fara
óbreytt í gegnum þingið mun það
endanlega jarða íslenska ferðaþjón-
ustu og rústa okkar rekstri. Við er-
um að láta reikna áhrifin af þessu
fyrir okkur en það er ljóst að við gæt-
um þurft að hækka verð hjá okkur
um tugi prósenta.“
Erna Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,
tekur undir gagnrýni Steingríms.
Þessi áform bætist ofan á fyrirhug-
aða hækkun á vsk. af gistingu.
„Mönnum er eiginlega ofboðið
þegar bílaleigurnar eru komnar til
viðbótar. Ég er hrædd um að það eigi
eftir að koma við ríkiskassann ef
bílaleigurnar þurfa að draga veru-
lega úr innkaupum á bílum,“ segir
Erna.
MAlgjört rothögg »16
Rothögg fyrir bílaleigur
Gagnrýna áform um að fella niður undanþágu á vörugjöldum fyrir bílaleigubíla
„Gætum þurft að hækka verð hjá okkur um tugi prósenta“ Kaupa færri bíla
Búnaður til framleiðslu fíkniefna fannst í bílskúr
við Efstasund í austurbæ Reykjavíkur síðdegis í
gær. Talið er að amfetamín hafi verið framleitt í
bílskúrnum. Húsráðandi, karl á fimmtugsaldri,
var handtekinn og vistaður á lögreglustöð.
Lögregla vann að því í gærkvöldi að fjarlægja
búnaðinn úr skúrnum og bar hluta hans inn í
tjald sem reist hafði verið fyrir utan. Til að-
stoðar voru sérfræðingar frá Háskóla Íslands og
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Engin
sprengihætta var sögð vera samfara aðgerðum
lögreglunnar í gær. Í frétt lögreglu frá 2008 um
amfetamínverksmiðju í Hafnarfirði kom fram að
samfara framleiðslu amfetamíns væri mikil
sprengi- og eldhætta. gudni@mbl.is
Amfetamínverksmiðja í íbúðarhverfi upprætt
Morgunblaðið/Kristinn
Maðurinn, sem grunaður er um
að hafa gert kvikmyndina, sem
kynt hefur undir mótmælum og
óeirðum víða í arabaheiminum í
þessari viku, nýtur nú lögreglu-
verndar í Kaliforníu.
Maðurinn heitir Nakoula Basse-
ley Nakoula. Hann er kristinn og
mun tilheyra koptum, en ekki vera
ísraelskur Bandaríkjamaður eins
og haldið var fram.
Hann er talinn hafa sett myndina
þar sem veist er að íslam og
Múhameð spámanni á netið undir
nafninu Sam Bacile og jafnvel hafa
leikstýrt henni líka.
Víða voru mótmæli gegn Banda-
ríkjamönnum í gær og var atgang-
urinn harðastur í Egyptalandi og
Jemen. »20
Forkólfur myndar
um íslam fær vernd
Með breytingum
á vörugjöldum á
sykruð matvæli á
að afla ríkissjóði
800 milljóna á
næsta ári. Breyt-
ingin er sögð
vera gerð með
manneldissjón-
armið að leiðarljósi.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, segir ljóst að ríkið geri ekki ráð
fyrir að hækkunin uppfylli mann-
eldissjónarmið, enda reikni ríkið
með tekjunum. »6
Sælgætisskattur
skili 800 milljónum