Morgunblaðið - 14.09.2012, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012
Polarolje
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Polarolíunni, en þinn ?
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð
Nú líka
í hylkjum
Nýtt!
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta er mjög óvenjulegt, svona
mikill snjór og svona snemma,“
segir Páll Bergþórsson, fyrrv. veð-
urstofustjóri, um norðanhretið sem
gerði á Norður-
og Norðaustur-
landi í vikunni,
og olli bændum
og búfénaði, RA-
RIK, Landsneti
og fleiri aðilum
miklu tjóni.
„Það er rétt
sem bændurnir
segja að þeir hafi
sjaldan kynnst
öðru eins. Áhlaupið kemur sér sér-
staklega illa þegar svona mikið af
lömbum er enn í haga og ekki
komið í sláturhús,“ segir Páll en
bendir á að veðrið hafi verið fyr-
irsjáanlegt. Strax 3. september sl.
hafi tíu daga spár bent til þessa og
spárnar styrkst eftir því sem nær
dró. Nokkrum dögum áður en
óveðrið gekk yfir benti Páll á fas-
bókarsíðu sinni á að norðanhret
væri í aðsigi.
Gott framundan?
Hann vill ekki ganga svo langt
og segja eftir á, að bændur norð-
anlands hefðu mátt búa sig betur
undir áhlaupið. Ekki sé alltaf
hægt að treysta á veður-
spárnar, og eðlilegt að
menn taki ekki alltaf mark
á þeim, þó að þær séu
orðnar „býsna góðar“ eins
og hann orðar það.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við verðum að hafa rafmagn. Það
skapast fljótt neyðarástand ef við
missum það,“ segir Benedikt Krist-
jánsson, stöðvarstjóri fiskeldisstöðv-
arinnar Silfurstjörnunnar í Öxar-
firði. Þar hefur verið straumlaust frá
samveitu frá því á mánudag en ljósa-
vélar fyrirtækisins hafa verið keyrð-
ar á meðan og því hefur ekkert tjón
orðið á eldisfiski.
Um 700 tonn af fiski eru í kvíum
stöðvarinnar, mest lax, eða um 450
þúsund fiskar. Eldisfiskurinn fær
súrefni í gegnum vatnið og er raf-
magn notað til að dæla. Er því nauð-
synlegt að hafa varaafl tiltækt ef
Kópaskerslína dettur út. Annars
drepst fiskurinn. Ljósavélarnar eiga
að fara sjálfkrafa í gang ef rafmagn-
ið fer af. „Á meðan þær ganga gerist
ekkert hjá okkur. Svo eigum við von
á að fá rafmagn aftur í dag [í gær],“
segir Benedikt.
Hann segir að óvenjulegt sé orðið
að fá svona langvarandi rafmagns-
leysi. Rifjar þó upp að 1995 hafi verið
rafmagnslaust í tæpa viku.
Sóttu fé á Seljaheiði
Benedikt er með sauðfjárbúskap á
Þverá í Öxarfirði og deilir því
áhyggjum sauðfjárbænda vegna
kindanna sem voru á heiðum þegar
óveðrið skall á. „Ég held að þetta
hafi sloppið að mestu hjá okkur. Við
fórum á Seljaheiði í gær og fluttum
heim á vögnum á annað þúsund fjár.
Aðalvandamálið var að komast þang-
að en við fengum mokað austur á
heiðina. „Ég veit ekki til þess að
neitt hafi farist á okkar smalasvæði,“
segir Benedikt. helgi@mbl.is
Ljósavélarnar
björguðu 450
þúsund fiskum
Ekki varð tjón hjá Silfurstjörnunni
Telur að fé sitt hafi sloppið að mestu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Súrefni Ef ekki hefði verið fyrir
varaaflið hefði fiskurinn drepist.
Fiskur í kvíum
» Um 700 tonn af fiski eru í
kvíum stöðvarinnar.
» Von var á að rafmagn kæm-
ist aftur á í dag.
» Langt er síðan rafmagns-
laust var svo lengi.
Trausti Jónsson veðurfræðingur rifjar á bloggsíðu sinni (trj.blog.is) upp
fréttir af hríðarveðri hér á landi í lok ágúst árið 1971. Þá urðu miklir skað-
ar í norðanáhlaupi, einkum norðaustanlands. Ríflega 4.000 fjár drápust
og mest varð tjónið í Vopnafirði. Slydduísing hlóðst á rafmagnsstaura
og víða varð rafmagnslaust á Norðausturlandi. Fjallvegir urðu
ófærir og ferðamenn lentu í hrakningum. Þá féllu skriður á vegi á
Austurlandi og snjó festi á sjö veðurstöðvum. „Eitthvað kunn-
uglegt? En harla óvenjulegt bæði nú og þá, því er ekki að neita,“
ritar Trausti á vef sínum. Þar rifjar hann einnig upp ársgamlan
pistil um hvenær fyrst varð alhvít jörð á Akureyri og í Reykja-
vík. Á árunum 1965-2011 varð fyrst alhvítt á Akureyri 18.
september 2003 og á sama tíma varð hvít jörð aðeins
fimm sinnum í september. Frá 1961-2011 í Reykjavík varð
fyrst alhvít jörð 30. september árið 1969.
Ríflega 4.000 fjár drápust
TRAUSTI RIFJAR UPP NORÐANÁHLAUP Í LOK ÁGÚST 1971
Trausti Jónsson
Það hefur verið kallað haustkálf-
ur, þegar hret skellur á svona
snemma að hausti eins og í byrjun
vikunnar, og það geti verið ávísun
á góða haustdaga framundan. Páll
kannast við þessa fornu speki og
segir ágæta möguleika á því að
næstu vikur verði hagstæðar.
Möguleiki á góðum vetri sé jafn-
framt meiri en oft áður.
Víxlverkun í gangi
„Við erum í mjög góðu loftslagi
núna og höfum verið undanfarin 12
ár. Margir tala um að þessi hlýindi
séu örugg sönnun fyrir hlýnun
jarðar en það þýðir ekki að þetta
haldi stanslaust áfram. Síðustu 100
árin hafa komið á víxl 30 til 40 ára
hlýindaskeið og síðan álíka löng
kuldaskeið. Við erum núna á miðju
hlýindaskeiði og þessi vegna gæti
farið að kólna hér á næstu árum,“
segir Páll en telur að næsta kulda-
skeið verði hlýrra en það síðasta og
það geti komið til af hlýnun jarðar.
Hann segir hlýnun og kólnun
gerast af sjálfu sér. „Það er víxl-
verkun á milli hafíssins og sólar-
geislunarinnar og gerist þannig að
ef hafísinn eykst dálítið þá eykst
hvíta svæðið sem endurkastar
geisluninni. Þá verður kólnun og sú
kólnun eykur aftur ísinn og sú
aukning veldur aftur meira tapi á
geisluninni. Þannig verkar þetta ár
eftir ár og jafnvel áratugi. Síðan
hefur þetta snúist við og það er al-
veg sérstakt fyrirbæri,“ segir Páll
og bætir við að þessu hafi verið lít-
ill gaumur gefinn í umræðu um
loftslagsmálin.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Norðanhret Bændur og sjálfboðaliðar hjálpast að við að koma heyi á snævi þakta haga á Þeistareykjum.
Óvenjulegt norðan-
hret en fyrirsjáanlegt
Enn möguleiki á góðum vetri, segir Páll Bergþórsson
Páll Bergþórsson
Leit að týndu fé á Þeistareykjasvæð-
inu gekk sæmilega vel í gær, að sögn
Svavars Pálssonar, sýslumanns á
Húsavík og yfirmanns almanna-
varna í Þingeyjarsýslu. Um 200-250
manns voru við leitina. Þungbúið var
og úrkoma á köflum. Búið er að gróf-
leita svæðið og fínkemba að hluta.
Leit verður haldið áfram í dag.
Fénu hefur verið safnað í tvö að-
höld á heiðinni og hefur reynst tíma-
frekt að koma því yfir ófærurnar,
bæði er landið hrjóstrugt og víða
mikill snjór eða skaflar. Sennilega
verður ekki farið að flytja féð til
byggða fyrr en á morgun, að mati
Svavars. Lítið var grafið eftir fé í
gær og fannst ekkert dautt.
Formlegri leit á öðrum svæðum,
svo sem Flateyjardal, Skarðsdal,
Kelduhverfi og fremsta hluta
Fnjóskadals er lokið. Bændur og
búalið munu þó áfram leita á þessum
svæðum á meðan enn vantar fé.
Ákveðið var að þeir sem hafa verið
við leit frá því í byrjun vikunnar fái
að hvíla sig í dag, enda orðnir lang-
þreyttir. Björgunarsveitarmenn sem
komu síðar til leitar munu halda leit-
inni áfram. gudni@mbl.is
Áfram leitað í fönninni
Líklega verður byrjað að flytja fé af Þeistareykjasvæðinu til byggða á morgun
Talsmaður sauðfjárbænda óttast að gríðarmikill fjárfellir hafi orðið í óveðrinu
Ljósmynd/Hreinn Hjartarson
Rekstur Fé var rekið saman á Reykjaheiði, rétt norðan Þeistareykja, í gær.
Neyðarástand í kjölfar óveðurs
„Menn óttast að það hafi orðið æv-
intýralega mikið tjón,“ sagði Þór-
arinn Pétursson, bóndi og formað-
ur Landssamtaka sauðfjárbænda.
Hann óttaðist að margt fé hefði tap-
ast á Þeistareykjum, Mývatnsheiði
og Reykjaheiði. Þórarinn hafði
heyrt af stóru fjárbúi þar sem ein-
ungis var búið að finna 30% fjárins.
„Tíminn líður og útlitið fer að
verða nokkuð svart. Það er hell-
ingur undir fönn ennþá,“ sagði Þór-
arinn.
„Aðalmálið nú er hvernig tekið
verður á þessu varðandi bætur fyr-
ir þessa bændur. Sumir horfa fram
á að tekjurnar þeirra séu horfnar
og var kannski ekki af miklu að
taka hjá mörgum.“
„Óttast að það hafi
orðið ævintýralega
mikið tjón“