Morgunblaðið - 14.09.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Hugmynd um stofnun stuðningsmið-
stöðvar fyrir börn með alvarlega og
ólæknandi sjúkdóma er að öllum lík-
indum að verða að veruleika með
söfnunarátakinu Á allra vörum. Mið-
stöðin mun bera nafnið Nótt og dag-
ur.
„Fyrir ári komu að máli við mig
Bára Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í
barnahjúkrun, og Hanna Sigurrós
Ásmundsdóttir, móðir Svanfríðar
Briönu Romant, langveikrar stúlku
sem lést fyrr á þessu ári. Þær komu
með ákveðnar hugmyndir um hvað
mætti betur fara í heilbrigðiskerfinu
varðandi umönnun og stuðning við
alvarlega veik börn og fjölskyldur
þeirra,“ segir Elín Hirst stjórn-
arformaður samtakanna Nætur og
dags sem undanfarið ár hefur unnið
að undirbúningi stofnunar stuðn-
ingsmiðstöðvarinnar. „Að undirbún-
ingum hafa komið aðilar úr ýmsum
áttum, til dæmis frá Barnaspítala
Hringsins, velferðarráðuneytinu og
Umhyggju. Síðan ákváðu ofurkon-
urnar í Á allra vörum að koma með
okkur í þetta verkefni sem var nátt-
úrlega grunnforsenda þess að fá fjár-
magn til að stofnunar slíkrar mið-
stöðvar. Í kjölfarið var myndaður
faghópur sem hefur unnið að und-
irbúningi svo mánuðum skiptir,“ seg-
ir Elín og tekur fram að undirbún-
ingsvinnu sé lokið. Gangi söfnunin að
óskum geti stuðningsmiðstöðin verið
opnuð mjög fljótlega.
Ráðgjöf á einum stað
Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á
Barnaspítala Hringsins og stjórn-
armaður í Nótt og degi, er sann-
færður um að tilkoma stuðnings-
miðstöðvar muni skipta miklu máli.
„Stuðningsmiðstöðin á ekki að vera
nýr meðferðaraðili heldur hjálpa
fólki að samhæfa allar aðgerðir og
verkefni sem fylgja veikindum
barnanna. Fjölskyldurnar þurfa oft
að sjá sjálfar um að allt gangi upp
varðandi tryggingamál, greiningar,
endurhæfingu og annað sem til fell-
ur. Það er kannski það sem oft tekur
hvað mestan tíma fyrir fólk,“ segir
Ragnar.
Hann segir að á margan hátt sé
góð þjónusta hér á landi og nefnir
Umhyggju, styrktarfélög, greining-
arstöðina, Rjóðrið og Barnaspítalann
en hins vegar vanti oft upp á samhæf-
ingu. Í sumum tilfellum sé t.d. hluti
eftirfylgni ekki á höndum spítalans.
„Miðstöðin miðar að því að hægt sé
að leita ráðgjafar á einum stað, fjöl-
skyldur séu með einn ráðgjafa sem
leiðir þær um kerfið og þekki að-
stæður hverju sinni,“ segir Ragnar.
Morgunblaðið/Golli
Kærkomið Undirbúningur að stofnun stuðningsmiðstöðvar hefur staðið yfir í ár. Hún mun skipta miklu máli.
Átakið forsenda fyrir
opnun Nætur og dags
„Ofurkonurnar“ í Á allra vörum létu málið til sín taka
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Svokallaður sælgætisskattur á að
skila 800 milljóna króna tekjuauka í
ríkissjóð á næsta ári samkvæmt fjár-
lagafrumvarpinu. Uppi eru áform um
að breyta fyrirkomulagi vörugjalda á
matvæli á grundvelli tillagna starfs-
hóps þannig að þau taki meira mið af
manneldismarkmiðum, þ.e sykruð
matvæli eru hærra skattlögð en þau
sem hollari þykja.
Samkvæmt upplýsingum frá fjár-
málaráðuneytinu hefur starfshópur-
inn unnið frá því í sumar að tillögum
sínum en gert er ráð fyrir að starfi
hans ljúki í þessum mánuði. Hjá hópn-
um liggja fyrir ákveðnar tillögur sem
eru bæði til hækkunar og lækkunar
vörugjalda, auk þess sem lögð er til
mikil einföldun á álagningu vöru-
gjalda. Í starfshópnum eiga sæti Sig-
urður Guðmundsson, fjármálaráðu-
neyti, Haraldur Jónsson, Samtökum
verslunar og þjónustu, Ragnheiður
Héðinsdóttir, Samtökum iðnaðarins,
Erna Bjarnadóttir, Bændasamtökum
Íslands, Jóhannes Gunnarsson, Neyt-
endasamtökunum, og Hólmfríður
Þorgeirsdóttir, landlæknisembættinu.
Þrátt fyrir að starfshópurinn hafi
ekki skilað tillögum sínum þykir ekki
óeðlilegt að áform um tiltekna tekju-
öflun séu sett fram í fjárlagafrum-
varpinu, samkvæmt upplýsingum frá
ráðuneytinu. Eftir sé að vinna að því
að útfæra áformin um tekjuöflunina
áður en málið er afgreitt sem lög frá
þinginu.
Dæmigert fyrir ríkið
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að
samtökin hafi í gegnum tíðina gagn-
rýnt álagningu vörugjalda á matvæli.
„Þessi gjöld hafa verið ótrúlega
handahófskennd og ekki unnin á fag-
legum grunni. Fyrr á þessu ári settust
fulltrúar Samtaka verslunar og þjón-
ustu niður með fjármálaráðuneytinu
og skoðuðu með hvaða hætti væri
hægt að innleiða meiri fagmennsku í
vörugjaldakerfið. Þá var gert ráð fyrir
að kerfisbreyting af þessum toga
myndi ekki hafa í för með sér tekju-
hækkun fyrir ríkið. Svo sjá menn það
í fjárlagafrumvarpinu að ríkisstjórnin
ætlar allt í einu að fara í svona breyt-
ingar og láta þær skila 800 milljónum
meiri tekjum en núverandi kerfi,“
segir Vilhjálmur.
Hann segir ljóst að ríkið geri ekki
ráð fyrir því að hækkunin skili því
manneldismarkmiði sem hún eigi að
gera miðað við tekjurnar. „Þetta er
dæmigert fyrir það hvernig ríkið set-
ur hlutina fram. Tóbaksgjaldið á að
hækka því fjármálaráðherra hefur
sérstakar áhyggjur af ungum karl-
mönnum en samt er gert ráð fyrir því
að þeir hlusti ekki neitt og haldi
áfram að neyta vörunnar í sama
magni.“
Sykur á að
auka tekjur
ríkissjóðs
Vörugjöld með manneldismarkmið
SA segja aðgerðina handahófskennda
Talið er að um 50 börn hér á landi séu með sjaldgæfa, ólæknandi og mjög
alvarlega sjúkdóma. Umönnun margra þeirra fer fram á heimilum barnanna
og því fylgir mikil vinna og álag á fjölskyldur þeirra. Með tilkomu stuðnings-
miðstöðvar á að búa til vettvang þar sem samfelld, samhæfð þjónusta er
við þessi börn og fjölskyldur þeirra. Slík þjónusta verður veitt í þverfaglegu
samstarfi allra aðila sem koma að málum barnsins og fjölskyldu þess.
Innnan stuðningsmiðstöðvarinnar verða hjúkrunarfræðingar sem verða
liðsmenn fjölskyldnanna. Þeir verða sérfræðingar í málefnum barnsins og
fjölskyldunnar, munu leiðbeina þeim um kerfið. Útvega aðstoð inn á heim-
ilið, leiðbeina um umönnun barnsins, hafa eftirlit með líðan þess og veita
upplýsingar um réttindamál.
Þverfaglegt samstarf
Á VIÐ UM 50 BÖRN MEÐ ALVARLEGA SJÚKDÓMA
Samtök at-
vinnulífsins
segja fjár-
lagafrum-
varpið 2013
vera ögrun
við fyrirtækin
í landinu og
starfsfólk
þeirra. „Í
grundvallar-
atriðum
finnst okkur hafa orðið stefnu-
breyting hjá ríkisstjórninni. Í
fyrri fjárlögum var leitast við að
fylgja þeirri stefnumörkun að
ná niður halla ríkissjóðs með
lægri útgjöldum til helminga við
hærri skatttekjur. Núna er þess-
ari stefnu hætt og tekin upp sú
nýja stefna að fjármagna aukin
útgjöld með skattlagningu á at-
vinnulífið. Það á eftir að koma
fram í hækkuðu verðlagi,“ segir
Vilhjálmur.
Hættir að
spara á móti
BREYTA UM STEFNU
Vilhjálmur
Egilsson
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
VERÐI LJÓS
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Húsavík
Vestmannaeyjum
Ljóskastari
2.295
Ljóskastari á fæti
4.490
Gemstone LED ljós
f/rafhlöður
1.290
ZB2105 LED ljós með hleðslurafhlöðu
2.995
Kapalkefli Wis-
SCR2-30 30 metrar
4.690
SHA-2625
Vinnuljóskastari Rone
28W m. innst. blár
5.995
Steindór Hjörleifsson
leikari andaðist á heim-
ili sínu í gær 86 ára
gamall. Hann fæddist
22. júlí 1926 í Hnífsdal,
sonur Elísabetar Þór-
arinsdóttur húsmóður
og Hjörleifs Steindórs-
sonar, sjómanns og
fiskimatsmanns.
Að loknu gagnfræða-
prófi 1942 vann Stein-
dór ýmis störf til sjós
og lands, m.a. í Lands-
banka Íslands 1946-61
og Seðlabanka Íslands
1961-65. Hann var
fyrsti dagskrárstjóri lista- og
skemmtideildar Sjónvarpsins 1965-
68. Steindór lauk leiklistarnámi frá
Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar
1949 og nam við leiklistardeild
Danska útvarpsins 1956-57.
Hann var leikari og leikstjóri hjá
Leikfélagi Reykjavíkur (LR) frá
1947, sat í stjórn þess og var formað-
ur til fjölda ára. Stein-
dór lék hjá Þjóðleik-
húsinu 1950-52 og var
fastráðinn hjá LR frá
1968 og til starfsloka
1996. Hann kenndi
einnig við Leiklist-
arskóla LR og lék hjá
Ríkisútvarpinu, hljóð-
varpi og sjónvarpi, og í
kvikmyndum.
Steindóri hlotnuðust
margar viðurkenn-
ingar. Hann fékk Silf-
urlampann og Skál-
holtssveininn leikárið
1961-62, var kjörinn
heiðursfélagi LR 1987, fékk gull-
merki Félags íslenskra leikara 1991,
var sæmdur riddarakrossi Hinnar
íslensku fálkaorðu 1993 og var heið-
urslistamaður Garðabæjar 1999.
Eiginkona Steindórs var Margrét
Ólafsdóttir leikkona (f. 1931, d.
2011). Dóttir þeirra er Ragnheiður
Kristín leikkona.
Andlát
Steindór
Hjörleifsson
Ökumaður jeppa lenti í kröppum
dansi þegar hann ók inn í Héðins-
fjarðargöng síðastliðinn mánudags-
morgun. Hvass norðanvindur blés
fyrir utan göngin og snjókrap var á
veginum og vildi ekki betur til en
svo að þegar bifreiðin slapp inni í
göngin kastaðist hún til, snérist og
lenti í gangaveggjunum, bæði
vinstra og hægra megin.
Ökumaðurinn slapp ómeiddur en
bifreiðin skemmdist talsvert í
óhappinu og var dreginn á brott
með kranabíl.
Kastaðist til í Héð-
insfjarðargöngum
Óhapp Bíllinn skemmdist töluvert.