Morgunblaðið - 14.09.2012, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012
„Þetta er í raun flottasta sýningin sem hefur
verið haldin hér í Norræna húsinu. Við erum
með ljósmyndir, myndbönd, fyrirlestra, upp-
stoppaða fugla og síðast en ekki síst er hægt
að taka sýni og skoða í smásjá,“ segir Helga
Víðisdóttir, markaðsstjóri Norræna hússins.
Í gær var opnuð sýningin Lífið í Vatnsmýr-
inni ásamt Náttúruskóla Norræna hússins.
Sýningin bregður ljósi á fuglalíf, gróður og
mannlíf í Vatnsmýri auk mikilvægis votlend-
isins í Vatnsmýri. Í vor hófust framkvæmdir
við að endurheimta votlendið og uppbyggingu
varplandsins í Vatnsmýri. Jón Gnarr borg-
arstjóri mætti einmitt á sýninguna siglandi á
kanó.
Helga segir að sýningin sé kjörin fyrir alla
fjölskylduna. „Sýningin er mjög myndræn og
við tökum tillit til ungu kynslóðarinnar, því er
skilaboðunum komið á framfæri hreint og
beint.“ Meðfram sýningunni starfar Nátt-
úruskóli Norræna hússins og segir Helga að
kjörið sé fyrir alla fjölskylduna að koma og
njóta útiverunnar í fallegri náttúru. „Fjöl-
skyldur hafa verið að koma hingað með háfa
og veiða síli. Svo er boðið upp á ratleik til að
skerpa skilningarvitin.“ heimirs@mbl.is
Flottasta sýningin í húsinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fræðsla Sýningin er kjörin dægradvöl fyrir
alla, unga sem aldna.
Kanó Borgarstjórinn, Jón Gnarr, mætti sigl-
andi á sýninguna.
Sýning um lífið í votlendinu í Vatnsmýri
Fjölskyldur koma með háfa og veiða síli
Þar sem gæðagleraugu kosta minna
ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS
SJÓNARHÓLL
gleraugu á verði fyrir ALLA
Mikið úrval umgjarða
fisléttar og sterkar
flott hönnun
litríkar
•
•
•
•
Margverðlaunuð
frönsk gæðagler
verð uMgjarða
4.900
9.900
14.900
19.900
24.900
3 litir
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is Ríta tískuverslun
Síðar mussur
á 9.800 kr.
Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is
Fastus til framtíðar
Bjóðum öflugar og endingargóðar
vélar frá Electrolux og Primus.
Hafðu samband við söluráðgjafa
okkar og við aðstoðum þig við að
finna hagkvæmustu lausnina.
ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR,
STRAU- OG BROTVÉLAR
Laugavegi 54, sími 552 5201
Glæsileg kjólasending
ótrúlegt úrval
Fyrir árshátíðina
og brúðkaupin
Háskólinn í Reykjavík heiðraði í
gær 94 afburðanemendur í skól-
anum.
Af þeim hlutu 56 nemendur
styrk af forsetalista skólans. Á
þann lista komast þeir sem náð
hafa bestum árangri í hverri
deild, þ.e. viðskiptadeild, laga-
deild, tölvunarfræðideild eða
tækni- og verkfræðideild.
Þá hlutu 29 nemendur nýnema-
styrk í grunnnámi og þrír nem-
endur í frumgreinanámi fengu
verðlaun fyrir góðan náms-
árangur. Allir þessir nemendur fá
skólagjöld einnar annar nið-
urfelld.
Fimm nemendum var veitt við-
urkenning samtals að upphæð
400.000 krónur úr Frumkvöðla-
sjóði Guðfinnu S. Bjarnadóttur, en
þeim sjóði er ætlað að verðlauna
þá nemendur Háskólans í Reykja-
vík sem leggja fram bestu við-
skiptaáætlun í verkefnum innan
skólans á ári hverju.
Bókaútgáfan Codex veitti
hvatningaverðlaun til þess nem-
anda á fyrsta ári í lögfræði sem
hefur hæstu meðaleinkunn. Sá
sem hlaut verðlaunin að þessu
sinni var Árni Þórólfur Árnason
og fær hann kennslubækur annars
og þriðja árs í lögfræði í verðlaun.
HR heiðrar
94 afburða-
nemendur