Morgunblaðið - 14.09.2012, Side 21

Morgunblaðið - 14.09.2012, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 Haag. AFP | Flokkarnir sitt hvorum megin við miðju héldu velli í kosning- unum í Hollandi á miðvikudag og hóf Mark Rutte, forsætisráðherra lands- ins, stjórnarmyndunarviðræður bak við luktar dyr í gær. Hinn frjálslyndi flokkur Ruttes, VVD, hlaut 41 sæti í kosningunum, tveimur meira en Verkamannaflokk- urinn. Sigur þeirra var á kostnað flokkanna, sem gerðu út á andstöðu við Evrópusambandið. Flokkur Geerts Wilders, sem er lengst til hægri, galt afhroð og Sósíalista- flokkur Emiles Roemers, sem er yst til vinstri, stóð í stað. Skoðanakannanir bentu um tíma til þess að Sósíalistaflokkurinn myndi vinna stórsigur og verða stærsti flokkur landsins. Flokkur Wilders tapaði níu sætum og er nú með 15. Hann felldi stjórn- ina í apríl þegar hann neitaði að sam- þykkja fjárlög þar sem aðhald var sett á oddinn. Talið er að myndun nýrrar ríkisstjórnar geti tekið vikur ef ekki mánuði vegna ólíkra sjónar- miða leiðtoga stærstu flokkanna. Segja má að Rutte fylgi Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að málum í þeirri baráttu. Diederik Samsom, leiðtogi Verkamanna- flokksins, stendur nær Francois Hollande, forseta Frakklands, sem hefur gagnrýnt áherslu Merkel á að- hald og hvatt til aukinna útgjalda til að glæða efnahagslífið. Saman eru flokkarnir með 80 sæti á þingi af 150. Talið er að myndun nýrrar ríkisstjórnar geti tekið vikur ef ekki mánuði vegna ólíkra sjónar- miða leiðtoga stærstu flokkanna. „Þetta er eiginlega eini leiðtoginn í Evrópu, sem hefur farið í kosningar mitt í kreppunni og náð endurkjöri,“ sagði Claes de Vreese, sem kennir stjórnmálafræði við Amsterdam-há- skóla, um sigur Ruttes. „Reyndar var hann þegar horft er á úrslitin ekki aðeins endurkjörinn, heldur jókst fylgi hans.“ AFP Hrósar sigri Stuðningsmenn fagna Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Miðjan hélt í Hollandi Aukin harka hef- ur færst í mál- flutning Arturs Mas, leiðtoga Katalóníu, í garð spænskra stjórn- valda á und- anförnum dögum. Mas sagði fyrir tveimur dögum eftir að milljón manns fór í kröfugöngu í Barselónu í þágu sjálfstæðis Katalóníu að halda mætti þjóðaratkvæði um stöðu Katalóna sem þjóðar. Í gær ávarpaði hann efnahags- málaþing í Madríd og kvaðst telja að milli Spánar og Katalóníu væri að koma fram svipaður klofningur og milli Norður- og Suður-Evrópu. „Ég held að þreytutilfinning sé að koma í ljós á milli Katalóníu og Spánar og ég held að sú þreyta sé gagnkvæm,“ sagði hann á þinginu. „Katalónía er þreytt á að ná ekki þeim árangri, sem hún telur að hún gæti náð, innan spænska ríkisins og ég held að Spánverjar séu orðnir þreyttir á hvernig Katalónar gera hlutina.“ Katalónum finnst þeir ekki njóta sannmælis í Madríd. Fimmtungur af framleiðslu Spánar kemur frá Kata- lóníu, sem er með stærra hagkerfi en Portúgal. Þeir hafa sett fram kröfu um fjárhagslegt sjálfstæði líkt og Baskar njóta nú. Katalónar ókyrrast Artur Mas Heimskautaref- urinn kom til Ís- lands yfir hafís, að því er vís- indamenn hafa komist að. Einn þeirra er Greger Larson við Dur- ham-háskóla í Bretlandi. „Sum- ir refir eru þekktir fyrir að ganga hundruð mílna á ísnum,“ er haft eftir honum á vefsíðu vísindatímaritsins New Scientist. „All sem til þarf er smá ís og viti menn, refurinn er mættur.“ Larson og félagar telja að heim- skautarefurinn, vulpes lagopus, gæti hafa náð til Íslands snemma á litlu ísöldinni, sem stóð yfir á milli 1450 og 1900, þegar haf var ísi lagt á norðurslóðum. Nýlegar erfðarannsóknir á refum sýna að á Íslandi er að finna fimm hópa, hvern með sína arfgerð eða setröð. Þegar Larson og félagar greindu þúsund ára gömul refabein, sem komu fram í fornleifaupp- greftri hér á landi, kom í ljós að þau tilheyrðu öll aðeins einni arf- gerð af þessum fimm. „Það er of skammur tími fyrir hinar [fjórar arfgerðirnar] til að þróast,“ segir hann. Refurinn lagði ís undir fót Íslenskur refur. BÖRN OG UNGMENNI KEPPA Í FJÓRUM FLOKKUM: n GULI FLOKKURINN 1.og 2. bekkur n RAUÐI FLOKKURINN 3. og 4. bekkur n GRÆNI FLOKKURINN 5. og 6. bekkur n BLÁI FLOKKURINN 7.,8. 9. og 10 bekkur Umhugsunartími er 7 mínútur og tefldar eru 6 umferðir. Í flokki 60 ára og eldri eru tefldar 7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. SKÁKMÓTIÐ HEFST KL. 13. Fimm efstu í hverjum flokki fá verðlaunapeninga og sigurvegarar fá glæsilega bikara. Allir keppendur fá sérmerktan bol sem hannaður er af þessu tilefni. Þá verður efnt til happdrættis, þar sem allir eiga möguleika – stærsti vinningurinn er flugmiði! Hátíðinni lýkur með verðlaunaafhendingu og happdrætti á fimmta tímanum. Skákmót og málþing í Laugardalshöll 15. september 2012 til að minnast heims- meistara-einvígisins 1972, þegar Robert J. Fischer náði krúnunni af Boris Spassky. AFMÆLISMÓT ALDARINNAR Málþing í tilefni af 40 ára afmæli Einvígis aldarinnar. Laugardalshöll 15. september klukkan 11. Ávarp: Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og formaður undirbúningsnefndar. Ávarp: Katrín Jakobsdóttir menntamálaraðherra. Ávarp: Eric Green, Deputy Chief of Mission, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna. Ávarp: Andrei Melnikov sendiráðsritari Rússlands. Erindi: Friðrik Ólafsson stórmeistari og fv. forseti FIDE. Erindi: Helgi Ólafsson stórmeistari. Ávarp: Óttarr Ólafur Proppé borgarfulltrúi og formaður Skákakademíunnar. Málþingsstjóri: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fv. forseti Skáksambands Íslands. Allir velkomnir á málþingið Skráning á skákmótið á skak.is hSkák er skemmtileg!h

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.