Morgunblaðið - 14.09.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 14.09.2012, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fréttir að utanum nýliðnaatburði, sem skipta máli fyrir innlenda umræðu, kalla stundum á ónákvæma útlistun. Það gerist ekki endilega af ráðnum hug. Tími til að melta nýjar fréttir er naumt skammtaður og einnig skiptir máli á hverja er hlustað og að gætt hafi verið að því hvort skýrandinn dragi taum ákveð- inna sjónarmiða. Úrslit hollensku kosninganna voru um sumt óljós og fylgdu ekki algjörlega forskrift skoð- anakannana. Þær höfðu að vísu sýnt að flokkur Geert Wilders, sem fréttaskýrendur kalla flest- ir annaðhvort hægri öfgamann eða hægri lýðskrumara tapaði verulegu fylgi og því höfðu kannanir spáð. Geert Wilders hefur m.a. tal- að gegn því sem hann kallar vax- andi ásælni Brussel valdsins og því er hið mikla tap flokks hans túlkað sem stuðningur hol- lenskra kjósenda við aukinn samruna evru og Evrópusam- bandsríkja, en þegar er orðið. Ekki er augljóst að hægt sé að draga slíkar ályktanir. Til þess eru margar ástæður. Flokkur Wilders vann stór- sigur í næstu kosningum á und- an þessum. Þá spilaði hann mjög á tilfinningar kjósenda vegna fjölgunar innflytjenda og meintrar ógnar sem Hollend- ingum stafaði af þeirri þróun. Wilder studdi ríkisstjórn Hol- lands en féll frá þeim stuðningi þegar hann lagðist gegn því að stjórnin samþykkti kröfur frá Brussel um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda. Og í þessari kosn- ingabaráttu voru megináherslur hans vissulega á andstöðu við evruna. Hollendingar töldu að Wilder hefði valdið stjórnmála- legri kreppu og bæri ábyrgð á því að þjóðinni hefði svo fljótt verið att út í kosningar. Hann náði sér því aldrei á strik í kosn- ingabaráttunni. Að auki sló forsætisráðherr- ann vopnin að nokkru úr hönd- um Wilders með því að kalla eft- ir aukinni varúð gegn ásælni ESB og sagði að sýna yrði mikla varfærni gagnvart nýjustu kröf- um Evrópusambandsins, þótt hann undirstrikaði um leið mik- ilvægi þess að Holland hallaði sér þétt að Þýskalandi í hinni evrópsku umræðu og yrði áfram traustur bandamaður þess. Frjálslyndi flokkur forsætis- ráðherrann hélt velli og aðeins rúmlega það og er líklegt talið að hann verði að reyna til þraut- ar að mynda ríkisstjórn með sín- um hefðbundna helsta andstæð- ingi, Verkamannaflokknum, sem náði á lokasprettinum að stöðva þá sigurgöngu, sem sósíalistar vinstra megin við hann, virtust vera á. Ekki er víst að fyrstu skýr- ingar á úrslitum hollensku kosn- inganna muni halda né heldur að þær séu líklegar til að tryggja festu í stjórnmálum lands- ins. Hins vegar er jákvætt að flokkur á borð við flokk Wild- ers haldi ekki leng- ur ríkisstjórn lands í hálfgerðri gíslingu og hafi þannig áhrif umfram fylgi. Önnur útlistun hefur senni- lega verið enn ónákvæmari en sú sem er rædd hér að ofan. Sú snýr að úrskurði Þýska stjórn- lagadómstólsins í Karlsruhe og um lögmæti staðfestingar Þýskalands á varanlega björgunarsjóðnum, ESM. Niðurstaða fréttaskýrenda var frá upphafi sú að úrskurð- urinn væri mikill sigur fyrir þá sem leitt hafa björgunaraðgerð- ir við evruríki á fallandi fæti og hinar miklu lánveitingar við þau og björgun evru væri því komin á beina braut. Markaðir tóku niðurstöðunni og einkum þó hinum fljótfærn- islegu túlkunum fagnandi. En þegar betur er að gáð var ekki allt sem sýndist í fyrstu. Stóra fagnaðarefnið var vissulega til staðar. Stjórnlagadómstóllinn sagði forseta Þýskalands heimilt að staðfesta lög sem Merkel kanslari hafði fengið samþykkt um ESM. Önnur dómsnið- urstaða hefði valdið miklu upp- námi í Evrópu. En þetta var ekki eina niðurstaða dómsins. Hann bæði sló varnagla og setti fyrirvara um hvernig framvegis megi höndla með málið af hálfu Þýskalands og hve langt megi ganga. Að auki segist hann munu taka heimildir Seðlabanka evrunnar til sérstakrar athug- unar. Það fé sem er í björgunar- sjóðnum ESM eftir að hann hef- ur loks verið fullgiltur dugar ekki fyrir nýjum skuldbinding- um. Þurfi Spánn og Ítalía á björgunarframlagi að halda verða báðar deildir þýska þings- ins að samþykkja þær. Það ger- ist ekki, nema þá með sömu ógn- arskilyrðunum og Grikkir þurftu að sæta. Þá slær dómstóllinn hugmyndir um evrópskt banka- samband út af borðinu. Sumir telja það einu raunhæfu leiðina til að bjarga evrunni. Margir þeirra sem fögnuðu mjög niðurstöðum stjórnlaga- dómstólsins hafa þegar snúið við blaðinu. Þeir segja nú að með niðurstöðunni sé varanlegi björgunarsjóðurinn orðinn óstarfhæfur. Vera má að pend- úllinn hafi sveiflast of langt til baka með slíkum fullyrðingum. En hitt er rétt að gleðiefni fagn- enda voru fjarri því að vera jafn rík og virtist í fyrstu. Þegar við bætist að dómurinn tekur fram, að fyrra bragði, að hann þurfi að taka til sérstakrar skoðunar heimildir Seðlabanka evrunnar til ótakmarkaðra skuldabréfakaupa, er ekki að undra þótt ekki sé öllum rótt. Rýna þarf betur í niðurstöðu hollensku kosning- anna, en einkum þó í niðurstöðuna úr Karlsruhe} Fyrstu viðbrögð varasöm Þ egar vakin er athygli á því sem bet- ur mætti fara í jafnréttismálum, eins og til dæmis kynbundnu launamisrétti, heyrist sama við- kvæðið gjarnan aftur og aftur. Sem er einhvern veginn svona: Jafnrétti er náð. Kyn skiptir ekki máli. Í framhaldi af þessu er stundum bent á ein- staka konur sem sitja í stjórnum fyrirtækja og að bæði forsætisráðherra og biskup séu konur. Helst mætti ráða af slíkum málflutningi að hvergi væri hægt að drepa niður fæti án þess að eiga það á hættu að hrasa um konu í valda- eða ábyrgðarstöðu. Eftir slíka upptalningu liggur síðan beinast við að bæta því við að jafnréttislögin séu úrelt (eða barn síns tíma, eins og einhver orðaði það á dögunum), þau gangi allt of langt og enginn hafi af þeim hag nema kannski fámennur hópur mussu- klæddra femínista. Sem séu auðvitað eini hópurinn sem hefur hag af jafnrétti kynjanna og því að lagasetningum sem það varða sé fylgt til jafns við önnur lög og reglur. Eftir eitt ár, í september 2013, ganga lög í gildi, sem kveða á um að hlutfall hvors kyns fyrir sig verði aldrei lægra en 40% í stjórnum stærri fyrirtækja. Tæplega 300 fyrirtæki falla undir þessa löggjöf og um helmingur þeirra uppfyllir nú þegar ákvæði laganna. Samkvæmt nýrri úttekt KPMG vantar 202 konur í stjórnir þessara fyrirtækja og tvo karla. Heildarhlutfall kvenna í stjórn- um fyrirtækja sem falla undir lögin er nú 21%. Sumir segja þetta vera einkamál viðkom- andi fyrirtækja og að stjórnendur þeirra eigi sjálfir að fá að ráða því hverjir veljist til stjórnarsetu. Það er skiljanlegt sjónarmið. En ekki er hægt að líta fram hjá fjöl- mörgum rannsóknum sem sýna að fyrirtæki sem hafa bæði karla og konur í stjórn skila betri árangri en önnur fyrirtæki. Vænt- anlega er það hagur okkar allra að fyr- irtækin í landinu skili sem mestum og best- um árangri. Felst þá ekki einhver mótsögn í því þegar stjórnmálamenn hamra á því að kyn skipti ekki máli og segja síðan í næstu setningu að hlúa þurfi sem best að atvinnu- lífinu? Eitt af því sem jafnréttislög kveða á um er að greiða beri körlum og konum sömu laun fyrir sömu vinnu. Það er ekkert nýtt, heldur var þetta ákvæði bundið í lög fyrir áratugum. Þrátt fyrir það sýnir ný launakönnun nokkurra stétt- arfélaga að töluvert vantar upp á að þessum lögum sé framfylgt. Gildir þá einu hvort um er að ræða fólk á op- inberum vinnumarkaði eða í einkageiranum. Á sama tíma sýnir skýrsla OECD að talsvert fleiri konur fara í langskólanám en karlar. Aukin menntun er greinilega ekki leiðin til að útrýma launamuninum eins og einu sinni var talið. Konur eru sem sagt meira menntaðar en karlar, en samt með lægri laun. Hvers vegna skyldi það vera? Er það vegna þess að kyn skiptir ekki máli? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Af því að kyn skiptir ekki máli? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ískýrslu OECD, Education ata glance, um stöðu mennta-mála árið 2010 kemur meðalannars fram að hlutfall 25-67 ára sem útskrifast með framhalds- skólamenntun hér á landi var 67% samanborið við 74% meðaltal út- skrifaðra innan landa OECD. Hlutfall háskólamenntaðra var 33% sem er sambærilegt við það sem gerist á Norðurlöndunum. Á báðum skólastigum eru konur í miklum meirihluta útskrifaðra. Menntunarstaða Íslendinga hefur batnað jafnt og þétt frá alda- mótum. Í yngsta aldursflokknum, 25-34 ára, höfðu árið 2010, 68% stráka út- skrifast með framhaldsskólamennt- un. Það er 12% lægra en meðaltal OECD ríkja. Um 77% stúlkna höfðu útskrifast sem er 6% undir með- altalinu. Í skýrslunni segir að „framför menntunarstöðu landsmanna hafi að mestu orðið vegna aukinnar mennt- unar kvenna.“ Þannig höfðu 63% karla á aldr- inum 55-64 ára lokið framhaldsskóla árið 2010 sem er 5 stigum lægra en í yngsta aldursflokknum. Til samanburðar höfðu 47% kvenna á aldrinum 55-64 ára lokið framhaldsskóla. Í yngsta aldurs- flokknum er hlutfallið 77% sem er 30 prósentustigum hærra en í efsta elsta hópnum. Ef þróunin er skoðuð eftir kyni í háskólanámi var hlutfall braut- skráninga 33% hjá bæði konum og körlum árið 1995. Þetta hlutfall hafði hækkað upp í 41% hjá körlum en var komið í 80% meðal kvenna árið 2010. Kvennagreinar á háskólastigi en karlagreinar síður Í skólakerfinu er mikið rætt um að staða drengja sé bágborin miðað við stúlkna. Vandamálið er ekki sér- íslenskt, en svo virðist sem almennt sé meiri munur á kynjunum hér á landi þegar horft er til útskrifta frá framhaldsskólum og háskólum. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er prófessor við menntavísindasvið Há- skóla Íslands og hug- og félagsvís- indasvið Háskólans á Akureyri, seg- ir meiri hvata fyrir drengi til að byrja ungir í vinnu. „Hefðbundið hafa strákar getað gengið inn í ýmis verkefni sem ekki krefjast menntunar. Konur hafa hins vegar ekki getað gert það. Síð- an höfum við sett stórar kvenna- greinar á háskólastig og aukið menntun þar. Eins og leikskóla- kennarar eru gott dæmi um. Að sama skapi getur þú lokið meistaranámi í iðngrein, sem karlar fara gjarnan í, án þess að þú þurfir að ganga í háskóla,“ segir Ingólfur. Rakið til gengis í grunnskóla Samkvæmt Pisa-rannsókn frá árinu 2009 getur nærri fjórðungur íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns í lok grunnskóla en tæp 10% stúlkna. Kristjana Stella Blöndal, dokt- orsnemi í uppeldis- og mennt- unarfræði, hefur rannsakað brottfall úr framhaldsskólum. „Þegar horft er til kynjanna er meginniðurstaðan sú að ástæður brottfalls megi rekja til gengis í grunnskóla. Ef við tök- um hóp fólks sem hefur sam- bærilegan námsárangur við lok grunnskóla er engin munur á kynjum. Strákar og stúlkur sem fá einkunnir á bilinu 6-10 eru jafn líkleg til þess að útskrifast úr menntaskóla,“ segir Kristjana. Hærra menntunar- stig á herðum kvenna Morgunblaðið/Eggert Einbeiting Fleiri stúlkur en strákar útskrifast úr framhalds- og háskóla. „Nemendur á Íslandi hafa jöfn tækifæri óháð stöðu foreldra. En hvers vegna kemur þá þessi mikli kynjamunur fram. Ætti slíkt kerfi ekki að gefa til kynna að kynin ættu að hafa sömu tækifæri,“ segir Almar M. Halldórsson, sérfræðingur hjá námsmatsstofnun. „Í menntakerfinu er ákveðin kerfislæg eftirgjöf með nem- endum sem leggja sig ekki fram. Hún hyglir ekki öðru kyn- inu en það virðist vera sem fleiri strákar velji að leggja sig ekki fram í náminu en stúlkur, jafnvel þó að eft- irgjöfin sé fyrir bæði kyn. Þessi munur kemur fram snemma í grunnskóla og við lok hans er hann orð- inn mjög mik- ill,“ segir Almar. Kerfislæg eftirgjöf LEGGJA SIG EKKI FRAM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.