Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 Árlega á sama tíma og farfuglarnir und- irbúa haustflug sitt til heitari landa, berast landanum niðurstöður launakannana stærstu stéttarfélaga lands- ins, VR, Stéttarfélags í almannaþjónustu (SFR) og Starfs- mannafélags Reykja- víkurborgar (SR). Enn og aftur er niðurstaðan sú að óútskýrður launamunur kynja er umtalsverður, eftir að tekið hefur verið tillit til þeirra þátta sem taldir eru skýra af hverju karlar hafa hærri laun en konur fyrir sömu störf. Langt er seilst í því að skýra þennan mun með því að taka tillit til allra áhrifaþátta á laun, annarra en kyns og fordóma. Þá stendur eftir kynbundinn launamunur hjá VR félögum upp á 9,4%, hjá SFR félögum 12,1% og hjá félögum í SR 11,8%. Er furða að jafnréttissinni, fé- lagsfræðingur og mannauðsstjóri klóri sér í hausnum yfir þessum ósköpum, sem eru á góðri leið með að festa sig svo rækilega í sessi að jaðrar við náttúrulögmál. Þó svo að launamunur kynjanna hafi minnkað örlítið síðastliðinn aldarfjórðung, þá viðgengst þessi þjóðarósómi enn. Skýringin að mínu viti er sú að launagreiðendur skortir vilja til að útrýma kyn- bundnum launamun vegna þess að það kostar peninga. Það er lang- sótt að launagreiðendur fari að lækka laun karla niður að launum kvenna til að jafna metin, en þeir hafa komist upp með að láta ógert að hækka laun kvenna að launum karla og þess vegna mælist kyn- bundinn launamunur ár eftir ár. Þarna skortir viljann og hugs- anlega líka verkvitið til að fram- kvæma leiðréttinguna uppávið. Leiðrétting á launamun kynja þarf að byrja og enda í hverju fyr- irtæki um sig, stóru sem smáu. Vilja og aðferðir nútíma mann- auðsstjórnunar þarf til að uppræta launa- mun. Launagreiðandi að hafa þá fyrirætlun eða vilja að lands- lögum sem banna mismunun vegna kyn- ferðis og þau lög þarf hann að virða til jafns við önnur lög sem setja starfsemi hans mörk. Þá þarf launagreið- andinn að hafa kerf- isbundið ferli við mat á störfum og frammistöðu starfs- manna og ferli við ákvarðanatöku um laun. Hann þarf að hafa ein- hvers konar tæki eða aðferðir til að leggja mat á starf og frammi- stöðu þess sem sinnir því burtséð frá því hvort það er karl eða kona sem gegnir því. Ef ferlið og tækið er gott þá hefur launagreiðandinn líka í höndunum aðferð til að mis- muna starfsfólki sínu með rétt- mætum hætti, því það er leyfilegt að greiða fólki í sömu störfum sem skilar mismunandi frammistöðu ólík laun. Launagreiðandinn þarf að taka launaákvarðanir fyrir alla starfsmenn sína út frá þeim nið- urstöðum sem ferlið eða tækið skilar og vilja laga það sem miður hefur farið og framkvæma launa- leiðréttingar uppávið. Ef fyrirætl- anin er skýr, ferlið og tækin not- hæf og verkvitið til að nota þau til staðar á það ekki að reynast hon- um erfitt að uppræta launamun kynja. Hjá Deloitte ehf. þar sem ég starfa sem mannauðsstjóri höfum við skýra jafnréttisstefnu og ekk- ert umburðarlyndi fyrir kyn- bundnum launamun. Við höfum þann háttinn á að við skoðum laun kerfisbundið einu sinni á ári. Það er gert í kjölfar árlegs verk- efnamats og frammistöðumats. Við höfum mjög skýra forskrift um kröfur sem hvert starf gerir um menntun, reynslu, færni og frammistöðu. Forskriftin gerir ríkar kröfur til þeirra sem eru eldri og reyndari, en þeirra sem eru nýliðar í starfi. Þetta er okkar tæki og við metum frammistöðu starfsmanna án tillits til kyns með því að máta frammistöðu þeirra við forskriftina. Útkoman er flokkun á frammistöðu starfs- manna, en þeir starfsmenn sem gegna sama starfi geta fengið A, B eða C út úr frammistöðumatinu. Launin eru síðan ákvörðuð út frá frammistöðu, allir sem fá A fá sömu laun o.s.frv. burtséð frá kyni. Ferlið okkar er þannig að frammistöðumatið er gert af næstu yfirmönnum. Þá tekur við starfsþróunar- og launanefnd sem í eru mannauðsstjóri og fram- kvæmdastjóri og sviðsstjóri fags- viðs, sem fara yfir A, B, C flokkun starfsmanna, skoðar niðurstöður matsins, spyrja hvert annað kryfj- andi spurninga um launasetn- inguna í fyrirtækinu, skoða núver- andi laun starfsmanna og komast að niðurstöðu um laun næsta misserið. Þannig er séð til þess að laun allra starfsmanna koma til skoðunar ár hvert. Nefndin sér til þess að allir starfsmenn með sömu einkunn úr matstækinu séu á sömu launum enda hefur hún fullt umboð til þess. Það getur þýtt að hækka þurfi laun einhverra eða setja launaskriði annarra mörk, því frammistaða getur verið mis- jöfn milli ára. Karlar og konur njóta bæði góðs af þessari aðferð því þeim „heimtufreku“ er ekki umbunað í launum á kostnað þeirra sem vinna störf sín í hljóði. Það er reynsla okkar hjá Delo- itte ehf. að sú aðgerð að leiðrétta laun kerfisbundið uppávið útrými með öllu kynbundnum launamun á stuttum tíma. Ég er allavega með góða sam- visku gagnvart bæði konum og körlum sem starfa hjá Deloitte ehf. því ég veit að hjá okkur er enginn kynbundinn launamunur. Ég hlakka til þess tíma að við get- um fengið jafnlaunavottun hér- lendis til að sanna það op- inberlega. Það verður væntanlega hægt áður en farfuglarnir yfirgefa landið haustið 2013. Það vantar vilja og verkvit til að uppræta kynbundinn launamun Eftir Ernu Arnardóttur »Ef fyrirætlanin er skýr, ferlið og tækin nothæf og verkvitið til að nota þau til staðar á það ekki að reynast honum erfitt að upp- ræta launamun kynja. Erna Arnardóttir Höfundur er jafnréttissinni, félagsfræðingur og mannauðsstjóri Deloitte ehf. Bréf til blaðsins Ég vil byrja á að þakka þeim, er hafa stutt mig og lagt á sig að lesa greinarnar mínar og að skilja þær. Og konur, hér kemur skoðun mín og það þarf enginn að hafa hana né sam- þykkja. Hvað er stærra í lífinu en að vera elskuð og virt kona og móðir? Við eig- um að sjálfsögðu margar kjarna- konur, svo sem bóndakonurnar, verkakonunar og hluta stjórnmálakvenna. Og hugs- ið ykkur um. Hafa konur, – já eða nei, – valdið í sambandi við kynlíf, hafa þær kosningarétt, málfrelsi, ritfrelsi, frelsi til skólagöngu, ákvarðanatöku um eigið líf, er ein- hver sem bannar ykkur að fara út á vinnumarkaðinn, eruð þið neyddar í hjónaband? Með þessi réttindi eigið þið að fara út í lífið og gera ykkar besta sem ein- staklingar. Já, ég er víst forn og er stolt af því, en ég hefði haldið að hver og einn færi út í lífið á eigin forsendu. En ekki þetta sí- fellda sífur og að kenna öðrum um. Hvað varðar stjórnmál, þá vildi ég hrista upp í konum. Af hverju ræða þær ekki varnir landsins, um vandamál bænda, verkafólks og um ungmennin sem eru að reyna að koma yfir sig þaki? Sem dæmi, á ekki ríkið Íbúðalánasjóð, það er- um við sjálf. Af hverju er ekki boðið upp á lífstíðarleigu með skil- yrðum handa þeim sem vilja búa í slíkum íbúðum, og það eru mörg önnur mál sem þið ræðið ekki. Þið eruð allt of mikið í litlu málunum, hver fær hvaða stöðu, völd forseta, eitthvert stjórnlagaráð, stólaskipti í ráðuneytum, hvort eiga megi hunda eða ketti, éta sælgæti eða reykja. Ég vil ekki halda aftur af konum, síður en svo, en þið eigið sjálfar að sjá um ykkur. Til ykkar á netinu sem skiljið ekki grein mína og notið ljót orð og setningar; eruð þó sjálfsagt samþykkar setningu ungrar konu í útvarpsviðtali er hún sagði, – að fólk ætti að skilja að nútímakonan er ekki eins og formæður okkar með viskustykki um hausinn. Ég ætlaði að blogga en er hætt við það, ég ætla ekki inn í þann ljóta heim. Ég þakka þeim fjölmörgu konum sem eru sammála mér, en þið hinar megið eiga ykkur í ykk- ar mikla kvenleika. Ég get vel tekið málefnalegri gagnrýni, en ekki að mér sé óskað feigðar. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Konur Frá Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir Þann 21.september gefur Morgunblaðið út sérblað um Heimili og Hönnun Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem eru að huga að breytingar á heimilum sínum. Skoðuð verða húsgögn í stofu, eldhús, svefnher- bergi og bað, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem er huggulegt fyrir veturinn. Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 17. september NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 5691105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.