Morgunblaðið - 14.09.2012, Page 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012
✝ Þórhildur Þor-leifsdóttir fædd-
ist í Neskaupstað 17.
apríl 1946. Hún lést
á gjörgæsludeild
sjúkrahússins í
Torrevieja á Spáni
31. ágúst 2012.
Foreldrar Þór-
hildar voru Þorleif-
ur Árnason og Guð-
ríður
Guðmundsdóttir.
Þórhildur giftist
Gunnari Á. Mýrdal
14. júní 1967. Börn
þeirra eru Sigurður
Þór Mýrdal, Ása
Mýrdal og Jón
Gunnar Mýrdal.
Útför Þórhildar
fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 14.
september 2012, og
hefst athöfnin kl.
12.
Elsku Þórhildur mín. Ekki ór-
aði mig fyrir því að þegar við fór-
um í okkar árlegu ferð til Spánar
15. ágúst yrði þetta okkar síðasta
ferð saman þangað. Tilhlökkun
okkar beggja var svo mikil eins
og alltaf. Þar áttum við okkar
sælureit sem við hlúðum að eins
og við gátum, en skjótt skipast
veður í lofti. Þú veiktist svo hast-
arlega og fórst á gjörgæsludeild
spítalans í Torrevieja og háðir
þar þína lokabaráttu. Það er
skrýtin tilfinning að koma heim
án þín, í annarri flugvél en þú.
Börnin okkar Jón Gunnar og Ása
komu strax út og voru hjá mér,
það var ómetanlegt að fá þau til
mín. Minningin um öll ferðalög
okkar um íslenska hálendið og
veruna okkar á Spáni munu ylja
mér um hjartaræturnar meða ég
lifi.
Elsku Þórhildur mín, ég bið
góðan guð að varðveita minningu
þína. Sérstakar þakkir vil ég færa
Sveini Arnari Nikulássyni, starfs-
manni húseigendafélagsins og
Heiðu og Rúnari vinum okkar,
fyrir ómetanlega hjálp á slíkum
stundum.
Æ, gerðu það fyrir mig gjafmildi engill
að græða mín sár eftir óvæntan skell,
Já, veittu mér farsæld og fylgdu mér
lengi
svo fái ég ratað um götunnar svell.
(Höf. Kristján Hreinsson)
Þinn syrgjandi eiginmaður,
Gunnar Á. Mýrdal.
Elsku mamma, ekki datt mér í
hug að ég væri að kveðja þig í síð-
asta skipti daginn áður en þið
pabbi fóruð til Spánar. Þú varst
svo spennt og full tilhlökkunar yf-
ir þessari ferð, búin að bíða í allt
sumar og þú varst aldeilis ekki á
því að hætta við þó þú værir búin
að vera veik. Það voru forréttindi
að eiga þig fyrir mömmu, svo
réttsýn og kunnir ekki að vera
reið, að minnsta kosti ekki lengi,
vildir alltaf að allt væri gott í
kring um þig. Enginn fór svangur
frá þér og ég man þegar ég var
unglingur á Akranesi og vinir
mínir frá Hellisandi voru að koma
á Skagann að djamma með mér
og þú gafst engum leyfi til að fara
út nema að fá eitthvað að borða,
svo spurðir þú hvað þau vildu
borða og þeim var alveg sama svo
lengi sem þau fengu kokteilsós-
una þína frægu.
Við vorum miklar vinkonur og
þú hringdir í mig á hverjum degi,
yfirleitt í hádeginu og ef þú
hringdir ekki gerði ég það. Stund-
um höfðum við ekki um neitt að
tala og þá áttum við það til að
þegja bara saman í smástund.
Þú varst mjög forvitin og hafð-
ir stundum orð á því að það yrði
þitt banamein þegar við stríddum
þér á forvitninni. Börnin mín nutu
þeirra forréttinda að fá að vera
mjög mikið hjá þér og pabba og
ég væri ekki í dag þar sem ég er
ef ég hefði ekki haft ykkur. Þið
voruð alltaf boðin og búin að rétta
hjálparhönd. Það eru átta mán-
uðir frá því að Þórhildur Nótt
nafna þín var tekin frá okkur og
ég er viss um að litla Skottan okk-
ar taki vel á móti þér á himnum.
Elsku mamma, ég trúi ekki að
þú sért farin og ég fái aldrei að sjá
þig aftur og finna lyktina þína.
Þegar einhver fellur frá
fyllist hjartað tómi
en margur síðan mikið á
... í minninganna hljómi.
Á meðan hjörtun mild og góð
minning örmum vefur
þá fær að hljóma lífsins ljóð
og lag sem tilgang hefur.
Ef minning geymir ást og yl
hún yfir sorgum gnæfir
því alltaf verða tónar til
sem tíminn ekki svæfir
(Kristján Hreinsson)
Hvíldu í friði, elsku mamma.
Þín
Ása.
Elsku Þórhildur, nú ertu farin
allt of fljótt frá okkur. Þú sem
varst svo hjartahlý og góð. En
eins og skáldið sagði: þeir deyja
ungir sem guðirnir elska. Ég man
þegar ég kynntist þér fyrst, þú
brostir svo fallega og tókst mér
opnum örmum eins og þú tókst
börnunum mínum og passaðir
alltaf upp á að enginn yrði útund-
an í þeim efnum. Úr öllum ferð-
unum sem þú fórst til útlanda
komstu færandi hendi heim með
gjafir til allra. Þér verð ég æv-
inlega þakklát fyrir hvað börnin
voru alltaf velkomin til þín. Þú
varst einstök og talaðir alltaf vel
um alla og fannst það góða í fólki.
Þú varst einstakur kokkur og fór
aldrei neinn svangur heim eftir
boðin hjá þér. Það er með trega,
sorg og söknuði sem við kveðjum
þig í dag.
Elsku Þórhildur, megi Guð og
allar góðar vættir vaka yfir þér.
Þórdís Ingibjartsdóttir.
Æ, gerðu það fyrir mig gjafmildi engill
að græða mín sár eftir óvæntan skell,
já, veittu mér farsæld og fylgdu mér
lengi
svo fái ég ratað um götunnar svell.
Æ, gerðu það fyrir mig indæli engill
að opna mér leiðir að fallegri sál
sem náði með gæsku að gleðja mitt
hjarta
og gefa mér von þegar brautin var hál.
Já, gerðu það fyrir mig göfugi engill
að grípa um hönd mér í þrautum og
neyð
svo sjái ég tilgang á svellinu kalda
og sálin mín rati þá réttustu leið.
(Kristján Hreinsson)
Hvíldu í friði, elsku amma.
Gunnar Eyþór og
Sigrún Ósk.
Amma, segir stubburinn sem
skilur ekki alveg hvað er að ger-
ast, við segjum honum allt um
ömmu sína og kveikjum ljós hjá
myndinni af ömmu Þórhildi og
Þórhildi Nótt stóru systur.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum)
Þinn
Patrekur Emil.
Elsku amma, hvað ég á eftir að
sakna þín, ég gleymi því aldrei
hvað ég hlakkaði alltaf til að fara
með þér og afa á Ólafsfjörð, og
hvað ég spurði oft á leiðinni hvað
það væri langt eftir, það voru mín-
ar bestu minningar með þér að fá
að fara að heimsækja Evu. Aldrei
gleymi ég því þegar við fórum á
Neskaupstað á ættarmót, það var
svo gaman og svo góðar minning-
ar sem við eigum saman. Það var
æðislegt þegar ég hringdi til að
láta þig vita kynið á Adriani
Tandra og þá sagðir þú að þú vær-
ir búin að kaupa 6 bláar samfellur
og grænt teppi svo þú vonaðir að
það væri strákur, sem það svo
var, skemmtilegt að þú skulir hafa
fundið það á þér. Fannst svo gam-
an að geta klætt Adrian Tandra í
fötin sem þú saumaðir á pabba, og
Adrian var svo glaður að sjá þig,
gaf þér fyrsta brosið sitt. Ég gæti
endalaust talið upp allar frábærar
minningar mínar með þér og afa,
ég ætla að halda áfram að búa til
minningar með afa og Adrian
Tandra.
Minningar fyrir þig til að fylgj-
ast með úr fjarska. Ástarkveðja
frá Þórey Hrund Mýrdal og Adri-
an Tandra Mýrdal.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Höf. ók. Þýð.
Ásgerður Ingimarsdóttir)
Við munum öll systkinin hvað
við hlökkuðum til að fara í jólaboð
hjá Díu systur þinni og horfa á
flugeldana með ykkur, og borða
góðan mat. Okkur þótti líka ótrú-
lega gaman að fá sokka frá ömmu,
þeir voru í miklu uppáhaldi.
Tandri vildi bæta því við að ein af
fyrstu minningum hans var að
hanga í vinnunni með þér í trico
þegar mamma var nýbúin að eiga
Þóreyju og honum þótti það svo
gaman.
Maður gæti endalaust talið upp
góðar minningar með þér, elsku
amma, þú varst okkur allt og ert
ennþá, við höldum áfram að skapa
minningar og höldum minningu
þinni á lífi. Elskum þig endalaust
mikið, elsku amma, og við vonum
að þú hafir það gott þar sem þú ert
núna, að passa elsku Þórhildi Nótt
okkar. Við vitum það innst inni að
nú eruð þið saman, að passa okkur
sem erum ennþá niðri á jörðinni.
Verndi þig englar, elskan mín,
þá augun fögru lykjast þín;
líði þeir kringum hvílu hljótt
á hvítum vængjum um miðja nótt.
Nei, nei það varla óhætt er
englum að trúa fyrir þér;
engill ert þú og englum þá
of vel kann þig að lítast á.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Ástarkveðjur frá Þórey,
Tandra, Jökli og Hrafnkeli, við
elskum þig öll ótrúlega mikið og
vildum óska þess að geta haft þig
hjá okkur áfram, en þú ert í huga
okkar, fallega brosið þitt og hlát-
urinn.
Þórey Hrund Mýrdal
Sigurðardóttir.
Það er stutt á milli gleði og
sorgar og ekki áttum við von á því
að þurfa að kveðja ömmu Þórhildi
stax. Skarðið er stórt sem hefur
myndast í fjölskyldunni.
Þórhildur var einstök, hlý og
yndisleg kona. Hún var í góðu
sambandi við börnin sín og fylgd-
ist vel með okkur öllum, ömmu-
börnunum þótti gott að hitta
ömmu sína og afa og amma og afi
á Smáraflötinni voru dugleg að
gæta barnanna.
Það var gott að koma heim á
Smáraflötina til Þórhildar og
Gunnars, ekki var óalgengt að hún
sæti við eldhúsborðið og legði kap-
al eða glímdi við krossgátu á með-
an Gunnar dundaði í bílnum. Við
geymum fallegar minningar sem
við eigum í hjartanu og pössum
vel uppá að segja Patreki Emil frá
ömmu sinni og halda í þær minn-
ingar sem hann á nú þegar.
Það hafa eflaust verið fagnað-
arfundir þegar nöfnurnar Þórhild-
ur og Þórhildur Nótt hittust aftur
og það er gott að vita af þeim sam-
an.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Jón Gunnar og fjölskylda.
Mín fyrstu kynni af Þórhildi
voru þegar ég kynntist minni
bestu vinkonu Ásu dóttur hennar,
og var mér tekið opnum örmum.
Mörgum stundunum eyddi ég
heima hjá þeim og var alltaf gott
að koma á Einigrundina, var mér
oftar en ekki boðið í mat og vildi
Þórhildur venja mig af þessari
matvendni, var hún mikill og góð-
ur kokkur. Ása var með herbergi
niðrí kjallara og lágum við þar
tímunum saman, lásum bækur og
hlustuðum á lög eftir „Villa Vill“
og þá aðallega lagið „Þú átt mig
ein“ og hafði
Ása mikið fyrir því að kenna
mér textann við lagið og gekk það
treglega. Þegar hún var komin
með nóg af kennslunni þá stakk
hún upp á því að við færum bara
út í sjoppu að kaupa súkkulaðikúl-
ur og auðvitað fékk Þórhildur að
borga þá ferð og gerði hún það
alltaf með bros á vör. Eitt árið
okkur datt okkur Ásu í hug að fara
út á land að vinna og urðu Gufu-
skálar fyrir valinu og kom það í
hlut foreldra hennar að koma því í
kring og verð ég þeim ávallt þakk-
lát fyrir það, því það var besta
sumar sem ég hef upplifað.
Elsku Þórhildur takk fyrir allt
sem þú gafst mér og gerðir fyrir
mig. Minning um góða og kær-
leiksríka konu mun lifa.
Á dapran huga fellur mikið farg,
í fylgsnum tímans grátsins strengir
nötra
og hjartað þarf að burðast með sitt
bjarg;
þá blindu sorg sem hnýtir sína fjötra.
Í dróma verður óttinn orkulind
þess alls sem sálartetrið kann að
hræðast,
því þráir sorgin vonarinnar vind
og vængi svo hún megi endurfæðast.
Ef þunga fargið fer um heiðið hátt
mun harmur losa sig við óttans bræði,
því ef við getum frelsað sorg með sátt,
fá sannar tilfinningar ró og næði.
Í skugga harmsins blasir birtan við
er buguð tár um óttans vanga streyma
og vængjuð sorgin finnur yl og frið
í fortíð sem við megum aldrei gleyma.
(Kristján Hreinsson)
Kæra fjölskylda, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur á þessum
erfiðu tímum. Megi góður Guð
vernda ykkur og styrkja.
Ósk Jónsdóttir.
Í dag kveðjum við Þórhildi Þor-
leifsdóttur sem starfaði í sokka-
verksmiðjunni Trico á Akranesi í
24 ár. Fráfall hennar er okkur
sem þar störfum þungur harmur
og stórt skarð hefur myndast á
vinnustað okkar sem er lítill og
við eins og ein fjölskylda. Þórhild-
ur var afskaplega þægileg og já-
kvæð samstarfskona sem ævin-
lega bar hag fyrirtækisins fyrir
brjósti. Hún var dugnaðarforkur,
röggsöm og gat látið í sér heyra,
sérstaklega ef drengirnir í verk-
smiðjunni hlustuðu ekki á hana.
Þá fór ekki á milli mála að hún var
verkstjórinn. Á hverjum morgni
kom Þórhildur fyrst manna til
vinnu og var búin að hella upp á
kaffi, setja vélarnar í gang og
skipuleggja verkefni dagsins þeg-
ar hinir mættu. Hún var einstak-
lega úrræðagóð og sá ekki vanda-
mál heldur bara lausnir. Slíkur
starfsmaður er gulls í gildi fyrir
sérhvert fyrirtæki.
Nokkur síðastliðin haust fór
Þórhildur ásamt eiginmanni sín-
um Gunnari til Torrevieja á Spáni
í frí. Hún hlakkaði ávallt mikið til
þessara ferða og þetta haustið
ekki síður en önnur. Hún naut
þess að kaupa sér garn í Ævin-
týrakistunni áður en hún hélt af
stað til að prjóna flíkur á barna-
börnin og ekki lét hún hjá líða að
viða að sér nokkrum krossgátu-
blöðum fyrir ferðina. Þetta reynd-
ist verða hennar síðasta ferð og
komu fregnir af fráfalli hennar
þar sem reiðarslag.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Við, starfsfólk Trico, erum
þakklát fyrir að hafa fengið að
njóta samfylgdar Þórhildar í
gegnum árin, bæði sem vinnu-
félaga og sem góðrar vinkonu.
Við sendum Gunnari og fjöl-
skyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Marsibil Sigurðardóttir.
Þórhildur
Þorleifsdóttir
✝ István Ber-náth, sérfræð-
ingur í norður-
landamálum,
háskólakennari og
þýðandi í Búdapest
í Ungverjalandi,
fæddist 13. sept-
ember 1928 og lést
10. ágúst síðastlið-
inn.
Hann var mörg-
um Íslendingum að
góðu kunnur og kom hér marg-
sinnis. Veigamikinn sess í ævi-
verki Bernáths skipa íslenskar
bókmenntir að fornu og nýju.
Hann naut viðurkenningar fyrir
listrænar þýðingar, ekki síst
bundins máls. Bernáth kenndi
íslensku við hugvís-
indaháskólann í
Búdapest um ára-
tuga skeið.
Bernáth var tví-
kvæntur, fyrri kona
hans, Márta Radó
ritari, lést 1988.
Tveir eru synir
þeirra, István tölv-
unarfræðingur og
Márton kaupmaður
í Búdapest. Síðari
kona Bernáths, Jolán Oross fé-
lagsráðgjafi, lifir mann sinn.
Í dag heiðra vinir Istváns
Bernáths minningu hans með
dagskrá á samkomu í Hreiðrinu,
félagsheimili listamanna í Búda-
pest.
István Bernáth kynntist ég á
námsárum mínum í Búdapest og
var honum lítillega innan handar
um útvegun á íslenskum bókum.
Hann var þá fullfær í Norður-
landamálum en háskólagreinar
hans höfðu verið þýska og
franska. Á árunum fyrir og um
1960 glímdi hann við þýsku skáld-
jöfrana Goethe og Hölderlin og
þótti vel farnast að snúa ljóðum
þeirra. Síðar setti hann á sína
tungu urmul kvæða Norður-
landaskálda, einnig íslenskra
skálda.
Árið 1965 var merkisár á þýð-
anda- og fræðimannsferli Ber-
náths. Það ár kom út Íslendinga-
saga í fyrsta skipti í ungverskri
þýðingu, sjálf Brennunjálssaga,
og sama ár birtist ein veigamesta
skáldsaga Halldórs Laxness, Ís-
landsklukkan. Báðar bækur hafði
Bernáth þýtt úr íslensku en hann
einn þarlendra manna gat þá
fengist við bókmenntir okkar á
frummálinu. Sex árum áður birt-
ist þýðing hans á skáldsögu Indr-
iða G. Þorsteinssonar, 79 af stöð-
inni, og var það fyrsta sinni sem
texta var snúið beint úr íslensku
til útgáfu á tungu Ungverja. Þýð-
ingin var Bernáth eins konar æf-
ing en hlaut lof eigi að síður. Hall-
dór Laxness hafði verið lítt
kunnur í Ungverjalandi, þó hafði
Brekkukotsannáll komið út 1962 í
þýðingu Margit Beke úr sænsku
en einmitt Bernáth var henni til
aðstoðar við kvæði og skýringar.
Íslandsklukkan var þykkildisbók
á ungversku enda allir þrír hlut-
arnir í einu bindi. Forlag helgað
öndvegisritum heimsbók-
menntanna gaf bókina út og var
þar vandað til allra verka. Njáls-
saga birtist í tvennu lagi í flokki
fremur óhrjálegra vasabrotsbóka
í feiknastóru upplagi. Heftin
komu á vikufresti, kostuðu á við
brauðhleif og seldust upp að
bragði. Er líklega einstætt að
frumútgáfa Íslendingasagna sé
svo alþýðumiðuð. Bernáth þýddi
Njálu að nýju og kom hún út í
þeirri gerð 1995, í bindi með Eglu
er hann einnig þýddi. Áður hafði
hann gefið út Hrafnkelssögu
ásamt Gíslasögu og Banda-
mannasögu. Stórvirkið í starfi
Bernáths er án efa bókin „Nor-
ræn goðafræði“ 2005 sem geymir
allar goðakviður Eddu og væna
hluta Gylfaginningar og Skáld-
skaparmála ásamt fræðilegum
inngangi og skýringum. Bernáth
ritaði mikið eða sem svarar 2-3
bókum af bómenntasögulegu efni
um Ísland og Norðurlönd í ung-
verskt alfræðirit, hélt fyrirlestra
um norræna menningu og gerði
útvarpsþætti. Hér er ógetið fjölda
bóka sem hann þýddi úr Norður-
landamálum og hollensku. Hann
lét eftir sig handrit fullbúinna
þýðinga á Grænlendingasögu og
Eiríkssögu, Völsungasögu og Ís-
lendingabók Ara. Einnig er
óprentuð íslensk málfræðilýsing.
Að leiðarlokum er mér ljúft að
minnast samverustunda með
István og Mörtu á heimili þeirra
þegar við öll vorum ung. Vinátta
hófst sem var mér hugbót á erf-
iðum tíma. Síðar áttum við aðrar
og ekki síður ánægjulegar sam-
vistir í heimsóknum hans hingað
til lands, og oft naut ég gistivin-
áttu og rausnar þeirra Jolán úti í
Búdapest. István opnaði mér þá
sýn inn á lendur ungverskra
mennta er ég síst hefði viljað án
vera. Í samskiptum okkar var
hann jafnan veitandi, ég þiggj-
andi. Ísland og íslensk menning
átti István Bernáth einnig þakk-
arskuld að gjalda.
Hjalti Kristgeirsson.
István Bernáth