Morgunblaðið - 14.09.2012, Page 30

Morgunblaðið - 14.09.2012, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 Í dag kveðjum við okkar ást- kæru Eddu, mágkonu mína, með miklum söknuði en þökkum jafn- framt fyrir allar minningar með henni. Það leyndi sér ekki að Eddu var fjölskyldan efst í huga. Þangað lágu verðmætustu þræðirnir. Hún var alltaf til í að aðstoða. Síðustu mánuðina í lífi hennar barðist hún við illvígan sjúkdóm. Hún tókst á við sína erfiðleika með æðruleysi. Edda lét það ekki aftra sér að taka þátt í mannlífinu, alltaf var hún tilbúin að vera með. Geiri bróðir og fjölskylda hennar reyndust henni vel í allri hennar baráttu. Ég kynntist Eddu þegar hún var aðeins sautján ára gömul en þá fór hún að búa með Geira bróð- ur. Ég leit alltaf upp til þessarar ungu stúlku sem var þó ekki nema þremur árum eldri en ég. Hún var mér oft mikil stoð og stytta í lífinu og á ég henni mikið að þakka. Ég var oft hjá Eddu og Geira í Krísu- vík og síðar heimsótti ég þau til Svíþjóðar þar sem þau áttu glæsi- legt heimili og tóku mér alltaf fagnandi. Þrisvar þurfti ég að fara í að- gerð til Kaupmannahafnar og var þá ekki að sökum að spyrja, Edda var mætt til að aðstoða mig. Færi ég henni mínar bestu þakkir fyrir þessar stundir sem voru mér ómetanlegar. Að leiðarlokum viljum við þakka af alhug samfylgdina við Eddu. Þetta ljóð finnst mér lýsa vel okkar vináttu: Edda Larsen Knútsdóttir ✝ Edda LarsenKnútsdóttir fæddist í Reykjavík 4. október 1949. Hún lést í Nos- sebro, heimabæ sínum í Svíþjóð, 4. júní 2012. Útför Eddu fór fram í Svíþjóð 20. júní 2012. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Elsku Geiri, börn, tengdabörn, barna- börn og ættingjar hennar. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Erla Sölvadóttir og fjölskylda. Mig langar til að minnast minn- ar elskulegu mágkonu, góðs vinar og félaga. Alltaf varst þú svo kát og vina- leg. Það var svo yndislegt hversu vel þið tókuð á móti mér á ykkar fallega heimili í Svíþjóð. Við áttum líka yndislegan tíma í Las Vegas áður en áfallið kom. Baráttan þín við krabbameinið var aðdáunarverð, ávallt varst þú með jákvætt hugarfar og bjartsýni að leiðarljósi. Ég og fjölskylda mín viljum þakka þér fyrir góðar samveru- stundir sem við höfum notið sam- an. Þetta ljóð finnst mér lýsa þinni baráttu: Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Blessuð veri minning Eddu. Guð blessi Geira bróður, börn, tengdabörn, barnabörn og alla ættingja hennar. Lilja Sölvadóttir, Joe og fjölskylda. Vegna hins ótímabæra andláts Eddu Larsen verður haldin minn- ingarathöfn vegna hennar í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði þann 14. september. Af því tilefni langar okkur að minnast ástkærrar frænku okkar með nokkrum fá- tæklegum orðum, en það er ákaf- lega erfitt að lýsa kostum þessar- ar yndislegu konu, svo vel sé. Það leið oft ansi langur tími á milli þess sem við frændsystkinin hittumst, en alltaf var sama fjörið og gásk- inn í Eddu, og alltaf jafn stutt í dillandi og smitandi hláturinn hennar og það breyttist víst ótrú- lega lítið eftir að veikindin komu til sögunnar. Það væri hægt að rifja upp margar skemmtilegar minningar þar sem Edda kemur við sögu, en það er svo langt um liðið, að senni- lega er best að hver hafi það fyrir sjálfan sig. Það er mikil sorg sem lögð er á Ásgeir og fjölskylduna hans og við biðjum góðan Guð um styðja þau og styrkja við að komast yfir erf- iðasta tímann. Okkur langar til að senda fjölskyldunni fallegan sálm, sem á svo vel við tilefnið. Kom huggari, mig hugga þú, kom hönd, og bind um sárin, kom dögg, og svala sálu nú, kom sól, og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom ljós, og lýstu mér, kom líf, er æfin þver, kom eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Í Guðs friði. Guðmundur, Unnur, Bergrún, Gerður og fjölskyldur. Það er miklum trega sem ég kveð Eddu Larsen bernskuvin- konu mína sem lést langt um aldur fram nú í byrjun júní. Leiðir okkar Eddu lágu fyrst saman þegar við vorum aðeins tíu ára gamlar, og tókst þá strax með okkur traust vinátta, sem aldrei bar skugga á, og stóð óslitin allt til dánardags hennar. Við áttum samleið í skóla, en eftir gagnfræðapróf skildi leið- ir og við héldum hvor í sína áttina. Edda giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Ásgeiri Sölvasyni, og eignuðust þau þrjú börn, sem eru búsett í Svíþjóð ásamt föður sínum. Þó við eignuðumst hvor um sig fjölskyldu og börn aftraði það okkur ekki frá því að rækta vinátt- una og á kveðjustund hugsa ég með gleði og þakklæti til allra ánægjulegu stundanna, sem við áttum saman. Edda var einstaklega glaðsinna og átti auðvelt með að sjá jafnt það broslega í lífinu sem spaugilegar hliðar mannlífsins. Hún var ein- staklega jákvæð manneskja og hafði þann hæfileika að láta öllum líða vel í návist sinni og laðaðist fólk því að henni. Edda og Ásgeir giftu sig í Krísuvíkurkirkju á sólbjörtum sumardegi þegar náttúran skart- aði sínu fegursta. Og þau voru áræðin ungu hjónin, þegar þau ásamt foreldrum Eddu réðust í það þrekvirki að byggja upp í Krísuvíkinni, sem var í mikilli nið- urníðslu. Þau endurbyggðu gróð- urhúsin, ráku kaffihús og settu á stofn svínabú. Oft og tíðum var þar margt um manninn og kunni Edda því vel, enda félagslynd og gestrisin með eindæmum. En náttúran er óútreiknanleg og mannanna verk mega sín oft lítils, þegar hún lætur á sér kræla. Undir lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda voru jarð- skjálftar tíðir á Krísuvíkursvæð- inu og varð fjölskyldan þá fyrir miklum skakkaföllum. Mannvirki eyðilögðust og sú mikla vinna sem þau höfðu öll lagt á sig fór að miklu leyti í súginn. Þau voru þó ekki á því að gefast upp og sýndu mikið harðfylgi við endurupp- bygginguna. En að lokum varð þetta mikla verkefni þeim ofviða. Árið 1974 flutti fjölskyldan til Sví- þjóðar, þar sem þau bjuggu æ síð- an. Edda og Geiri höfðu þó ávallt sterkar taugar til Íslands og lögðu sig fram um að rækta góð tengsl við fjölskyldu og vini. Við Edda áttum því láni að fagna að geta hist oft bæði hér heima og í Svíþjóð, og í hvert sinn sem fundum okkar bar saman, var eins og við hefðum hist í gær. Við nutum stundarinnar og mikið var hlegið, þegar rifjaðir voru upp löngu liðnir dagar, og þegar við kvöddumst hlökkuðum við strax til næstu endurfunda. Fyrir rúmu ári veiktist Edda alvarlega. Hún lét engan bilbug á sér finna og barðist hetjulega, full bjartsýni þar til yfir lauk. Við leið- arlok vil ég þakka Eddu fyrir vin- áttu hennar og alla gleðina sem hún veitti mér. Hún var að mörgu leyti eins og fiðrildið – skrautlegur karakter sem gæddi lífið lit og feg- urð, en gat aldrei staldrað lengi við. Dillandi hlátur og glaðleg framkoma vakti hvarvetna athygli og aðdáun. Elsku Geiri, Knútur, Sölvi og Guðrún, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á kveðjustundu. Hafið hugfast að Edda gaf ykkur margar gleðistundir, sem ætíð munu lifa með ykkur. Gyða. Guðmundur Han- sen Friðriksson er látinn. Ég kynntist honum fyrst er hann var kennari minn í landsprófsbekk í Gagnfræðaskóla Kópavogs, kringum 1968. Síðan hófust kynni okkar aftur er ég stofnaði Vin- áttufélag Íslands og Kanada 1995, og efndi þá til samstarfs við vinafélög Íslands og Grænlands, sem hann hafði mikið tengst. Jafnframt gerðist hann kunningi okkar í spjallhópnum á Kaffi Par- ís upp úr því. Guðmundar minnist ég helst sem vígreifs áhugamanns um sögu norrænna manna á Græn- landi, sem og um íslenska þjóð- sagnaarfinn, og um Vestur-Ís- lendinga. Honum var einnig hugleikinn arfur Íslendingasagn- anna og fornkvæðanna, og tengsl þeirra við Evrópu; enda mennt- aður í bókmenntafræðum. Ég minnist greinar hans í Lesbók Morgunblaðsins um þessi efni. Hann hafði gaman af ljóðabók- Guðmundur Hansen ✝ GuðmundurHansen fæddist á Sauðárkróki 12. febrúar 1930. Hann lést á líknardeild Landspítalans 30. ágúst 2012. Útför Guð- mundar fór fram frá Fossvogskirkju 7. september 2012. um mínum. Eru því áhöld um hvað ég ætti hér að birta úr þeim í kveðjuskyni; hvort það ætti að vera eitthvað um Grænland eða Vest- ur-Íslendinga, eða þá íslenska þjóð- sögu. Ég man sérstak- lega að honum þótti ég hafa sannað taugar mínar til íslensku þjóð- sagnaarfleifðarinnar með því að minnast á Mjóafjarðar-skessuna, í ljóði mínu um myndbirtingar „Fjallkonunnar miklu“. Er það úr bók minni Evrópuljóðum og sögum (2004), og vil ég því vitna í það ljóð, en umrætt erindi er hið þriðja af þeim sem ég birti hér að neðan: Þú varst sú sem tældir Ólaf liljurós inn í fjallið og særðir hann holundarsári svo hann mátti veslast upp heima hjá mömmu sinni. Einnig ert þú örnin grimma sem klófestir börnin bleiku og fóðrar hreiður skinum beinum. Eða óvætturin sem tældi til sín presta og sleikti síðan hauskúpur þeirra; svo til manneyðu horfði. Tryggvi V. Líndal. ✝ Gíslína fæddist7. nóvember 1925 í Vestmanna- eyjum. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Mörk þann 7. september 2012. Foreldrar henn voru Árni Gislason frá Þorvaldseyri í A-Eyjafjallahreppi f. 17.5. 1894, d. 17.7. 1970 og Krist- ín Jónsdóttir frá Hæringsstöðum í Gaulverjarbæjarsókn í Árnes- sýslu f. 26.2. 1892, d. 28.8.1971. Systkini Gíslínu voru Jóna Svan- hvít f. 3.2. 1928, d. 6.9. 2011, Ásta f. 12.9. 1929, d. 2.10. 1980 og Sig- urjón Stefán f. 12.10. 1930, d. 3.10. 1951 en þau voru öll fædd í Vestmannaeyjum. Eiginmaður Gíslínu var Björn Þórarinn Mark- ússon f. 30.4 .1923, d. 3.8. 1971 og eignuðust þau 4 börn. Gíslína og Björn skildu. Börn þeirra eru: Jó- hanna Kristín f. 4.10. 1946 og á hún 4 börn, 7 barna- börn og eitt barna- barnabarn. Viðar f. 24.8. 1948 og á hann 3 börn og 5 barna- börn. Sigurjón Stef- án f. 26.1. 1953, kvæntur Björk Bjarnadóttur f. 12.7. 1958 og eiga þau tvö börn. Guðmundur Edwin Þór f. 6.5. 1957, d. 8.1.1982. Síðari sambýlismaður Gíslínu var Bragi Jónasson f. 8.9.1924 d. 11.9.1983. Gíslína var fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en bjó lengst af í Reykjavík þar sem hún vann ýmis störf, m.a. í fiskvinnslu hjá BÚR í mörg ár og loks á dval- arheimilinu Hrafnistu þar sem hún vann í yfir 20 ár. Gíslína verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, 14. sept- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku amma mín. Þá er komið að leiðarlokum og kveð ég þig með miklum söknuði en jafnframt ylja ég mér við margar góðar minningar um þig. Það voru ætíð opnar dyr hjá þér þegar ákveðið var með skömmum fyrirvara að kíkja í kaffi til ömmu Gógó, eins og við kölluðum þig alltaf. Sér- staklega eru ofarlega í huga mín- um þær stundir þegar uppáhaldið þitt, hann Óli Björn litli, kom með mér síðustu misserin að heim- sækja þig. Á milli ykkar var sér- stakt samband sem þurfti ekki mörg orð en gaman var að fylgj- ast með ykkur tveimur þar sem þið horfðuð hvort á annað með að- dáun. Og þó hann sé ungur að ár- um vissi hann alveg hvar amma Gógó átti heima og bendir iðulega á Mörkina þegar við eigum leið þar framhjá og segir: „Amma Gógó heima þarna.“ Þá þótti þér nú ekki leiðinlegt þegar þeir frændur, Óli Björn og Gestur Helgi, komu saman að heimsækja þig; þá var nú mikið fjör. Amma mín, það var nú ekki annað hægt en að dást að þér fyrir að standa allt af þér sem á þér dundi í gegnum árin, þú tókst öll- um áföllum með jafnaðargeði og virtist alltaf standa jafnsterk, sama hvað á gekk. Ég man að þú sagðir þegar þú vannst á Hrafn- istu að þú myndir alls ekki vilja fara á elliheimili þegar þú yrðir gömul og þér tókst eiginlega að standa við það. En stundum ráð- um vð ekki alveg öllu í þessu lífi og síðustu árin dvaldir þú að Mörk, hjúkrunarheimili og er ekki ann- að hægt en að senda starfsmönn- um þar góðar kveðjur fyrir alúð- lega og góða umönnun við heimilismenn jafnt sem aðstand- endur. Elsku amma mín, með þessum fátæklegu orðum sendi ég þér mína hinstu kveðju og þakka þér kærlega fyrir alla viskuna þína og allar fallegu minningarnar sem ég mun geyma með mér. Kæru ættingjar, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Gestur Snorrason. Gíslína Guðlaug Árnadóttir ✝ Móðir okkar, RÓSA SVEINBJARNARDÓTTIR, Dalalandi 8, Reykjavík, lést miðvikudaginn 12. september. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 18. september kl. 15.00. Jónína Helgadóttir, Víkingur Sveinsson, Einar Helgason, Inga Guðmundsdóttir, Kolviður Helgason, Margrét Hreinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF MAGNÚSDÓTTIR, Hvassaleiti 56, lést sunnudaginn 9. september. Útförin fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 18. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Magnús R. Jónasson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurrós Jónasdóttir, Ólafur G. Flóvenz, Elín Jónasdóttir, Eggert Jónasson, ömmubörn og langömmubörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Lækjasmára 4, Kópavogi, lést á Landspítalanum laugardaginn 8. september. Hún verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 17. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Sigríður Rafnsdóttir, Guðmundur Þór Björnsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Sigurður Haukur Gíslason, María Valborg Guðmundsdóttir, Viðar S. Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, FREYJA ANTONSDÓTTIR ljósmóðir, andaðist þriðjudaginn 11. september á hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 18. september kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Grundar. Hafsteinn Sigurjónsson, Ólöf G. Hafsteinsdóttir, Sólveig S. Hafsteinsdóttir, Rannver H. Hannesson, Jórunn I. Hafsteinsdóttir, Ólafur G. Magnússon, Marteinn Már Hafsteinsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.