Morgunblaðið - 14.09.2012, Qupperneq 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjart-
ansson hlaut Sjónlistaorðu Íslensku
sjónlistaverðlaunanna í gærkvöld
en þau voru síðast veitt árið 2008.
Verðlaunin voru afhent við hátíð-
lega athöfn, Sjónlist 2012, í menn-
ingarhúsinu Hofi á Akureyri. Auk
Ragnars voru tilnefnd til orðunnar
þau Ásmundur Ásmundsson fyrir
sýninguna Hola í Listasafni Reykja-
víkur – Hafnarhúsi árið 2009 og
Katrín Sigurðardóttir fyrir sýn-
inguna Katrin Sigurdardottir at the
Met sem haldin var á Metropolitan-
safninu í New York, 2010-2011.
Orðuna hlaut Ragnar fyrir sýning-
arnar The End, framlag Íslands á
Feneyjatvíæringnum árið 2009;
Bliss á Performa-hátíðinni í New
York, 2011 og Song í Carnegie-
safninu í Pittsburgh árið 2011.
Hildur Hákonardóttir er heiðurs-
listamaður verðlaunanna í ár og
Spíruna 2012 hlýtur Jeanette Cas-
tioni frá Ítalíu, heiðursverðlaun
ætluð listamanni af yngri kynslóð
íslenskra listamanna.
Íslensku sjónlistaverðlaunin voru
fyrst veitt árið 2006, að frumkvæði
Hannesar Sigurðssonar, forstöðu-
manns Listasafnsins á Akureyri.
Þau voru veitt næstu tvö ár, 2007
og 2008, en voru eftir það lögð nið-
ur vegna fjárskorts.
Sjónlistamiðstöðin á Akureyri end-
urreisti svo verðlaunin í ár.
Dómnefnd verðlaunanna í ár
skipuðu Kristín Dagmar Jóhann-
esdóttir, formaður hennar og list-
fræðingur, fyrir hönd Listfræða-
félags Íslands; Hildur Bjarndóttir
myndlistarmaður fyrir hönd Lista-
háskóla Íslands og Hlynur Hallsson
myndlistarmaður fyrir hönd Sam-
bands íslenskra myndlistarmanna.
Sýning á verkum Ragnars, Ás-
mundar, Katrínar, Hildar og Cas-
tioni verður opnuð í Listasafninu á
Akureyri á morgun, laugardaginn
15. september, kl. 15.
Morgunblaðið/Ernir
Orðuhafinn Ragnar Kjartansson
hlaut Sjónlistaorðuna 2012.
Ragnar hlaut
Sjónlistaorðuna
Sjónlistaverðlaunin afhent í gær
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Húðflúrað fólk verður áberandi í
Súlnasal Hótels Sögu um helgina því
þá fer fram húðflúrsráðstefna, Ice-
landic Tattoo Expo. Ráðstefnan
hefst í dag kl. 15 og stendur út
sunnudag. Ráðstefna þessi er sú
stærsta sinnar tegundar sem haldin
hefur verið hér á landi, 45 listamenn
sækja hana, 35 erlendir og tíu ís-
lenskir og hafa flestir þeirra hlotið
verðlaun fyrir verk sín.
Af forvitnilegum viðburðum ráð-
stefnunnar má nefna að einn flúr-
aðasti maður heims, Lizardman eða
Eðlumaðurinn, mun bjóða upp á sk.
„freak show“, viðundurssýningu á
sjálfum sér. Eðlumaðurinn er þak-
inn flúri í líki hreisturs og með
klofna tungu, svo eitthvað sé nefnt.
Ólíkar ástæður
Einn hinna íslensku flúrlista-
manna er Fjölnir Bragason en hann
hefur stundað húðflúrslistina um
árabil og sér jafnframt um kynning-
armál ráðstefnunnar. Fjölnir segir
þetta tiltekna listform afar fjöl-
breytt og margskipt eins og gestir
muni sjá á ráðstefnunni.
„Hvert vel gert flúr sem fer héðan
út er svo áhrifamikið, fólk heillast af
þessu og vill koma og fá sér líka,“
segir Fjölnir um listformið. „Ástæð-
urnar fyrir því að menn fá sér flúr
geta verið svo margar; menn geta
verið að ljúka sorgarferli, fagna
áfanga, skreyta sig, vera flottir, allt
mögulegt,“ segir Fjölnir. Húðflúr sé
ákveðinn kúltúr.
Víkingaflúrarar og handstunga
Hægt verður að panta sér flúr hjá
listamönnunum á ráðstefnunni. En
hvernig skyldi húðflúrsráðstefna
fara fram?
„Við erum með tattóverara og
hver sérhæfir sig í sínu. Við erum
t.d. með tvo víkingaflúrara sem
klæða sig eins og víkingar og lifa í
þessum víkingaheimi, ferðast milli
víkingasýninga og handstinga bara
með nálum,“ nefnir Fjölnir. Fleiri
listamenn beiti handstungu á ráð-
stefnunni, hinni upphaflegu aðferð
húðflúrslistarinnar. „Svo kemur
einn taílenskur sem stingur upp á
taílenska vísu og þá eru engar vélar,
þetta er bara eins og hefur verið
gert um aldaraðir.“
Af öðru forvitnilegu sem fyrir
augu mun bera um helgina má nefna
leiksýningu um húðflúrsmenningu
Japana og húðflúrskeppnir sem öll-
um er frjálst að taka þátt í sem bera
á húð sinni flúr.
Eðlumaður og fagurlega
skreyttir skrokkar
Húðflúrsráðstefna
verður haldin um
helgina á Hótel Sögu
Flúraðir Fjölnir með Lizardman í Gautaborg árið 2008. Eðlumaðurinn mun
sýna sig á ráðstefnunni í Súlnasal en hann er heldur óvenjulegur útlits.
Frekari upplýsingar má finna á
icelandictattooexpo.com og á fa-
cebook.com/IcelandicTattooExpo.
Liðsmenn hljómsveitarinnar Of
Monsters and Men, þau Nanna,
Raggi, Arnar, Brynjar, Árni og
Kristján verða viðmælendur Ragn-
hildar Steinunnar Jónsdóttur í
fyrsta þætti þáttaraðarinnar Ís-
þjóðin sem sýndur verður sunnu-
dagskvöldið 16. september.
Ragnhildur Steinunn hitti hljóm-
sveitina þegar hún var á tónleika-
ferðalagi um Bretland og munu
áhorfendur verða margs fróðari
eftir þáttinn um liðsmenn hennar.
Af öðrum þáttum Ísþjóðarinnar
má nefna að snjóbrettakappinn
Halldór Helgason verður sóttur
heim, Kári Steinn Karlsson mara-
þonhlaupari og Hera Hilmarsdóttir
leikkona sem hefur m.a. leikið með
sjarmatröllinu Jude Law.
Of Monsters and
Men í Ísþjóðinni
Ísþjóð Ragnhildur Steinunn.
RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 2D Sýnd kl. 8 - 10
THE BOURNE LEGACY Sýnd kl. 7 - 10
THE EXPENDABLES 2 Sýnd kl. 5:50- 10:20
ÁVAXTAKARFAN Sýnd kl. 4
INTOUCHABLES Sýnd kl. 4 - 5:50 - 8
PARANORMAN 3D Sýnd kl. 4
LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarÍSL TEXTI
60.000 MANNS!
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
7
12
L
16
16
16
HÖRKU SPENNUMYNDTRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
HEILNÆMT FJÖR
FYRIR ÞAU YNGSTU
-H.V.A., FBL
RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 2D KL. 5.50 -8 - 10.10 16
RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 3D KL. 10.20 16
THE BOURNE LEGACY KL. 8 - 10.45 16
THE BOURNE LEGACY LÚXUS KL. 10.20 16
ÁVAXTAKARFAN KL. 4 - 6 L
THE EXPENDABLES 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
THE EXPENDABLES 2 LÚXUS KL. 5.40 - 8 16
THE WATCH KL. 5.40 - 8 12
PARANORMAN 2D KL. 3.30 7
ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L
RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 3D KL. 8 - 10.10 16
SVANAVATNIÐ 3D KL. 7 L
THE BOURNE LEGACY KL. 10.30 16
ÁVAXTAKARFAN KL. 6 L
THE EXPENDABLES 2 KL. 10.30 16
TO ROME WITH LOVE KL. 5.30 - 8 L
INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
RESIDENT EVIL: RETRIBUTION KL. 6 - 8 - 10 16
THE BOURNE LEGACY KL. 10 16
THE EXPENDABLES 2 KL. 8 12
ÁVAXTAKARFAN KL. 6 L