Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 258. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Dó standandi á höndum
2. Heppinn að vera á lífi
3. Aldrei vitað annað eins
4. Rætur harmleiksins í Bretlandi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Breiðskífa hljómsveitarinnar Of
Monsters and Men, My Head Is An
Animal, hefur setið í 18 vikur í 1. sæti
Tónlistans íslenska, þ.e. lista yfir
mest seldu plötur landsins og er það
lengsta seta hljómplötu í því sæti frá
því farið var að birta listann.
OMAM slær met
á Tónlistanum
Dansararnir og
danshöfundarnir
Melkorka Sigríður
Magnúsdóttir og
Sigríður Soffía
Níelsdóttir sýna
um helgina verkið
Glymskrattann í
Kutomo-leik-
húsinu í Turku í
Finnlandi. Kutomo er vettvangur fyrir
unga danshöfunda til að koma sér á
framfæri. Verkið var frumsýnt í maí
síðastliðnum á Listahátíð í Reykjavík.
Glymskrattinn
í leikhúsinu Kutomo
Söngtónleikar til heiðurs tónskáld-
inu Jóni Þórarinssyni, sem lést 12.
febrúar sl., verða haldnir í Salnum í
Kópavogi á sunnudaginn,
16. september, kl. 16.
Söngvararnir Auður
Gunnarsdóttir, Berg-
þór Pálsson, og Gunn-
ar Guðbjörnsson
munu flytja lög Jóns
ásamt píanóleik-
aranum Jónasi
Ingimund-
arsyni.
Tónleikur til heiðurs
Jóni Þórarinssyni
Á laugardag Norðlæg átt, 5-10 m/s, en V-lægari S-lands fram eftir
degi. Rigning með köflum víða um land. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast SA-
til, en svalast N-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og rign-
ing eða súld í flestum landshlutum. Hvessir lítillega á V-verðu land-
inu seinnipartinn. Hiti yfirleitt á bilinu 2 til 10 stig, mildast syðst.
VEÐUR
Matthías Vilhjálmsson og
Guðmundur Kristjánsson,
leikmenn norska 1. deildar
liðsins Start, vilja vera
áfram hjá liðinu sem stefnir
hraðbyri upp í úrvalsdeild-
ina. Leikmennirnir eru í láni
frá FH og Breiðabliki en
Start hefur forkaupsrétt á
þeim og hefur þjálfari liðs-
ins hrósað þeim báðum í há-
stert. Start vill semja við þá
báða en Matthías er marka-
hæstur í deildinni. »2
Vilja vera áfram
hjá Start í Noregi
Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði í
knattspyrnu, segir að landsliðið muni
leggja allt í sölurnar á morgun til að
sigra Norður-Írland á Laugardalsvell-
inum. Með sigri yrði ís-
lenska liðið í góðri stöðu
fyrir hreinan úrslitaleik í
Noregi í næstu viku.
„Það er auðvitað
draum-
urinn að
komast í
loka-
keppnina og gera
betur en síðast. En
við getum ekki
hugsað um það
strax,“ segir
Katrín. »3
Leggja allt í sölurnar
gegn Norður-Írum
Handknattleiksvertíðin hefst fyrir al-
vöru í kvöld þegar Haukar taka á móti
Mojkovac frá Svartfjallalandi í EHF-
bikar karla á Ásvöllum klukkan 18.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka,
segir að þeir renni frekar blint í sjó-
inn gegn mótherjum sínum og erfitt
sé að meta styrk þeirra, en báðir leik-
ir liðanna fara fram hér á landi. »4
Haukar mæta Svartfell-
ingum á Ásvöllum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Það er yfirleitt mikil gleði á þess-
um árstíma í sveitinni en það er
annað núna,“ segir Guðmundur
Jónsson, fjárbóndi í Fagraneskoti í
Suður-Þingeyjarsýslu. Hjá bændum
á Norðausturlandi fer lítið fyrir
þeirri gleðilegu uppskerustemningu
sem er yfirleitt til sveita á haustin.
Guðmundur segir að í venjulegu ár-
ferði hefðu fjallmenn lagt af stað í
leitir í gær og svo átti að rétta í
Hraunsrétt á sunnudaginn. Leit-
irnar eru öðruvísi þetta árið, snúast
um að grafa féð úr fönn í kapp við
tímann og aðeins er hægt að kom-
ast um á vélsleðum og stórum jepp-
um. Réttardagsetning helst þó að
sögn Guðmundar því draga þarf
það fé í sundur sem hefur fundist.
„Eins og staðan er núna er stefnt
að því að rétta á sunnudaginn. Féð
verður mun færra og stemningin
önnur en það verður að draga það í
sundur sem hefur fundist í snjón-
um.“
Snjórinn erfiður yfirferðar
Guðmundur er með um 450 vetr-
arfóðraðar kindur. Allt hans fé, full-
orðið ásamt lömbum, var úti á
Þeistareykjum og Reykjaheiði þeg-
ar fárviðrið gekk yfir á mánudag-
inn. Hann hefur staðið í ströngu
alla vikuna við að leita að bústofni
sínum. Leitin hefur gengið ágæt-
lega að hans sögn en verið mjög
seinleg, enda snjórinn gríðarlegur.
Þegar haft var samband við Guð-
mund um miðjan dag í gær var
rigning á svæðinu og
snjórinn farinn að setj-
ast svo það var miklu
erfiðara að ganga í hon-
um en dagana áður.
Guðmundur hafði farið
af stað klukkan átta um
morguninn að leita að fé og
ætlaði að vera fram að mið-
nætti eins og önnur kvöld.
„Við reynum bara að bjarga því
sem við sjáum. Það sem við finnum
er lifandi en það eru svo miklar
fannir að það gætu verið margar
kindur undir.“
Heimturnar eftir að
koma í ljós
Guðmundur getur ekki sagt um
það á þessu stigi hvað margt af
hans fé hefur fundist eða farist.
„Það kemur eiginlega ekki í ljós
fyrr en eftir helgi. Það er leiðinda-
veðurspá eftir helgi og við ætlum að
berjast við að ná þessu saman eins
og við getum fram á sunnudag og
þá kemur í ljós hverjar heimturnar
eru. Gróflega áætlað tel ég að ég fái
ekki nema ¾ af mínu fé,“ segir Guð-
mundur.
Berst við að bjarga bústofninum
Guðmundur
bóndi var með allt
sitt fé á afrétti
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fannfergi Guðmundur Jónsson frá Fagraneskoti gaf því fé sem smalað var í girðingu við Þeistareyki heyrúllu á
miðvikudaginn. Allt hans fé, 450 ær ásamt lömbum, var á afrétti þegar óveðrið gekk yfir á mánudaginn.
Ljóst er að tilfinningalegt og fjár-
hagslegt tjón bænda á svæðinu er
mikið. Guðmundur segir menn þó
ekkert vera að barma sér, enginn
hafi tíma til að hugsa út í
það. „Ætli það komi ekki
seinna. Menn eru að
keppast við tímann og
reyna að ná sem flestu
fé fyrir helgina.“
Bændur á þessu
svæði hafa fengið slæm
kuldaköst undanfarin vor og nú
kemur ótímabært haustillviðri.
„Það hefur verið erfið tíð og mjög
erfitt í búskapnum. Svo er umræð-
an í þjóðfélaginu okkur ekki hlið-
holl oft og tíðum. Það er margt
erfitt við þetta en ég finn ekki að
það sé uppgjafartónn í bændum.“
Guðmundur var nýbúinn að fara
um afréttinn og segir hann hafa
verið gríðarlega fallegan og lömbin
væn. „Þetta leit allt vel út.“
Enginn tími til að barma sér
AFRÉTTURINN VAR FALLEGUR OG LÖMBIN VÆN