Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 3
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3
Ungmennafélag Íslands er öflug hreyfing sem
horfir til framtíðar. Þannig hefur hreyfingin
starfað í þau 106 ár sem hún hefur verið við
lýði. Starfsemin hefur jafnan tekið mið af þeim
vettvangi þar sem hennar hefur verið þörf
hverju sinni. Til að ná fram markmiðum sín-
um, sem finna má í lögum UMFÍ, hefur hreyf-
ingin aðlagað sig tíðarandanum og lagt sig
fram um að finna leiðir að þessum markmið-
um. Allt er þetta gert með það að leiðarljósi
að koma til móts við væntingar fólks til hreyf-
ingarinnar og til að koma til móts við það
traust sem henni er sýnt við að vera leiðandi
í æskulýðs- og íþróttastarfi í landinu.
Ef við horfum til þess tíma þegar UMFÍ var
stofnað og tilgangsins með stofnun þess sem
var
1. Að reyna af alefli að vekja löngun hjá
ungdómnum til þess að starfa fyrir sjálfan
sig, land sitt og þjóð.
2. Að temja sér að beita starfskröftum sín-
um í félagi og utan félags.
3. Að reyna af fremsta megni að styðja,
viðhalda og efla allt það sem er þjóðlegt
og rammíslenskt, er horfir til gagns og
sóma fyrir hina íslensku þjóð.
getum við sagt að markmið og gildi hreyfing-
arinnar séu í raun tímalaus því að þau geta
átt við á okkar tímum á sama hátt og þau
áttu við 1907.
Ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir
mörgum verkefnum sem bjóðast ungu fólki
til sjálfseflingar, bæði félagslega og íþrótta-
lega. Einstaklingar eru hvattir til þess að
leggja sitt af mörkum til félagsstarfsins bæði
innan og utan félags og þeim er skapaður
vettvangur til þess.
Hjá ungmennafélagshreyfingunni hefur
áherslan á frumkvæði, samskipti og samstarf
við aðra skipað ríkan sess alla tíð. Um það ber
sagan okkar, sem lesa má um í Vormenn
Íslands, glöggt vitni.
Ég ætla sérstaklega að gera hér að umtals-
efni samstarf UMFÍ við Æskulýðsvettvanginn,
skammstafað ÆV. Hann var formlega stofn-
aður árið 2012 af Ungmennafélagi Íslands,
Bandalagi íslenskra skáta, KFUM og KFUK og
Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Fram að þeim
tíma hafði verið heilmikið samstarf á milli sam-
takanna sem leiddi til þess að ÆV var stofnað
með formlegum hætti.
Markmiðið með stofnun ÆV var fyrst og
fremst að stuðla að samræðu og samstarfi
aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar,
fræðslumála, útbreiðslu og kynningar og
öðrum sviðum sem henta þykir.
Tilgangi sínum hyggst ÆV ná með því að
standa fyrir námskeiðum, ráðstefnum og öðr-
um sameiginlegum verkefnum sem lúta að
hagsmunum barna og ungmenna.
Öll eiga þessi samtök sem mynda ÆV það
sameiginlegt að vera æskulýðshreyfingar og
starfa samkvæmt æskulýðslögum ríkisins.
Samstarfið innan Æskulýðsvettvangsins
hefur verið öflugt og gott frá fyrsta degi. Með-
al þess sem vettvangurinn vinnur að eru
eftirtalin verkefni:
Námskeið sem eru byggð á efni bókarinn-
ar Verndum þau og fjalla um hvernig bregð-
ast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu
gegn börnum og unglingum. Námskeiðin
eru ætluð öllum þeim sem starfa með börn-
um og unglingum hjá sveitarfélögum, íþrótta-
félögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim
sem áhuga hafa. Æskulýðsvettvangurinn
gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálf-
boðaliðar innan Æskulýðsvettvangsins sæki
námskeiðið.
Flest börn búa við öruggt og friðsælt um-
hverfi, heima, í skóla og í leik- og frístunda-
Að vera leiðandi
starfi. Því miður á þetta ekki við um öll börn.
Á Íslandi eru börn sem eiga undir högg að
sækja, búa við vanrækslu eða eru beitt ofbeldi
- líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu. Það
er mikilvægt að þeir sem starfa með börnum
og unglingum séu meðvitaðir um skyldur sín-
ar og ábyrgð og geti lesið í vísbendingar um
að vanræksla eða ofbeldi gegn börnum eigi
sér stað.
Það eru höfundar bókarinnar Verndum þau,
þær Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveins-
dóttir, sem kenna á námskeiðunum. Ólöf Ásta
er uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg
er með MS í sálfræði. Báðar starfa þær í Barna-
húsi og hafa mikla reynslu af barnaverndar-
málum. Á námskeiðunum er farið yfir:
- tilkynningarskyldu starfsmanna sem
vinna með börnum og unglingum.
- líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi
og vanrækslu hvers konar.
- úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir
börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.
Æskulýðsvettvangurinn hefur boðið reglu-
lega upp á námskeið í notkun á Kompás.
Kompás er handbók í mannréttindafræðslu,
ætluð þeim sem starfa í skólum eða með
börnum og unglingum á vettvangi félags-,
æskulýðs- og tómstundastarfs. Bókin nýtist
bæði fagfólki, forystufólki í félagsstarfi og
sjálfboðaliðum.
Í bókinni er að finna hugmyndir og verk-
efni sem byggð eru upp á leikjum og leikja-
fræði. Bókin tryggir þannig að efnið sé
áhugavert, skemmtilegt og veki þátttak-
endur til umhugsunar um mannréttindi og
mismunandi aðstæður fólks. Kompás hefur
nú verið þýdd á íslensku en hún kom fyrst út
hjá Evrópuráðinu árið 2002.
Framhald á bls. 18.
Helga Guðrún
Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:
UMFÍ fékk viðurkenningu fyrir grasrótarviðburð ársins
Ungmennafélag Íslands hefur fengið sér-
stök verðlaun KSÍ og UEFA fyrir grasrótar-
viðburð ársins. Viðurkenningin er fyrir knatt-
spyrnumót á Unglingalandsmóti UMFÍ.
Þetta knattspyrnumót fellur vel að hug-
myndum um grasrótarknattspyrnu. Þar
geta allir þeir, sem áhuga hafa og aldur, tek-
ið þátt í knattspyrnumóti, hvort sem þeir
tilheyra einhverju félagi eða ekki, segir í
umsögninni með viðurkenningunni.
Það var Helga Guðrún Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ, sem veitti viðurkenning-
unni viðtöku á ársþingi KSÍ sem fram fór
í Reykjavík 9. febrúar sl. Helga Guðrún
ávarpaði einnig þingið.
„Ég er afar stolt af þessari viðurkenn-
ingu sem er enn ein staðfestingin á því
góða starfi sem unnið er innan Unglinga-
landsmótanna. Það er gaman fyrir hreyf-
inguna að fá þessa viðurkenningu frá
stærsta sérsambandinu innan Íþrótta- og
Ólympíusambandsins. Þetta undirstrikar
það að Unglingalandsmótin eru á réttri
leið og vinna um leið mikið og gott starf í
forvörnum,“ sagði Helga Guðrún Guðjóns-
dóttir, formaður Ungmennafélags Íslands.
Geir Þorsteinsson, formaður
KSÍ, Helga Guðrún Guðjóns-
dóttir, formaður UMFÍ, og
Ómar Bragi Stefánsson,
framkvæmdastjóri
Unglingalandsmóta UMFÍ,
við afhendingu viðurkenn-
ingar á ársþingi KSÍ.