Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 89. ársþing UMSK var haldið í Félags- heimili Seltjarnarness 28. febrúar sl. Fulltrúar frá 21 aðildarfélagi mættu á þingið en félögin innan UMSK eru 43. Innganga fjögurra nýrra félaga var staðfest á þinginu en það eru Knatt- spyrnufélagið Stígandi, Knattspyrnu- félagið Vatnaliljur, Bogfimifélagið Bog- inn og Hestamannafélagið Sprettur. Valdimar Leó Friðriksson, Aftureld- ingu, var endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Ester Jónsdóttir, Breiða- bliki, Albert Valdimarsson, HK, Margrét Björnsdóttir, Ými, Magnús Gíslason, HK, Alda Helgadóttir, Stjörnunni, Guð- mundur Sigurbergsson, Breiðabliki, og Helga Jóhannesdóttir, Aftureldingu. Jón Pálsson, gjaldkeri UMFÍ, ávarp- aði þingið. Formaður UMSK, Valdimar Leó Friðriksson, færði Svani M. Gests- syni blómvönd en Svanur hætti í stjórn UMSK eftir 25 ára starf. Svanur hefur setið í stjórn UMSK frá 1987 og var þar af formaður í sjö ár. Líflegar umræður „Aðalumræðuefni þingsins var lottó- reglugerðin sem tók gildi fyrir 20 árum. Menn voru að rökræða breytingar á henni þar sem meira tillit væri tekið til iðkenda en félagsmanna. Mjög líflegar umræður urðu um reglugerðina, það var tekist heiðarlega á en því lauk síðan með ákveðinni niðurstöðu. Ákveðið var að gera breytingar á skiptingu lottótekna. Þingið gekk vel og reksturinn er og hefur verið í jafnvægi í áratugi. Nokkrar breytingar urðu á stjórn en þrír nýir einstakl- ingar komu inn í hana og það stefnir síðan aftur í breytingar á næsta ári. Annars er bara bjart fram undan. Á þinginu voru fjögur ný félög tekin inn. Valdimar Leó Friðriksson endurkjörinn formaður á ársþingi UMSK: Ákveðið að breyta skiptingu lottótekna Þannig að sambandið stækkar ár frá ári, félögum fjölgar sem og félags- mönnum og iðkendum,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK. Veittar voru eftirfarandi viðurkenningar á þinginu: Félagsmálaskjöldur: Magnús Örn Helgason, Gróttu Sundbikar: Guðný Erna Bjarnadóttir, Breiðabliki Afreksmaður: Auðunn Jónsson, Breiðabliki UMFÍ-bikar: Meistaraflokkur kvenna, Gerplu Fimleikabikar: Meistaraflokkur kvenna, Gerplu Dansbikar: Andri Fannar Pétursson og Aníta Lóa Hauksdóttir, HK Frjálsíþróttabikar: Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki Skíðabikar: Erla Ásgeirsdóttir, Breiðabliki Silfurmerki UMSK: Bjarki Már Sverrisson, Aftureldingu Hallur Birgisson, Aftureldingu Kristinn Jóhannesson, Breiðabliki Kristín Finnbogadóttir, Gróttu Sverrir Hauksson, Breiðabliki Valdimar Valdimarsson, Breiðabliki Þorsteinn Ragnarsson, Gusti Starfsmerki UMSK: Aðalsteinn Jens Loftsson, Ými Almar Guðmundsson, Stjörnunni Benedikt Guðmundsson, Breiða- bliki Einar Ingvarsson, Breiðabliki Guðni Friðgeirsson, Motomos Hafdís Ebba Guðjónsdóttir, HK Hannes Sveinbjörnsson, Ými Heiðar Bergmann Heiðarsson, Breiðabliki Helga Jóhannesdóttir, Aftureldingu Hilmar Rafn Kristinsson, HK Hörður Már Magnússon, HK Jóhann Steinar Ingimundarson, Stjörnunni Jón Magnússon, Breiðabliki Jón Pálsson, Aftureldingu Kristinn Guðmundsson, HK Kristín Reynisdóttir, Aftureldingu Magnús Skúlason, Breiðabliki Magnús Orri Sæmundsson, HK Ólafur Óskarsson, Aftureldingu Pétur Ómar Ágústsson, Breiðabliki Sigríður Bjarnadóttir, Glóð Sigurður S. Þórðarson, Stjörnunni Steini Þorvalds, Breiðabliki Þorsteinn Þorbergsson, Stjörnunni Örn Jónsson, Breiðabliki Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, færði Svani M. Gestssyni blómvönd en Svanur hætti í stjórn UMSK eftir 25 ára starf. Orri Hlöðversson, for- maður Breiðabliks, tók við viðurkenningu fyrir hönd Erlu Ásgeirs- dóttur skíðakonu. Auðunn Jónsson, afreks- maður UMSK 2012. Fjölmennt boccia-mót haldið í Mosfellsbæ: Mikil vakning í íþróttinni víða um land UMSK-mótið í boccia fór fram í Íþróttahús- inu að Varmá í Mosfellsbæ 23. febrúar sl. Alls tóku 42 lið frá tíu félögum þátt í mót- inu. Úrslit urðu þau að Kópavogsbúarnir Margrét Hjálmarsdóttir og Freyr Bjartmarz höfðu sigur. Í öðru sæti urðu Jón H. Einars- son og Valur Snæbjörnsson í Borgarnesi og þriðju urðu Böðvar Jóhannesson og Þorvaldur Valgarðsson frá Akranesi. Þetta var í fyrsta sinn sem keppt er með þessu fyrirkomulagi, en héraðssamband- ið réði félagana Flemming Jessen og Ingi- mund Ingimundarson til að undirbúa mót- ið og sjá um framkvæmd þess. Mótið þótti takast svo vel að forráðamenn UMSK hafa ákveðið að halda slíkt mót aftur að ári. „Við vorum mjög ánægð með hvað mót- ið gekk í alla staði vel og þátttakan var einstaklega góð. Það virðist vera töluverð vakning á meðal eldra fólks fyrir boccia víðs vegar um land. Fyrir næsta mót að ári er ljóst að við verðum að fjölga völlum og það verður enginn vandi í Mosfellsbæ,“ sagði Flemming Jessen. Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, setti mótið og afhenti verðlaun í mótslok. Hér er hann ásamt sigurvegurunum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.