Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 42
42 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Hvolsvöllur Bu.is ehf., Stórólfsvelli Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Jón Guðmundsson, Berjanesi V-Landeyjum Krappi ehf., Ormsvöllum 5 Höfn í Hornafirði Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Útgerðarfélagið Kjölur ehf., Urðarvegi 37 Ævíntýradalurinn ehf., Heydal Kirkjubæjarklaustur Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf., Efri-Vík Kirkjubæjarstofa, Klausturvegi 2 Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum Kópavogur Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum í Reykjadal Þingeyjarsveit, Kjarna Mývatn Jarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10 Patreksfjörður Oddi hf., Eyrargötu 1 Reyðarfjörður Launafl ehf., Hrauni 3 Stjórnendafélag Austurlands, Austurvegi 20 Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Hafnargötu 91 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Krossmóa 4 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsvegi 14 Reykjavík Arkþing ehf., Bolholti 8 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Ernst & Young ehf., Borgartún 30 Gáski ehf., Bolholti 8 Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins Kæru ungmennafélagar. Ég heilsa öllum á góunni með góðum kveðjum frá ritnefnd. Nú heilsar okkur sannkallað landsmótaár, Landsmót 50+, Unglingalandsmót og flagg- skipið okkar stóra, Landsmótið sem hefur fylgt hreyfingunni lengi, okkar „Ólympíu- leikar“ hér norður við heimskautsbaug. Skinfaxi, blaðið okkar, mun fylgjast vel með, flytja fréttir og færa okkur ung- mennafélagsandann í hús og á netinu því að Skinfaxi er síungur öldungur og fylgist með. Gleymum ekki þeim sem eiga ekki heimangengt vegna fötlunar, slysa eða ann- arra ástæðna. Sannir ungmennafélagar vilja einnig hafa blaðið sitt í höndunum og tilfinningin er líkt og hjá bóndanum þegar hann fær nýja hrútaskrá, ólýsanleg. Verum dugleg að greiða árgjaldið og söfnum nýj- um áskrifendum. Skinfaxi á erindi við alla, alls staðar. Góupistill Stefán Skafti Steinólfsson. Stefán Skafti Steinólfsson, formaður ritnefndar Skinfaxa: Á Facebook (sveitasímanum) færa okkar góðu starfsmenn, Jón Kristján, Sabína og Siggi, fréttir úr starfinu og hreyfingunni, ekki síst skemmtileg skot úr vinnunni og frá menningarviðburðum í starfi. Verum dugleg að gauka að ritstjóra vorum efni og myndum hvaðanæva að. Og endilega deilið Facebook-síðunni sem víðast og breiðið út fagnaðarerindið. Í þessu tölublaði er gleðilegt að geta sagt frá því að búið er að endurvekja vísna- þátt Skinfaxa. Gaman er að geta þess að Pálmi heitinn Gíslason, fyrrverandi formað- ur UMFÍ, var umsjónarmaður vísnaþáttar á sínum tíma. Hann skrifaði undir dulnefn- inu Ásgrímur Gíslason. Að þessu sinni er það ungur Strandamaður sem góðfúslega hefur tekið þetta hlutverk að sér. Hann heit- ir Höskuldur Búi Jónsson og bjóðum við hann velkominn á síðurnar og hvetjum alla til að senda honum botna og vísur. Lifi rímið og Skinfaxi. Íslandi allt, Stefán Skafti Steinólfsson Breiðdalur Göngum um Ísland Fjölskyldan á fjallið

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.