Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 21
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 21
tekið saman hver staðan væri núna á sviði
heilsu, þátttöku og sjálfboðaliðastarfs og á
eftir komu almennar tillögur/ráðleggingar
um hvað væri hægt að gera betur í þeim efn-
um. Að lokum var valin besta tillagan að
verkefni sem snerti sérstaklega hvert og eitt
þema.
Evrópa er stór og löndin ansi fjölbreytt og
staðan því mjög mismunandi í þessum mál-
um og því gefur að skilja að ýmislegt átti alls
ekki við um Ísland.
Erfitt að sporna gegn
brottfalli úr íþróttum
Að sumu leyti stöndum við mjög vel en að
öðru leyti miður. Það virðist hins vegar vera
sameiginlegt vandamál allra landanna hve
mikið brottfall verður úr íþróttum um mennta-
skólaaldurinn og hvað erfitt er að sporna
gegn því. Enn erfiðara er þó að fá þá til að
hreyfa sig sem aldrei hafa gert það. Það þarf
að koma því inn sem lífsstíl en ekki sem kvöð
að fara í ræktina eða út að hlaupa.
Margir telja sig ekki hafa tíma til að stunda
líkamsrækt og átta sig ekki á að það er hægt
að gera ýmislegt með breyttum lífsvenjum
og taka stutt skref í áttina að bættri heilsu.
Það eru þó mörg frábær verkefni í gangi hér
á Íslandi sem hvetja fólk til að hreyfa sig und-
ir formerkjum fjölskyldusamveru, útivistar
og fleiru. Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ
og ÍSÍ, svo sem Hættu að hanga! og Lífshlaup-
ið, eru góð dæmi um að fólk á heimilum og
vinnustöðum sé hvatt til að hreyfa sig og
slíkt er frábært framtak. Ýmislegt er í boði en
ekki er víst að þessi tilmæli nái til þeirra sem
hreyfa sig ekki nú þegar – þetta er oft hvat-
ning fyrir þá sem eru almennt virkir, sem er
svo sem alls ekki slæmt. Margar rannsóknir
sýna fram á að lífslíkur aukast ef fólk hreyfir
sig reglulega auk þess sem það hefur margt
annað gott í för með sér.
Styttri lífslíkur barna í dag
Við sáum myndband á ráðstefnunni sem var
mjög áhrifaríkt en þar var fjallað um að 10 ára
gömul börn í dag séu fyrsta kynslóðin með 5
árum styttri lífslíkur en foreldrar þeirra. Á síð-
unni www.designedtomove.org eru margar
mjög gagnlegar upplýsingar og þar er hægt
að sjá myndbandið. Þetta er mjög athyglis-
vert, leikir hjá börnum snúast orðið allt of
mikið um að spila tölvuleiki eða horfa á bíó-
myndir.
Okkur var einnig kynnt rannsókn sem var
gerð í grunnskóla í Bandaríkjunum á börnum
sem áttu erfitt með stærðfræðinám. Það var
sett inn í stundatöfluna þeirra aukalega að
fara í hreyfingu undir leiðsögn þjálfara áður
en þau fóru í stærðfræðitíma og þau bættu
sig öll til muna. Margar aðrar rannsóknir sýna
fram á að það hafi góð áhrif á heilann á öllum
aldri að stunda reglulega hreyfingu.
Trúi því að Ísland standi
framarlega í forvörnum
Það vakti undrun mína að á þessari ráð-
stefnu, þar sem ungmenni hittust til að ræða
um lýðheilsuverkefni, skyldu reykingar og
áfengisneysla vera eins áberandi og ég varð
vitni að. Ég vona og trúi því að Ísland standi
framar í forvörnum gegn vímuefnum en
önnur Evrópulönd, þökk sé því starfi sem er
unnið innan íþróttahreyfingarinnar og því
forvarnastarfi sem UMFÍ stendur að.
Skemmtilegt og gefandi
Það var mjög gefandi og skemmtilegt að
vinna með svo mörgu og ólíku fólki, að heyra
hugmyndir þess og sjá eldmóðinn. Ráðstefn-
an var mjög hvetjandi fyrir ungt fólk til að
láta til sín taka. Skilaboðin voru í raun þau að
við ættum ekki að vera hrædd við að láta í
okkur heyra og að við vitum ekkert síður hvað
þarf að gera en fullorðna fólkið. Þá vitum við
eflaust betur hvernig er hægt að ná til okkar
eigin kynslóðar og fá hana til að hreyfa sig
reglulega og gera hreyfingu að lífsstíl. Það
var gaman að verða vitni að því hve mikið
og gott starf er unnið nú þegar innan Evrópu
og hversu margir láta sig þetta varða. Von-
andi eiga þessi fræ sem þarna urðu til og sáð
var víða um Evrópu eftir að leiða af sér
bætta lýðheilsu. Opinberu yfirlýsinguna
(kallaða Declaration/Pink Paper), fréttabréfið
og samansafn góðra verkefna má finna á
heimasíðu ISCA (International Sport and
Culture Association) undir EYSF 2012.
Ásbjörg Jónsdóttir
„Það virðist vera sameigin-
legt vandamál allra landanna
hve mikið brottfall verður úr
íþróttum um menntaskóla-
aldurinn og hvað erfitt er að
sporna gegn því.“
Efri mynd: Allur
hópurinn sem tók
þátt í ráðstefnunni.
Neðri mynd:
Ásbjörg ræðir við
þátttakanda frá
Búlgaríu.