Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 39
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 39
Karlalið Ungmennafélagsins Víking
s í
Ólafsvík varð Íslandsmeistari í futsa
l
(innanhússknattspyrnu), í fyrsta sin
n í
sögu félagsins er liðið lagði Val, 5–2
, í
úrslitaleik, sem fram fór í Laugarda
ls-
höllinni 6. janúar sl. Þess má geta a
ð
Ólafsvíkingar höfðuað tapa úrslita-
leiknum í þessari keppni sl. tvö ár o
g
því var sigurinn sætur og honum
fagnað innilega.
Af mörkum liðsins í leiknum skor
aði
Eyþór Helgi Birgisson tvö en hin sk
or-
uðu þeir Alfreð Már Hjaltalín, Dom
inik
Bajda og Brynjar Kristmundsson.
Víkingar í Ólafsvík tryggðu sér sæ
ti í
Pepsídeildinni á sl. hausti og munu
leika á meðal þeirra bestu á koman
di
tímabili.
Góð þátttaka var í almenningsíþróttaverk-
efnum UMFÍ sl. sumar og nýtti fólk sér
skráningarkerfið á ganga.is til að halda
utan um hreyfingu sína í Hættu að hanga!
Komdu að synda, hjóla eða ganga!
Á annan tug þúsunda einstaklinga
skráðu nöfn sín í gestabækur í verkefninu
Fjölskyldan á fjallið. Fjallgöngur eru mjög
vinsælar á meðal útivistarfólks og eru
dæmi um einstaklinga sem hafa gengið á
yfir hundrað fjöll og fjölmargir sem geng-
ið hafa á um 30–40 fjöll. Æ fleiri nýta sér
efni sem er að finna á www.ganga.is en
þar er greint frá fjölmörgum gönguleið-
um um allt land. Einnig má finna þar fróð-
leik um ýmislegt sem þarf að hafa í huga
áður en lagt er af stað í gönguferð.
Aukin samvera og útivist
Markmiðið er fyrst og fremst að fá ein-
staklinga og fjölskyldur í léttar fjallagöngu-
ferðir og stuðla þannig að aukinni sam-
veru og útivist og um leið að góðri líkams-
rækt. Á dögunum fengu þeir einstaklingar
viðurkenningar sem voru hvað duglegastir
að hreyfa sig. Þeir sem tóku þátt í verkefn-
inu Hættu að hanga! Komdu að synda,
hjóla eða ganga fengu veglegar gjafir frá
Fjallakofanum og Zo-on. Þeir sem voru
dregnir út í verkefninu Fjölskyldan og
fjallið fengu bók að gjöf.
Víkingur Ólafsvík Íslandsmeistari
í innanhússknattspyrnu
Viðurkenningar fyrir þátttöku í
almenningsíþróttaverkefnum
Verðlaunahafar í almennings-
íþróttaverkefnum UMFÍ:
Einstaklingar, sem gengu á flest fjöll, voru
Birna Steingrímsdóttir, 114 fjöll, Ástríður
Helga Sigurðardóttir, 57 fjöll, og Guðbjart-
ur Guðbjartsson sem gekk á 53 fjöll.
Þá voru dregnir út einstaklingar fyrir að
hafa hreyft sig í 30, 60, 80, og 103 daga.
Þeir voru Sigurður Hauksson eftir 30 daga.
Eftir 60 daga var það Þóra Jónsdóttir, Guð-
rún Halldórsdóttir eftir 80 daga og Ást-
ríður Helga Sigurðardóttir eftir 103 daga.
Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið fengu
viðurkenningu Axel Bjarkar Sigurjónsson,
HSK – Skarðsmýrarfjall, Magnús Valgeir
Gíslason, UMSB – Foxufell, og Hanna B.
Kjartansdóttir, Keflavík – Keilir.
Guðbjartur Guð-
bjartsson gekk á
53 fjöll sl. sumar
og Ástríður Helga
Sigurðardóttir á
57 fjöll.