Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
96. ársþing Ungmennasambands
Austur-Húnvetninga var haldið á
Blönduósi 2. mars sl. Um 30–40 full-
trúar voru mættir frá aðildarfélögum
sambandsins. Þingið var starfsamt og
komu fjölmargar tillögur fram, m.a.
tillögur um breytingu á núverandi
lögum sambandsins og breytingu
á kjöri íþróttamanns USAH sem nú
verður valinn ár hvert á milli jóla og
nýárs. Þá var reglum um lottóúthlut-
un sambandsins breytt og þingið
samþykkti að fela stjórn að skipa
þriggja manna nefnd sem taki að sér
að skoða hvert stefna skuli með USAH
og hver framtíðarsýn sambandsins
eigi að vera.
Íþróttamaður ársins hjá USAH var
valinn Ólafur Magnússon, hestamaður
í Hestamannafélaginu Neista, en
Ólafur stóð sig afskaplega vel á síðast-
liðnu ári. Hvatningarverðlaun USAH,
sem eru ný viðurkenning frá sam-
bandinu, hlaut ritnefnd Húnavöku
fyrir óeigingjarnt starf fyrir sambandið
en ritnefndarmenn ritstýra Húnavök-
unni í sjálfboðavinnu og hafa verið lið-
lega 200 ár samtals í ritnefnd. Gefend-
96. ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga:
Ætla að skoða hvert stefna skuli með USAH
ur hvatningarverðlaunagripsins voru
fyrrum formenn sambandsins en bik-
arinn var gefinn á 100 ára afmæli
USAH sem var á síðasta ári.
Mikil og góð vinna fer fram
innan aðildarfélaga okkar
Að sögn Aðalbjargar Valdimarsdóttur,
formanns USAH, voru góðar umræður
á þinginu um mörg málefni.
„Það er mikil og góð vinna sem fer
fram innan aðildarfélaga okkar. Við
réðum framkvæmdastjóra í hlutastarf
sem hefur reynst okkur afar vel. Við
getum ekki annað en verið
ánægð og bjartsýn,” sagði
Aðalbjörg Valdimarsdóttir,
formaður USAH.
Þess má geta að USAH
fagnaði eitt hundrað ára
afmæli á síðasta ári.
Stjórn USAH skipa nú þau
Aðalbjörg Valdimarsdóttir, for-
maður, Hafdís Vilhjálmsdóttir,
varaformaður, Jóhanna Guðrún
S. Magnúsdóttir, gjaldkeri,
Sigrún Líndal, ritari, og Guðrún
Sigurjónsdóttir, meðstjórnandi.
Mynd að ofan: Til vinstri: Ingiberg Guðmunds-
son,tók við hvatningarverðlaunum USAH
fyrir hönd ritnefndar Húnavöku. Til hægri:
Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður USAH.
Mynd til hægri: Ólafur Magnússon, íþrótta-
maður USAH 2012.