Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ingimundur Ingimundarson hefur lifað og hrærst í íþróttahreyfingunni síðan 1956 eða frá því að hann var 12 ára gamall. Ingimund- ur er fæddur og uppalinn norður í Bjarnar- firði, á bænum Svanshóli. Honum er það minnisstætt þegar kennari hans tilkynnti hon- um einn nóvembermorgun að Vilhjálmur Ein- arsson hefði orðið annar í þrístökki á Ólympíu- leikunum en þá hafði hann ekki hugmynd um hver þessi Vilhjálmur var og hvað hann hefði verið að gera. Það má segja að frá þess- ari stundu hafi Ingimundur verið á kafi í íþrótt- um. Þannig kemst Ingimundur að orði þegar við hittum hann á dögunum og vildum fá að kynnast honum aðeins betur. Ingimundur keppti lengi í íþróttum en eftir að hinum hefðbundna keppnisferli lauk fór hann að keppa í hinum svonefndum garpamótum í sundi og til gamans má geta þess að hann synti 50 metra flugsund í fyrsta skipti þegar hann var sextugur að aldri og setti Íslands- met í sínum flokki. INGIMUNDUR INGIMUNDARSON „Íþróttir og félagsmál hafa gefið mér mikla lífsfyllingu“ Vann minn fyrsta bikar í göngu og tvíkeppni „Þegar ég var á Ströndum byrjaði ég að keppa á skíðum og þá vann ég minn fyrsta bikar í göngu og tvíkeppni í barnaskólanum. Ég fór í Reykjaskóla þegar ég var 17 ára gamall, fór í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni 19 ára og útskrifaðist þaðan þegar ég er tvítugur. Ég var síðan heima það sumar en eftir það lá leiðin í Kennaraskólann og þar var í tvö ár. Réði mig svo norður í Skagafjörð 1966 og var þar til 1972. Á Ströndum 1973 og á Snæ- fellsnesi 1974–75 en 1976 flutti ég í Borgar- fjörð og hef verið þar allar götur síðan. Á öllum stöðum var maður auk kennslunnar á kafi í frjálsíþróttaþjálfun í nokkra áratugi en í Borgarnesi fór ég að þjálfa sund. Ég reyni hvað ég get að synda á hverjum morgni sem er allra meina bót og gott fyrir heilsuna. Ég fylgist almennt séð mikið með íþróttum í dag,“ segir Ingimundur og er ekki laust við að hann ljómi í framan þegar hann rennir yfir ferilinn.Það er langt frá því að Ingimund- ur hafi látið staðar numið í þjálfuninni. Hann þjálfar í dag boccia og pútt hjá eldri borgur- um og segir að þeir séu álíka áhugasamir og krakkarnir voru í gamla daga. Ingimundur segir að eldra fólkið sýni ótrúlegar framfarir, fólk sem er komið á áttræðisaldur og hefur aldrei komið nálægt íþróttum en finnur æskuna á ný. Kynnir á mótum – Þú hefur alltaf unnið mikið á íþrótta- mótum í gegnum tíðina? „Já, mikið rétt. Ég hef náð góðum tökum á því að vera kynnir á mótum og það hefur töluvert verið leitað til mín til að taka það hlutverk að mér. Magnús Jakobsson, vinur minn í Kópavogi, hefur oft leitað til mín og hann er einn af þeim mönnum sem maður getur ekki sagt nei við enda verið „lordinn“ í frjálsum íþróttum á Íslandi. Svo hef ég verið beðinn um að vera þulur á sundinu á Lands- móti UMFÍ á Selfossi í sumar. Maður er ennþá með mörg járn í eldinum,“ segir Ingimundur sem verður sjötugur á næsta ári. Myndi hreinlega deyja ef ég væri ekki í félagsmálum „Ég myndi hreinlega deyja ef ég væri ekki í félagsmálum. Það eru margir sem skilja ekk- ert í því hvernig ég nenni þessu en allir mínir bestu vinir og kunningjar eru þeir sem ég hef kynnst í gegnum íþróttir og félagsmál. Þetta hefur gefið mér gríðarlega mikla lífsfyll- ingu,“ sagði Ingimundur. Þess má geta að „Eldra fólkið sýnir ótrúlegar framfarir, fólk sem er komið á áttræðisaldur og hefur aldrei komið nálægt íþróttum en finnur æskuna á ný.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.