Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur. En verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Hér verður hleypt af stokkunum vísnaþætti og eins og með flesta vísnaþætti er það vísa Andrésar Björnssonar um ferskeytluna sem fleytir þættinum af stað. Lesendur muna sumir hverjir eftir vísnaþætti sem birtist hér á síðum Skinfaxa fyr- ir rúmum þrjátíu árum og gekk meira eða minna óslitið í um fimmtán ár, en þraut þá þrek og leið undir lok. Að yrkja góða vísu er íþrótt og hér verða haldin íþróttamót í formi vísna- þátta, árfjórðungslega. Ætlunin er að sjá hvort liðugir hagyrðingar leynist meðal lesenda Skinfaxa. Þar sem langt er á milli tölublaða þarf snerpan ekki endilega að vera mikil en því mikil- vægara er að kunna grunntæknina og að hafa vilja og þrek til að æfa og slípa þá tækni. Þar sem það er að mestu liðin tíð að fólk fæðist inn í fjölskyld- ur þar sem uppeldið snýst meðal ann- ars um að kenna fólki vísnagerð og rétta bragfræði, þá er rétt að benda lesendum á að kíkja á bókasafnið og lesa bókina Bragfræði og háttatal eftir Sveinbjörn heitinn Beinteinsson (þær bragfræðireglur má einnig finna á rimur.is). Heimasíðan bragur.is er einnig góður staður fyrir áhugasama um bragfræði. Hér eru þrír fyrripartar: Viltu liðka vísnatá vöðva styrkja bögu? Mikið vísnamaraþon mætir vilja yrkja. Sífellt hærra sólin rís syngur nærri spóinn. Til að koma þessum vísnaþætti af stað hvet ég eindregið sem flesta til að botna þessa fyrriparta og senda þættinum, auk frumortra vísna. Reynt verður að birta sem mest af efni frá lesendum og þá sérstaklega það efni sem skarar fram úr að gæð- um. Hægt er að senda efni á Skinfaxa, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, eða með tölvupósti á hoskibui@gmail.com. Kvæðakveðja Höskuldur Búi Jónsson Vísnaþáttur Höskuldur Búi Jónsson Námskeiðið Sýndu hvað í þér býr hefur verið mjög vinsælt undanfarin ár. Á nám- skeiðinu er farið yfir ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, s.s. að taka til máls, fram- komu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig er kennt ýmislegt sem við kemur fundarsköpum, m.a. fundarreglur, boðun fundar, fundarskipan, dagskrá fundar, umræður, meðferð tillagna, kosningar o.fl. Þátttakendur hafa almennt verið ánægðir með námskeiðin og segja þau hafa verið lærdómsrík og skemmtileg. Þeir eru sam- mála um að þeir hafi lært að verða öruggari í framkomu og ræðuhöldum auk þess sem þeir telja gagnlegt að fá svör við mörgum þeim spurningum um fundarsköp sem nauðsynlegt er að kunna skil á. „Sýndu hvað í þér býr“ Lærdómsrík og skemmtileg námskeið Auk þess sem þátttakendur læra ræðu- mennsku og fundarsköp er lögð áhersla á að þeir kynnist vel og eigi auðveldara með að mynda tengslanet með hópeflisleikjum og hópverkefnum af ýmsu tagi. Undanfarnar vikur hefur Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, verið á ferðinni og haldið námskeið, m.a. á Húsavík og fyrir nemendur framhaldsskólans í Mosfellsbæ. UMFÍ hvetur sem flesta til þess að sýna hvað í þeim býr og sækja námskeiðið. Allir eru velkomnir á námskeið hvort sem þeir eru í félagi eður ei og hvetjum við eindregið áhugasama (ungmennafélög, kvenfélög, búnaðarfélög, fyrirtæki, skóla, vinahópa o.fl.) til að hafa samband við Sabínu í síma 568-2929 eða á sabina@umfi.is. Velkomin á Selfoss Mætum með bros á vör á Selfossi 4.–7. júlí 2013

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.