Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Aðalfundur Ungmennafélags Akureyr-
ar, UFA, var haldinn í Brekkuskóla 28.
febrúar sl. Fundurinn var ágætlega
sóttur og mikill hugur í UFA-fólki. Á
fundinum kom fram að undirbúning-
ur er þegar hafinn fyrir Unglingalands-
mótið sem verður haldið á Akureyri
2015. Gunnar Gíslason var endurkjör-
inn formaður UFA. Í dag eru 505 skráð-
ir félagsmenn í UFA, þar af 215 iðk-
endur í þremur deildum félagsins.
Starfið hjá okkur er á
blússandi siglingu
„Fundurinn gekk í alla staði vel. Ég
get ekki sagt annað en að starfið hjá
okkur sé á blússandi siglingu. Það
hefur verið sérlega gaman að fylgjast
með frjálsíþróttafólkinu okkar sem
hefur staðið sig frábærlega vel. Annað
starf gengur líka vel og það er bjart
fram undan hjá okkur. Það fer alltaf
Gunnar Gíslason, formaður Ungmennafélags Akureyrar:
Þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn
mikill tími í að afla meira fjár til starf-
seminnar en það þýðir ekkert annað
en að vera bjartsýnn í þeim efnum,
við munum halda okkar striki,“ sagði
Gunnar Gíslason, formaður Ung-
mennafélags Akureyrar.
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir
sæmd starfsmerki UMFÍ
Baldur Daníelsson, sem á sæti í vara-
stjórn UMFÍ, ávarpaði fundinn og
flutti kveðjur frá stjórn og starfsfólki
UMFÍ. Baldur benti á helstu verkefni
á vegum UMFÍ og ræddi um það að
gildi ungmennafélagshreyfingarinnar
ættu svo sannarlega erindi til fólks í
dag. Einnig kynnti Baldur stuttlega
starfsemi Ungmenna- og tómstunda-
búðanna á Laugum í Sælingsdal.
Baldur sæmdi Aðalbjörgu Hafsteins-
dóttur starfsmerki UMFÍ fyrir frábær
störf.
Baldur Daníelsson sæmir
Aðalbjörgu Hafsteins-
dóttur starfsmerki UMFÍ á
aðalfundi Ungmennafélags
Akureyrar.
Aðalfundur Ungmennafélags Kjalnes-
inga var haldinn í Fólkvangi á Kjalar-
nesi 7. mars sl. Stefán Skafti Steinólfs-
son, stjórnarmaður í UMFÍ, flutti ávarp
á fundinum. Magnús Ingi Magnússon
gaf ekki kost á sér áfram til formennsku
og var Guðrún Dögg Gunnarsdóttir
kosin í hans stað. Reyndar hafði
Guðrún Dögg gegnt formennsku frá
því í september.
„Þetta var málefnalegur fundur og
ný stjórn kosin. Starfsemin hjá okkur
gengur vel en iðkendur í dag eru
komnir yfir eitt hundrað og þeim hefur
fjölgað jafnt og þétt á síðustu tveimur
árum. Hjá félaginu eru stundaðar frjáls-
ar íþróttir, íþróttaskóli fyrir yngstu iðk-
endurna, sund og svokölluð heilsu-
rækt fyrir unglingana. Við vorum áður
með knattspyrnu en tókum hana af
dagskrá á sl. hausti vegna þess hve
Guðrún Dögg Gunnarsdóttir, nýkjörin formaður UMFK:
Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt
iðkendur voru orðnir fáir. Við ætlum
að halda áfram því starfi sem unnið
hefur verið á undanförnum árum en
reyna jafnframt að fá fleira fólk til að
taka þátt í starfinu. Hér er starfandi
íþróttafulltrúi, sem vinnur afar gott
og drífandi starf. Í vor verður félagið
75 ára og þeirra tímamóta verður
minnst með einhverjum hætti,“ sagði
Guðrún Dögg Gunnarsdóttir, nýkjörin
formaður UMFK.
Núverandi stjórn félagsins er þannig
skipuð: Guðrún Dögg Gunnarsdóttir,
formaður, Birna Ragnarsdóttir, vara-
formaður, Íris Fjóla Bjarnadóttir, gjald-
keri, Sigrún Jóhannsdóttir ritari. Með-
stjórnandi er Arnar Grétarsson. Vara-
menn eru Soffía Sóley Þráinsdóttir,
Málfríður Kristín Ólafsdóttir og Svan-
hvít Jóhannsdóttir.
Guðrún Dögg Gunnarsdóttir, formaður UMFK, á Meistaramóti Íslands í frjálsum 11–14 ára.
Stjórn Héraðssambands
Vestfjarða, HSV, ákvað á
fundi sínum síðla í janúar
að ráða Pétur Georg
Markan sem framkvæmdastjóra HSV.
Pétur Georg er með B.A. próf í guðfræði
ásamt því að vera í meistaranámi í opin-
berri stjórnsýslu við HÍ. Pétur hefur mikla
reynslu og áhuga á íþróttum, en þekkt-
astur er hann eflaust þessa dagana fyrir að
vera fyrirliði meistaraflokks
BÍ/Bolungarvíkur í knatt-
spyrnu. Pétur Georg hefur
alla þá eiginleika sem stjórn
óskaði eftir í nýjum framkvæmdastjóra
og býður hann velkominn til starfa. Pétur
Georg hóf störf 1. febrúar sl. Pétur Georg
starfar sem umsjónarkennari í Súðavík og
mun hann sinna kennslu samhliða störf-
um sem framkvæmdastjóri fram á vor.
Pétur Georg Markan,
framkvæmdastjóri
Héraðssambands
Vestfjarða.
Nýr framkvæmdastjóri hjá HSV