Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Kannabis er eitt þeirra efna sem er á bann- lista lyfjaeftirlits ÍSÍ og þannig bannað í öllum íþróttum á Íslandi. Greinist kannabisefni á lyfjaprófi íþróttamanns hefur það í för með sér keppnis- og æfingabann. Af hverju skyldi kannabis vera á bannlista? Umræða á Íslandi gagnvart kannabisnotkun er frekar á jákvæðu nótunum í dag. Er ekki bara allt í lagi að neyta kannabis? Kannabis er unnið úr plöntunni Cannabis sativa. Virka efnið í henni er tetrahýdrókanna- bínól (THC). THC er það efni í kannabisplönt- unni sem veldur vímu. Helstu tegundir kanna- bis eru hass og maríjúana en einnig hassolía. Maríjúana er venjulega reykt í heimatilbún- um sígarettum og oftar en ekki drýgt með tóbaki. Hassið er oftast reykt mulið í pípum eða ýmsum öðrum reykingatólum (plastflösk- um, áldósum). Hassolían er oftast notuð þannig að nokkrir dropar eru settir í tóbak sem er síðan reykt. Ljóst er að mikið er ræktað af þessari plöntu á Íslandi og við fáum reglu- lega fregnir í fjölmiðlum af því þegar lögreglan hefur gert upptækt „gróðurhús“ kannabis- ræktenda. Sumir vilja meina að Íslendingar séu búnir að eignast mjög öfluga garðyrkju- fræðinga sem hafi náð ótrúlegum árangri með ræktun kannabisplöntunnar þannig að hún er mun öflugri heldur en áður fyrr. Þannig sé THC-styrkleikinn í plöntunni orðinn mun meiri en áður og því um mun öflugri vímu- gjafa að ræða. Þegar kannabis er reykt berast um 20–50% af THC-efninu niður í lungu og fara þaðan inn í blóðrásina. THC berst síðan með blóðinu á örfáum sekúndum frá lungum og upp í heila. THC er lengi að eyðast í líkamanum og því safnast efnið fyrir í líkamanum við áframhald- andi neyslu. THC finnst í þvagi í tvær vikur eða lengur eftir kannabisneyslu. Því er mjög erfitt fyrir íþróttamenn að fela kannabis- neyslu í lyfjaprófum. Í kannabis eru fjölmörg önnur efni en THC og hafa greinst nokkur hundruð efna sem einnig er að finna í tóbaksplöntunni. Í kanna- bis er m.a. tjara og kolmónoxíð og áætlað hefur verið að 5 maríjúanavindlingar hafi jafnskaðleg áhrif á lungun og 20 sígarettur. Þegar kannabis er neytt eykst hjartsláttur, þurrkur kemur í augu, nef og munn og lítils háttar óþægindi verða í öndunarfærum. Einnig getur komið fram svimi, doði í útlim- um, skjálfti í höndum og sviti. Kvíði og ótti geta komið fram áður en hin eiginlega víma byrjar. Í vímunni kemur fram sljóleiki og syfja, einnig hlátur og kátína. Tíma- og fjarlægðar- skyn brenglast, tónnæmi eykst og hlutir í um- hverfinu geta tekið á sig annað form. Við stóra skammta af THC getur m.a. komið fram víxl- skynjun, en þá skynjar fólk fyrirbæri með öðru skynfæri en venjulega, t.d. sér tóna og heyrir liti. Við smáa skammta af THC minnkar getan til að greina ljósmerki og fylgja hlutum á hreyfingu eftir og líkamshreyfingar verða ónákvæmari. Samhæfing og viðbragðstími minnkar því og hefur neikvæð áhrif á frammi- stöðu. Í kjölfarið kemur svo hætta á slysum í íþróttum þar sem úthald og hraði skipta máli. Þessi neikvæðu áhrif geta varað í allt að sólar- hring eftir notkun. Nýminni skerðist verulega í kannabisvímu og neytandinn á erfiðara með að muna atriði sem hann hefur lært nýlega. Litlir skammtar af THC draga úr námsgetu og hafa áhrif á munnlega tjáningu. Þannig á sá sem er undir áhrifum kannabis erfiðara með að tjá sig og finna orð. Þessi truflun á tjáningu og skerð- ingu á nýminni líkist mjög Alzheimersjúk- dómnum nema að ástandið er yfirleitt tíma- bundið. Þol gegn THC myndast ef mikið er reykt og við langvarandi neyslu safnast vökvi fyrir í líkamanum. Hjá körlum, sem reykja kannabis, getur magn karlkynshormóna í blóði minnkað. Færri sæðisfrumur eru í sáðfalli þeirra og hreyf- ingar sæðisfrumna minni en hjá þeim sem reykja ekki kannabis. Kannabisreykingar geta leitt til getuleysis og ófrjósemi meðal karl- manna. Kannabisnotkun hefur einnig neikvæð áhrif á frjósemi og hormónabúskap kvenna. Kannabisnotkun á meðgöngu getur leitt til fyrirburafæðingar og minni fæðingarþyngd- ar. THC kemst auðveldlega yfir fylgju og í brjóstamjólk og getur haft skaðleg áhrif á þroska fósturs og barns. Rannsóknir sýna fram á að unglingum, sem byrja snemma að nota kannabis, gengur illa í skóla og þeir hætta fyrr skólagöngu. Sýnt hef- ur verið fram á að kannabisnotkun getur leitt til þunglyndis, kvíða og síðar geðklofa. Kanna- bisneysla tengist einnig sjálfsmorðshugleið- ingum og almennri vansæld. Vitsmunaskerð- ing verður meiri eftir því sem kannabis er lengur neytt. Þessi skerðing og breytingar á KANNABIS OG ÍÞRÓTTIR Jóhanna S. Kristjánsdóttir heilastarfsemi í kjölfar kannabisneyslu auka líkur á að fólk nái ekki árangri í starfi og hætti frekar í skóla. Þannig truflar kannabisneysla daglegt líf, bæði í starfi og einkalífi. Sumir trúa því að kannabis láti þá hvílast betur, þeir nái betri svefni, verði slakari og finni minna fyrir streitu sem tengist íþrótta- keppni. Þetta er hinn mesti misskilningur því að kannabis dregur úr frammistöðu íþrótta- manna, gerir þá sljóa og minnkar samhæfingu. Rannsóknir síðustu ára hafa aukið skilning manna á að kannabisfíkn er alvarlegur heila- sjúkdómur sem hefur í för með sér slæma fylgikvilla, sérstaklega hjá ungu fólki. Geð- heilsa ungmenna er í húfi en ungmenni, sem hefja kannabisneyslu, geta átt erfitt með að mynda trausta sjálfsmynd og vinna skipulega að markmiðum sínum til skemmri eða lengri tíma og hætta jafnvel í skóla og íþróttum. Kannabisreykingar fylgja jafnframt aðrir líkamlegir kvillar og þeir geta leitt til lungna- sjúkdóma og krabbameina, m.a. í lungum, höfði og hálsi. Ljóst er að kannabis er ekki eins skaðlaust og margir halda. Mikilvægt er að íþróttmenn geri sér grein fyrir áhrifum kannabis og af- leiðingum þess. Kannabisneysla samræmist ekki anda íþróttanna og hefur verulega nei- kvæð áhrif á heilsu íþróttamanna. Íþrótta- og ungmennafélögin í landinu geta með sínu góða forvarnastarfi unnið gegn kanna- bisneyslu í íþróttum en mikilvægt er að við stöndum saman sem einn maður í átakinu gegn ávana- og fíkniefnum. F.h. forvarnanefndar UMFÍ Jóhanna S. Kristjánsdóttir Heimildir: Þorkell Jóhannesson. (2001). Tetrahýdró- kannabínól – kannabis. Í: Árni Einarsson og Guðni R. Björnsson (ritstj.), Fíkniefni og forvarnir. Handbók fyrir heimili og skóla. Reykjavík: Fræðslumiðstöð í fíknivörnum Skúli Skúlason og Áslaug Sigurjónsdóttir. (2009). Lyfjaeftirlit í íþróttum og kannabis. www.mbl.is Embætti landlæknis. (2012). Kannabis, efna- eiginleikar og vímuáhrif. www.landlaeknir.is Vilhjálmur Rafnsson. (2003). Langtímaáhrif kannabisneyslu. Læknablaðið 89, 291–292. NCPIC. (2011). Cannabis and sport. www.ncpic.org.au Framhald af bls. 3 Að vera leiðandi Æskulýðsvettvangurinn hóf sumarið 2012 vinnu við gerð og útgáfu á Aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og annarri óæskilegri hegð- un. Samhliða útgáfu áætlunarinnar var ein- eltisplakat gefið út. Tilgangurinn með gerð og útgáfu Aðgerðaáætlunarinnar er að stuðla að því að öllum geti liðið vel í leik og starfi innan ÆV. Allir sem starfa innan ÆV eiga að þekkja þessa áætlun og þeim ber að virða hana þannig að þeir sem taka þátt í starfi ÆV geti notið sín á jákvæðan hátt. Markmið áætl- unarinnar er því að auka gæði þess góða starfs sem nú er þegar unnið innan ÆV. Í áætluninni má meðal annars finna upp- lýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, skilgrein- ingu og helstu birtingarmyndir eineltis. Einnig er að finna aðferðir sem gripið verður til hjá Æskulýðsvettvanginum ef einstakling- ur verður fyrir einelti og/eða annarri óæski- legri hegðun. Jafnframt er að finna leiðbein- andi verklagsreglur sem æskulýðsfélög geta tileinkað sér. Æskulýðsvettvangurinn samþykkti árið 2012 siðareglur sem gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Siða- reglurnar er hægt að nálgast á heimasíðunni aeskulydsvettvangurinn.is. Síðast en ekki síst má geta þess að á veg- um ÆV er starfandi fagráð um meðferð kyn- ferðisbrota. ÆV líður ekki ofbeldi af neinu tagi innan starfs síns. Fagráðinu er sérstaklega ætlað að taka á kynferðisbrotum sem upp kunna að koma innan samtakanna. Hægt er að hafa samband við fagráðið ef fólk vill leggja fram kvörtun vegna kynferðis- brots/áreitni í leik og/eða starfi innan sam- takanna í gegnum tölvupóstinn aeskulyds- vettvangurinn@aeskulydsvettvangurinn.is. Fagráðið mun í kjölfarið hafa samband. Það er mat undirritaðrar að með stofnun Æskulýðsvettvangsins hafi orðið til öflugur málsvari æskulýðsstarfs á Íslandi. Það er mjög mikilvægt að vinna að eflingu æsku- lýðsstarfs samhliða eflingu íþróttastarfs nú og á komandi árum. Þar er Ungmennafélag Íslands með sterka stöðu sem stærsta æsku- lýðs- og íþróttahreyfing á Íslandi. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.