Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 27
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27 Ingimundur situr í stjórn Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra. – Hvernig finnst þér staðið að íþróttamálum í dag? „Misjafnlega vel. Mér finnst vel staðið að handboltanum og þá sérstaklega landsliðinu sem náð hefur framúrskarandi árangri. Knatt- spyrnan ræður yfir meiri fjármunum en aðrar greinar og er að því leytinu til á öðrum stalli hvað það varðar. Það eru aftur á móti margar íþróttagreinar sem líða fyrir það hvað litlir peningar eru til. Ég fylgist vel með því hvað er að gerast í íþróttum en án þeirra og að- komu minnar að félagsmálum myndi ég ekki lifa. Það er mitt mottó að þegar ég verð átt- ræður segi fólk: Mikið helvíti er karlinn ennþá hress. Aldurinn er afstæður, það er bara hug- arfarið sem skiptir máli,“ sagði Ingimundur. Ingimundur segir að Unglingalandsmót UMFÍ sé eitt af þeim mótum sem hafa tekist sérlega vel. Hann hafi komið að þeim nokkr- um og það sé gaman að sjá krakkana taka þátt í þeim ár eftir ár, upp að 18 ára aldri. „Að koma Unglingalandsmótunum á lagg- irnar er eitt það besta sem ungmennafélags- hreyfingin hefur gert,“ segir Ingimundur. – Íþróttirnar eru líf þitt og yndi og þú sérð fram á að vera viðloðandi þær í framtíðinni eins og áður? „Ég breytti um stíl eftir að ég hætti að kenna. Maður fann að það var ekki leitað eins til okkar eftir að aldurinn færðist yfir. Þá flutti maður sig yfir á þann aldursflokk sem hefur ekki verið sinnt eins mikið og á ég þar við eldri borgara. Þeir eru þakklátir og mjög gaman að vinna með þeim og margir á sama aldri og maður sjálfur. Það er það versta sem kem- ur fyrir fólk, sem hætt er að vinna, að vera bara heima og láta sér leiðast. Það verður að vera með öðrum enda stendur einhvers stað- ar að maður sé manns gaman. Viðhorfið er allt annað en það var í áður fyrr. Það er margt sem glepur, sjónvarp, internet og ég veit ekki hvað. Norður á Ströndum voru menn í gamla daga að keyra 300 km fram og til baka til að komast á æfingar í knattspyrnu. Tímarnir eru bara breyttir. Ég ætla bara hins vegar að vona að ungmennafélagshreyfingin eigi bjarta framtíð fyrir höndum og hún megi vaxa og dafna og sem flestir taki þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ sagði Ingimundur Ingi- mundarson. „Aldurinn er afstæður, það er bara hugarfarið sem skiptir máli.“ Að koma Unglingalandsmótunum á laggirnar er eitt það besta sem ung- mennafélagshreyfingin hefur gert Afmælisrit Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra er komið út og segir brot af sögu félagsins fyrstu 25 árin. Það var stofnað árið 1985 af miklum hugsjónamönnum og eldhugum, m.a. þeim Guðrúnu Nielsen, Elísabetu Hannesdóttur, Þorgerði M. Gísla- dóttur og Þorsteini Einarssyni, sem sátu í undirbúningsnefnd, og var Guðrún Nielsen formaður félagsins fyrstu 25 árin. Núverandi formaður er Þórey S. Guð- mundsdóttir og varaformaður er Hjörtur Þórarinsson. Afmælisritið Aldrei of seint er veglegt rit, 200 blaðsíður að stærð, með um 160 litmyndum sem prýða bókina og gefa sögu félagsins mikið vægi. Bókin fæst á skrifstofu Ungmennafélags Íslands, Sigtúni 42, Reykjavík (s. 588 2929), og kostar þar aðeins 3.000 krónur. Með jákvæðum og einlægum huga hafa stjórnarmenn og félagar bryddað upp á mörgum nýjungum í heilsurækt og lífs- stíl aldraðra og lagt áherslu á að það sé aldrei of seint að hefja reglulega hreyfingu og spyrna á móti ellihrörnun. Sérstakir Ævintýraleg saga og verkefnaskrá Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra „útidagar“ og „ratleikir“ voru strax í upp- hafi á dagskrá, árlega voru haldnir sund- dagar og sæluvikur á Laugarvatni voru afar eftirsóttar þar sem íþróttir, söngur og leikir voru í fyrirrúmi. Félagið hefur haldið sívinsælar „öskudagshátíðir“ í Breiðholti þar sem mörg hundruð manns hafa safn- ast saman á hverju ári til að gleðjast, dansa saman og syngja. Fjölmörg mót í boccia og pútti hafa verið haldin, en síðast en ekki síst hafa starfsmenn félagsins haldið námskeið fyrir kennara og leiðbeinendur í íþróttum aldraðra annað hvert ár og ferð- ast um allt land til að halda námskeið fyrir kennara og áhugasamt fólk um hreyfingu, lífsstíl og íþróttir. Árið 2000 urðu tímamót hjá félaginu þegar UMFÍ léði því skrifstofuaðstöðu og hófst þá regluleg og formleg samvinna við ungmennahreyfinguna. Höfundur bókarinnar, Þórir S. Guð- bergsson, félagsráðgjafi og kennari, fléttar inn í sögu félagsins áhugaverðar sögur og hugleiðingar úr daglega lífinu. Íþrótta- og leikjadagur Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, var haldinn í íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti 13. febrúar sl. Sýningarflokkar frá ýmsum félögum, samtökum og félagsmiðstöðv- um í Reykjavík og nágrenni komu fram og sýndu dansatriði og er óhætt að segja að gleðin hafi skinið úr hverju andliti. Íþrótta- og leikjadagur FÁÍA var haldinn í fyrsta skipti að vori til 1987 og hefur verið árviss atburður allar götur eftir það. Íþrótta- og leikjadagurinn hófst með setningu Þóreyjar S. Guðmundsdóttur en fjölmörg sýningar- og dansatriði fylgdu í kjölfarið. Kynnir á hátíðinni var Hjörtur Þórarinsson, varaformaður FÁÍA, og stjórn- andi tónlistar Flemming Jessen. UMFÍ hefur átt samstarf við FÁÍA, Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, síðustu ár. Félagið hefur aðstöðu í þjónustumið- stöð UMFÍ þar sem stjórn félagsins hittist á vikulegum fundum. Markmið félagsins er að fá aldraða til aukinnar hreyfingar. Líf og fjör á leikjadegi Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.