Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Ungmennafélag Íslands og Íþrótta- og
Ólympíusamband Íslands stóðu sameigin-
lega fyrir fundum víðs vegar um landið í
janúar og febrúar sl. undir yfirskriftinni
„Styrkur íþrótta“. Þar var farið yfir niðurstöð-
ur rannsókna og settar fram hugleiðingar
Styrkur íþrótta – Fundir víðs vegar um landið
um skipulagt íþróttastarf fyrir börn og
ungmenni. Fyrsti fundurinn var haldinn í
húsakynnum KSÍ í Laugardal og síðan voru
haldnir fundir á Akureyri, Egilsstöðum,
Blönduósi, Ísafirði, Selfossi og í Borgarnesi.
Dr. Viðar Halldórsson hjá Háskólanum í
Reykjavík ræddi í erindi um hvort að
íþróttahreyfingin standist áskoranir nútíma-
samfélags eða hvort eingöngu sé verið að
þjálfa til árangurs. Studdist hann við niður-
stöður rannsókna hjá Rannsóknum &
greiningu sl. 20 ár.
Íris Mist Magnúsdóttir, Evrópumeistari í
hópfimleikum, hélt erindi í Reykjavík um
það, hvað íþróttaiðkun hefur gefið henni.
Þá sagði Daði Rafnsson, yfirþjálfari í knatt-
spyrnu hjá Breiðabliki, frá því hvernig félag-
ið vinnur að íþróttalegu uppeldi með stór-
um hópum bæði innan og utan vallar.
Rannsóknirnar undirstrika í rauninni það
sem lengi hefur verið vitað, hvað forvarna-
gildi íþrótta er mikið. Þær sýna að ung-
menni, sem taka þátt í íþróttastarfi, eru
almennt miklu betur sett en þau sem gera
það ekki. Þau standa sig betur í skóla,
þeim líður betur, þau nota síður vímuefni,
þannig að tengslin eru endalaust jákvæð
þarna á milli. Fundirnir voru fróðlegir og
gagnlegir og þátttakendur lýstu ánægju
sinni með fundina og þetta framtak.
Dr. Viðar Halldórs-
son, Háskólanum
í Reykjavík.
„Öll gögn og kannanir sýna að íþróttahreyf-
ingin nær umtalsverðum árangri. Fleiri taka
þátt og iðkendur eru ánægðir í því sem þeir
eru að gera. Jákvæð gildi eflast í íþrótta-
félögunum þar sem krakkar innan íþrótta-
hreyfingarinnar standa sig vel á ýmsum
sviðum og eru ólíklegri til að nota vímu-
efni. Þeim líður vel sem skiptir afskaplega
miklu máli. Hreyfingin sýnir að hún er að
gera góða hluti. Ég hef skoðað þetta í um
20 ára skeið og maður sér þróunina, fleiri
taka þátt og núna vorum við að mæla
ánægjuna í fyrsta skipti. Þar kemur fram
að 85% af öllum iðkendum eru ánægðir í
því sem þeir eru að gera og með þjálfara
sinn,“ sagði dr. Viðar Halldórsson við Há-
skólann í Reykjavík sem kom að rann-
sóknunum.
Viðar sagði niðurstöðurnar afar jákvæð-
ar en aðeins 5–6% eru að einhverju leyti
óánægð. Langflestir, sem æfa, eru því
ánægðir í því sem þeir eru að taka sér fyrir
hendur. Íþróttahreyfingin nær til fleira fólks
og margir taka þátt í íþróttum oft í viku.
„Við höfum ekki sérstakar upplýsingar
um brottfall en slíkt gefur til kynna að þeir
sem eru óánægðir hreinlega hætti. Að þátt-
takan skuli hafa aukist á þessum árum í
röðum 8. –10. bekkinga segir til um minna
brottfall en var fyrir 10 eða 20 árum. Þetta
er mælikvarði sem segir að íþróttahreyfing-
in sé á réttri leið og að hún þjóni iðkendum
frekar vel. Varðandi vímuefni þurfum við
að greina á milli skipulegs íþróttastarfs sem
á sér sögu og hefðir og annarrar þjálfunar.
Niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni:
Íþróttahreyfingin er að ná umtalsverðum árangri
Hið skipulega íþróttastarf skilar forvarna-
áhrifum til unga fólksins. Þegar iðkendur
eru á eigin vegum eða á líkamsræktar-
stöðvum og eru þá utan hins skipulega
íþróttastarfs virðist það ekki hafa forvarna-
áhrif í för með sér. Það sem ég hef fundið
og séð í þessum könnunum er þessi
jákvæðu gildi skipulegs íþróttastarfs fyrir
iðkendurna. Þetta eru aðalniðurstöðurnar,“
sagði Viðar.
Hann sagði að þau 40% allra ungmenna
í 8. –10. bekk, sem stunda íþróttir í íþrótta-
félögum fjórum sinnum eða oftar í viku,
yrðu fyrir afar miklum jákvæðum áhrifum
á lífstíl sinn og gildin sem þau færu eftir.
„Við höfum svo mörg tækifæri til að hafa
áhrif á þetta unga fólk sem kemur í íþrótt-
irnar af fúsum og frjálsum vilja. Það lítur
upp til þjálfarans og því skiptir máli að við
vöndum okkur í því sem við erum að gera.
Gerum hlutina vel, það skilar sér til sam-
félagsins í því að iðkendurnir læra jákvæð
gildi sem þeir taka síðan með sér inn í sam-
félagið,“ sagði dr. Viðar Halldórsson.
Á fundi sem hald-
inn var í húsa-
kynnum Knatt-
spyrnusambands
Íslands í Laugar-
dal.