Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 1. tbl. 2013 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Jóhann G. Kristinsson, karfan.is, Þórólfur Sveinsson, Ásbjörg Jónsdóttir, Sigurður Guðmundsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Jón Pálsson, gjaldkeri, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi, Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi, Baldur Daníelsson, varastjórn, Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn, Anna María Elíasdóttir, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíðumynd: Íþróttalíf á Siglufirði hefur verið blómlegt í gegnum tíðina. Krakkarnir í Ungmenna- félaginu Glóa hafa staðið sig vel á mótum sem þau hafa tekið þátt í. Á dögunum gerðu þau góða ferð til Reykjavíkur. Þau náðu afbragðsárangri á Meistaramóti Íslands 11–14 ára í frjálsum íþróttum. Á myndinni eru þau Björgvin Daði Sigur- bergsson, Elín Helga Þórarinsdóttir og Unnur Hrefna Elínardóttir, ásamt þjálfara sínum, Þórarni Hannessyni. Á þessu ári blasa við mörg spenn- andi og áhugaverð verkefni hjá Ung- mennafélagi Íslands. Þrjú stórmót verða haldin í sumar, 3. Landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal, 27. Lands- mót UMFÍ á Selfossi og 16. Unglinga- landsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði. Undirbúningur fyrir þessi mót hefur staðið yfir um nokkurt skeið en á viðkomandi stöðum hefur risið glæsileg aðstaða á undanförnum árum sem mun sannarlega nýtast vel við mótshaldið. Landsmenn verða örugglega meira á faraldsfæri um landið sitt í sumar og því má búast við góðri þátttöku á mótin enda eru þau tilvalin vettvangur fyrir fjölskylduna til að verja tíman- um saman. Eins og endranær stendur hreyf- ingin fyrir ýmsum verkefnum í sum- ar. Má í því sambandi nefna frjáls- íþróttaskólann sem hefur verið starfræktur undanfarin fimm sumur í samvinnu við Frjálsíþróttasam- band Íslands. Verkefnið Fjölskyldan á fjallið og Göngum um Ísland á sinn fasta stað og hefur þátttakan í þessu verkefni ávallt verið mikil í gegnum árin. Verkefnið Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga heldur áfram í sumar en góð þátttaka hefur verið í verkefninu síðustu ár. Sennilega hefur gott aðgengi barna og unglinga að iðkun íþrótta og þátttaka í æskulýðsstarfi aldrei skipt meira máli en á þeim tímum sem við lifum nú. Við megum aldrei gefa eftir hvað þennan þátt áhrærir því það getur skipt sköpum að allir, óháð efnahag, geti stundað íþróttir sér til hressingar og heilsubótar. Töluverð umræða hefur verið um þetta á síðustu misserum í kjölfar kreppunnar og ekki er annað að skilja en að allir séu sammála um að við megum aldrei slaka á klónni í þessum efnum. Gott aðgengi er það sem skiptir öllu máli. Sú uppbygging íþróttamann- virkja, sem orðið hefur á síðastliðn- um árum, tengd Unglingalandsmót- um og Landsmótum, er greinilega farin að bera ríkulegan ávöxt. Það var nú tilgangurinn í upphafi að þessi uppbygging myndi skila sér með tíð og tíma og efla íþróttastarfið í þeim byggðum þar sem þessi mót eru haldin. Þetta hefur gengið eftir og iðkendum hefur fjölgað til muna. Góður árangur keppenda af lands- byggðinni hefur komið berlega í ljós á mótum sem haldin hafa verið á vegum Frjálsíþróttasambandsins í nýju Frjálsíþróttahöllinni í Laugar- dalnum í vetur. Íþróttafólkið frá þessum stöðum hefur sýnt þar umtalsverðar fram- farir. Það er ánægjulegt fyrir fram- kvæmdaaðila þessara móta að sjá þetta gerast. Árangurinn á mótun- um er glæsilegur og á ekki síst ríkis- valdið þakkir skilið, sem komið hef- ur myndarlega að uppbyggingunni víðs vegar um land. Það er vonandi að þegar þjóðarskútan verður komin á lygnan sjó verði uppbyggingunni haldið áfram. Fjármunum ríkisins er vel varið með þessum hætti og þeir skila sér alla leið. Byggðirnar kringum keppn- isstaðina standa sterkari eftir og börn, unglingar og fullorðið fólk geta æft íþróttir og stundað þær sér til heilsubótar við aðstæður eins og þær gerast bestar. Staðreyndir tala líka sínu máli í þessu sambandi en rannsóknir hafa leitt í ljós að eftir því sem aðgengi til að stunda íþróttir verður betra fyrir börn og unglinga skilar það þeim sem sterk- ari einstaklingum í námi og starfi. Á þessum vettvangi er einnig unnið öflugt forvarnastarf. Vorið er ekki langt undan og oft er sagt að sumarið sé tíminn. Nýtum tímann vel með börnunum okkar og fjölskyldum. Þeim tíma er vel varið og hann skilar sér margfalt til baka þegar upp er staðið. Nýtum tímann vel með börnunum okkar – honum er vel varið Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall: Vík í Mýrdal 7.–9. júní 2013

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.