Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Fjóla Signý og Jón Daði íþróttafólk Árborgar Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir og knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvars- son, bæði í Umf. Selfoss, voru kjörin íþrótta- kona og íþróttakarl Sveitarfélagsins Árborg- ar árið 2012. Kjörinu var lýst á uppskeruhátíð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Mjótt var á mununum hjá konunum en Fjóla Signý sigraði með 178 stig. Önnur varð fimleika- og handknattleikskonan Hrafnhild- ur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss, með 174 stig og þriðja varð knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir, Umf. Selfoss, með 97 stig. Hjá körlunum sigraði Jón Daði með yfirburðum annað árið í röð en hann fékk 246 stig. Kylfingurinn Hlynur Geir Hjartar- son, GOS, varð annar með 127 stig og tae- kwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, Umf. Selfoss, þriðji með 78 stig. Björn Lúkas og Christine íþróttafólk Grindavíkur Júdókappinn Björn Lúkas Haraldsson og hlaupakonan Christine Bucholtz voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2012. Var það gert við hátíðlega athöfn í Hópsskóla. Björn Lúkas er einstaklega hæfileikaríkur íþróttamaður og skaraði fram úr í þremur íþróttum samtímis, þ.e. taekwondo, júdó og brasilísku jiu jitsu, þar sem hann keppir bæði í unglinga- og fullorðinsflokki. Björn Lúkas stefnir á að taka svarta beltið í bæði júdó og taekwondo á næstunni. En fyrir þá sem ekki vita þá eru þessar tvær íþróttir mjög ólíkar. Christine Bucholtz er í félagi 100 km hlaup- ara. Hún hefur verið að færa sig yfir í lengri vegalengdir eftir að hún lauk 100 km hlaupi á Spáni haustið 2010. Hún hljóp 100 mílna hlaup á Spáni 22. og 23. október 2011 á tím- anum 23 klst. og 30 mín. Hún lauk áfanga- hlaupinu GORE-TEX® TRANSALPINE-RUN í september 2012. Það var hlaupið á átta dög- um um Þýskaland, Austurríki og Ítalíu. Hlaup- ið var 320 km langt og samanlögð heildar- hækkun var 15.000 metrar. Jón Margeir og Íris Mist íþróttafólk Kópavogs Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/ Ösp, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþrótta- kona Kópavogs fyrir árið 2012. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson, bæj- arstjóri Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningar- skyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Íris Mist varð á árinu fjórfaldur Íslands- meistari í hópfimleikum ásamt stöllum sín- um í liði Gerplu. Bikarmeistaratitillinn fór einnig til Írisar og félaga hennar í Gerplu sem sigraði reyndar á öllum mótum sem liðið tók þátt í á árinu. Íris Mist hefur um árabil verið lykilmanneskja í íslenskum fimleikum og frammistaða hennar í landsliði Íslands í hóp- fimleikum hefur verið til mikillar fyrirmyndar. Íris Mist var einn af máttarstólpum landsliðs- ins sem varði Evrópumeistaratitil Íslands í kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í hóp- fimleikum, sem fór fram í Árósum í Danmörku í október. Mette Mannseth íþróttamaður Skagafjarðar Mette Mannseth, hestakona í Léttfeta, var valin íþróttamaður Skagafjarðar 2012. Var það gert í hófi UMSS í Húsi frítímans, að viðstöddu fjölmenni. Mette er mikil keppnismanneskja, metn- aðarfull, fjölhæf, skipulögð og ákaflega vinnu- söm, segir í greinargerð um Íþróttamann Skagafjarðar 2012. Helgi Rafn Viggósson lenti í öðru sæti í kjörinu og Árný Lilja Árnadóttir í þriðja sæti. Elvar Þór íþróttamaður Hattar Knattspyrnumaðurinn Elvar Þór Ægisson var útnefndur íþróttamaður Hattar á Egilsstöðum fyrir árið 2012 og fékk viðurkenningu sína á þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar. Elvar var einn af betri leikmönnum 1. deild- arinnar í sumar og sýndi á köflum hreint ótrú- leg tilþrif. Hann spilaði nánast allar mínútur sumarsins, lék 25 leiki í deild og bikar og var markahæstur með 8 mörk í deild og 2 í bikar. Elvar er góð fyrirmynd innan vallar sem utan en hann fékk enga áminningu í sumar þrátt fyrir að spila alla leikina. Inga Elín íþróttamaður Akraness Sundkonan Inga Elín Cryer var kjörin íþrótta- maður Akraness fyrir árið 2012. Inga Elín átti mjög gott sundár og vann til margra verð- launa bæði á alþjóðlegum vettvangi og hér heima. Hún varð þrefaldur Íslandsmeistari auk þess sem hún setti nokkur Íslandsmet á árinu. Hún var í landsliði Íslands á Sundmóti smáþjóða sem haldnir voru í Andorra í sum- ar en þar sigraði hún í þrem greinum. Jakob Helgi íþróttamaður Dalvíkurbyggðar Jakob Helgi Bjarnason, skíðamaður úr Skíða- félagi Dalvíkur, var kjörinn íþróttamaður Dal- víkurbyggðar 2012. Jakob Helgi hefur lagt mikið á sig til að ná langt í skíðaíþróttinni og er hann í fremstu röð í heiminum í sínum aldursflokki. Árið 2012 varð Jakob Helgi tvö- faldur Íslandsmeistari í karlaflokki, þá 16 ára. Hann varð einnig bikarmeistari SKÍ í 15–16 ára flokki og unglingameistari í svigi, alpa- tvíkeppni og samhliðasvigi. Ísólfur Líndal íþróttamaður USVH Ísólfur Líndal Þórisson, hestamaður, var kjör- inn íþróttamaður Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu 2012. Varð það gert í hófi sem haldið var í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Ísólfur hlaut 37 stig. Ísólfur hefur á undanförnum árum skipað sér í raðir bestu hestamanna landsins. Árið 2012 varð honum farsælt á keppnisbrautinni og hann keppti á mörgum mótum með flottum árangri. Sökum þessa góða árangurs var hann valinn knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Þyt. Andrea Sif og Justin íþróttafólk Garðabæjar Andrea Sif Pétursdóttir og Justin Christopher Shouse eru íþróttamenn Garðabæjar 2012. Valið fór fram með netkosningu bæjarbúa auk valnefndar íþrótta- og tómstundaráðs bæjarins. Andrea Sif er 16 ára fimleikakona sem set- ur æfingar og lið sitt framar öllu öðru. Hún er góð fyrirmynd allra í Stjörnunni, hvort sem er fyrir yngri flokka eða eldri, fimleikafélaga, vini, þjálfara og foreldra. Helsti árangur Andreu á árinu var Evrópumeistaratitill í hóp- fimleikum í Árósum í Danmörku í október sl. Að auki varð hún Íslandsmeistari unglinga í febrúar, Íslandsmeistari yngri flokks í mars, náði öðru sæti á Íslandsmóti eldri flokks í apríl, fimmta sæti á NM unglinga og öðru sæti á bikarmóti eldri hóps í nóvember. Justin Shouse er 31 árs körfuknattleiks- maður sem er að spila fimmta tímabil sitt með Stjörnunni. Hann hefur vaxið jafnt og þétt sem leikmaður og leiðtogi liðsins og á nú sitt besta tímabil með Stjörnunni. Justin er leik- maður sem aðrir leita til þegar illa gengur og oftar en ekki er hann sá sem tekur til hend- inni þegar á þarf að halda. Í lok síðasta keppn- istímabils var Justin valinn besti íslenski leik- maður úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik fyrir tímabilið 2011–12. Ásgeir íþróttamaður Húsavíkur Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson úr Völsungi var valinn Íþróttamaður Húsa- víkur fyrir árið 2012. Árangur Ásgeirs á knatt- spyrnuvellinum í íþrótt sinni á liðnu ári er frá- bær og slíkur metnaður og sigrar ættu að vera mikil hvatning fyrir annað ungt íþrótta- fólk á Húsavík. Ásgeir Sigurgeirsson var val- inn Íþróttamaður Húsavíkur 2012 fyrir frábær- an árangur á knattspyrnuvellinum, bæði með meistaraflokki Völsungs og með u17 ára lands- liði Íslands sem hann spilaði með á Norður- landamóti í Færeyjum og í undankeppni EM 2013 á Möltu. Íþróttafólk ársins isnic Internet á Íslandi hf.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.