Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Héraðssambandið Skarphéðinn hélt
91. héraðsþing sitt í félagsheimilinu
Aratungu í Bláskógabyggð 9. mars sl.
Um 100 fulltrúar mættu á þingið. Að
vanda var lögð fram yfirgripsmikil og
vönduð ársskýrsla þar sem fram kom
að starf sambandsins var mjög blóm-
legt á síðasta ári.
Hagnaður varð af rekstri sambands-
ins og er eiginfjárstaða þess er mjög
góð. Þá kom einnig fram að megin-
hluti hagnaðar Unglingalandsmótsins
2012 var greiddur út til aðildarfélaga
sambandsins og í verkefnasjóð HSK
og fór þannig beint í grasrótarstarf
hreyfingarinnar.
Margar tillögur voru lagðar fyrir
þingið. Voru þær ræddar í starfsnefnd-
um þingsins ásamt fleiri atriðum og
síðan afgreiddar. Á meðal þeirra voru
nýjar siðareglur HSK og tillaga um að
sérráð HSK fái hlutdeild í lottótekjum
sambandsins. Einnig var samþykkt
tillaga þar sem þingið hafnaði alfarið
að aðrir en ÍSÍ, UMFÍ og ÖBÍ fengju
hlutdeild í hagnaði af lottói. Nokkrar
umræður urðu um
fyrirhugaða skatt-
lagningu lottósins
af hálfu ríkisins og
fannst þingfulltrú-
um út í hött að
skerða þannig fjár-
framlög til íþrótta-
starfs í landinu.
Á þinginu voru
afhent verðlaun til
íþróttafólks ársins
og sérverðlaun til
félaga. Alls fengu íþróttamenn í 21
grein afhentar viður-
kenningar. Úr hópi þeirra var Hrafn-
hildur Hanna Þrastardóttir, fimleika-
kona í Umf. Selfoss, valin íþróttamað-
ur HSK 2012. Ungmennafélag Selfoss
Héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins:
Starf sambandsins mjög blómlegt á síðasta ári
vann stigabikarinn sjötta árið í röð,
Hestamannafélagið Sleipnir fékk ungl-
ingabikar HSK, handknattleiksdeild
Umf. Selfoss foreldrastarfsbikar HSK
og öðlingur ársins var valinn Vilhjálm-
ur Þór Pálsson, Umf. Selfoss.
Á meðal gesta þingsins voru Helga
Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ,
sem ávarpaði þingið, og Stefán Skafti
Steinólfsson, stjórnarmaður UMFÍ.
Afhentu þau Bergi Guðmundssyni,
Umf. Selfoss, og Ólafi Guðmundssyni,
frjálsíþróttaþjálfara, starfsmerki UMFÍ.
Þá var Markús Ívarsson, Umf. Sam-
hygð, sæmdur gullmerki HSK. Ólafur
Elí Magnússon og Ásta Laufey Sig-
urðardóttir, Íþróttafélaginu Dímoni,
fengu silfurmerki ÍSÍ.
Stjórn HSK var öll endurkjörin, en
hana skipa: Guðríður Aadnegard, for-
maður, Bergur Guðmundsson, ritari,
Hansína Kristjánsdóttir,
gjaldkeri, Örn Guðnason, varaformað-
ur, og Fanney Ólafsdóttir, meðstjórn-
andi. Í varastjórn eru Lára Bergljót
Jónsdóttir, Anný Ingimarsdóttir og
Guðmundur Jónasson.
Hrafnhildur Hanna
Þrastardóttir, íþrótta-
maður HSK 2012.
Stefán Skafti og Helga Guðrún,
formaður UMFÍ, afhentu Ólafi Guð-
mundssyni og Bergi Guðmundssyni
starfsmerki UMFÍ.
Til hægri: Markús Ívarsson, sem fékk
gullmerki HSK, og Guðríður Aadne-
gard, formaður HSK.
Þing Héraðssambands Þingeyinga,
HSÞ, var haldið á Grenivík 3. mars sl.
Þingið sóttu 48 fulltrúar frá 19 aðildar-
félögum. Bolli Gunnarsson í stjórn
UMFÍ ávarpaði þingið og sæmdi Björn
Ingólfsson starfsmerki UMFÍ. Jóhanna
Kristjánsdóttir var endurkjörin formað-
ur HSÞ. Þingið gekk átakalítið, reikn-
ingar og skýrsla stjórnar samþykkt og
tillögur runnu ljúft í gegn. Mikil og góð
umræða var í nefndum og oft og
tíðum þörf.
Heiðraðir voru íþróttamenn HSÞ og
var Signý Stefánsdóttir akstursíþrótta-
kona valin íþróttamaður HSÞ.
Ársþing Héraðssambands Þingeyinga:
Birni Ingólfssyni veitt starfsmerki UMFÍ
Frá afhendingu viðurkenninga á þingi HSÞ sem haldið var á Grenivík.
Til hægri: Signý Stefánsdóttir, íþróttamaður HSÞ 2012.