Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Samningar undirritað ir í Vík og á Hornafirði Þann 1. mars sl. voru undirritaðir samning- ar í Vík í Mýrdal vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ á milli landsmóts- nefndar og Mýrdals- hrepps og Ungmenna- félags Íslands og Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu. Aðstaða til að halda Landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal er mjög góð. Þar er íþróttahús sem er sambyggt við sundlaug- ina á staðnum. Góð frjálsíþróttaaðstaða er þar einnig, með gerviefni, sem komið var upp fyrir Unglingalandsmótið sem þar var haldið 2005. Sparkvöllur er á staðnum sem og tveir reiðvellir. Ennfremur er þar glæsilegur 9 holu golfvöllur. Keppnisgreinar á Landsmóti 50+ verða: Almenningshlaup, frjálsar íþróttir, boccia, golf, bridds, hestaíþróttir, hjólreiðar, leik- fimi/dans, línudans, pútt, ringó, skák, sund, starfsíþróttir, hringdansar, sýningar/leik- fimi og þríþraut. Vík í Mýrdal Efri mynd: Frá undirritun samningsins í Vík í Mýrdal. Frá vinstri: Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ragnheiður Högnadóttir, formaður USVS. Neðri mynd: Frá undirritun samningsins á Horna- firði. Frá vinstri: Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri, Matthildur Ásmundardóttir, formaður USÚ, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. 16. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði dag- ana 2.–4. ágúst í sum- ar. Þann 28. febrúar voru undirritaðir samningar á Horna- firði vegna mótsins, á milli unglingalandsmótsnefndar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar annars vegar og Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambandsins Úlfljóts hins vegar. Þetta verður í annað sinn sem mótið er haldið á Höfn en síðast var það haldið þar árið 2007. Þar varð veruleg uppbygging íþróttamannvirkja fyrir mótið 2007 og hún hefur haldið áfram eftir það. Stór- glæsileg sundlaug og stórt knattspyrnu- hús hafa verið tekin í notkun. Tjaldsvæðið, sem verður vel útbúið, verður í göngufæri við aðalkeppnis- svæðið. Unnið er að dagskrá mótsins og mun hún birtast á heimasíðu þess þegar nær dregur. Eftirtaldar keppnisgreinar verða á dag- skrá á mótinu á Höfn: Fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfuknattleikur, mótokross, skák, starfsíþróttir, sund og karate. Höfn í Hornafirði

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.