Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Ungmennafélögin Stjarnan og Kefla-
vík unnu bikarmeistaratitla í körfu-
knattleik í úrslitaleikjum sem fram
fóru í Laugardalshöll 16. febrúar sl.
Stjarnan – Grindavík 91:79
Í karlaflokki lagði Stjarnan lið
Grindvíkinga með sannfær-
andi hætti, 91–79. Staðan í
hálfleik var 47–39 fyrir Stjörn-
una. Garðbæingar stóðu sig
betur allan tímann og voru vel hvattir
áfram af stuðningsmönnum sem fjöl-
menntu á leikinn. Teitur Örlygsson, þjálf-
ari Stjörnunnar, stýrði liðinu þarna í annað
sinn til sigurs í bikarkeppninni. Þess má
geta að Teitur, sem var á sínum tíma einn
fremsti körfuboltamaður landsins, vann á
sínum tíma bikarmeistaratitilinn sjö sinn-
um sem leikmaður Njarðvíkinga.
Keflavík – Valur 68:60
Sigurður Ingimundarson,
þjálfari kvennaliðs Keflvík-
inga, stýrði liði sínu til sigurs
gegn Val, 68–60, eftir að stað-
an í hálfleik var 38–17 fyrir Keflavík. Fátt
benti til annars en að Keflavík myndi vinna
öruggan sigur en Valsstúlkur voru ekki af
baki dottnar og komu tvíefldar til leiks í
síðari hálfleik. Suðurnesjaliðið náði afger-
andi forystu í fyrri hálfleik en Valsstúlkur
voru langt frá sínu besta. Hlíðarendaliðið
sneri dæminu við í síðari hálfleik og saxaði
jafnt og þétt á forskot Keflvíkinga. Spenna
hljóp í leikinn en það voru Keflvíkingar sem
reyndust sterkari og tryggðu sér átta stiga
sigur. Þetta var 8. bikarsigur Sigurðar Ingi-
mundarsonar sem þjálfara.
Stjarnan og Keflavík bikarmeistarar
Velkomin á
16. Unglingalandsmót UMFÍ
Höfn í Hornafirði
verslunarmannahelgina
2.–4. ágúst 2013