Skinfaxi - 01.03.2013, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Ráðstefnan The European Youth and Sport
Forum 2012 (EYSF 2012) var haldin í Larnaca,
ríflega 50.000 manna bæ á suðurströnd
Kýpur (í gríska hluta eyjarinnar). Ráðstefnan
fór fram dagana 25. nóvember til 1. desember
2012. Þar komu saman 83 þátttakendur ásamt
11 leiðbeinendum frá 28 mismunandi lönd-
um í Evrópu. Þátttakendur voru á aldrinum
18–30 ára og áttu það sameiginlegt að hafa
áhuga á íþróttum, lýðheilsu og sjálfboðaliða-
starfi en umfjöllunarefni ráðstefnunnar voru
heilsa, þátttaka og sjálfboðaliðastarf (health,
participation, volunteering).
Undirrituð fór fyrir hönd Ungmennafélags
Íslands á þessa ráðstefnu og hafði af henni
mikið gagn og gaman.
Mjög þétt dagskrá
Ég kom til Larnaca seint á sunnudagskvöldi
eftir langt ferðalag, fluginu hafði seinkað tölu-
vert svo að ég varð enn seinni en við hefði
mátt búast og missti af hópnum sem ég
ætlaði að vera samferða af flugvellinum.
Fyrsti hluti ráðstefnunnar fólst í að hrista
hópinn saman en því missti ég af – það kom
þó ekki að sök þar sem ég fékk fleiri tækifæri
til að kynnast fólkinu. Ráðstefnan fór fram á
hóteli við ströndina en dagskráin var mjög
þétt svo að við sáum ekki mikið af sólinni né
bænum.
Byrjað á morgunleikfimi
Dagarnir byrjuðu yfirleitt á morgunleikfimi
sem var breytileg dag frá degi en hún hófst
stundvíslega kl. 7 og kl. 9 þurfti maður að
vera búinn að fara í sturtu, fá sér morgunmat
og vera klár til að byrja að vinna. Yfirleitt voru
fyrirlestrar, þar sem allur hópurinn kom saman,
kl. 9–11. Eftir það var hópvinna til kl. 18 en
þá tóku við svokallaðir „comfy groups” eða
þægindahópar sem voru litlir hópar með
einum leiðbeinanda. Þá var farið yfir daginn
og maður gat tjáð sig um hvað manni fynd-
ist að mætti fara betur sem og það sem
manni fannst jákvætt.
Valdi að fjalla um heilsu
Fyrsta daginn áttum við að velja okkur það
viðfangsefni sem við vildum vinna með alla
ráðstefnuna. Eftir það var öllum hópnum
skipt í þrjá minni hópa sem unnu að hinum
þremur umfjöllunarefnum ráðstefnunnar.
Innan hvers hóps var okkur svo oft skipt í
enn minni hópa.
Ég valdi að fjalla um heilsu og í þeim hópi
fengum við ýtarlegri fyrirlestra um efnið, m.a.
kom læknir auk þess sem þrír leiðbeinendur
stýrðu hópnum og komu með fleiri innlegg.
Vinnutarnirnar í hópunum skiptust í þanka-
hríð, umræður og kynningar og þess á milli
voru svokallaðir „energizers” eða stuttir
hreyfileikir til að hvíla hugann og brjóta upp
daginn.
Dagarnir voru, eins og áður sagði, þaul-
skipulagðir og ekki veitti af því þar sem út-
koman átti að vera veigamikil og tíminn var
naumur. Eftir ráðstefnuna var ætlunin að
fyrir lægju fréttabréf, opinber yfirlýsing og
safn góðra hugmyndum að verkefnum sem
hefðu þegar verið framkvæmd. Skipaðir voru
hópar til að sjá til þess að þetta gengi eftir.
Hóparnir urðu þrír talsins og hver þeirra sá
um eitt viðfangsefni. Þessir hópar hittust eftir
kvöldmat og héldu áfram vinnunni – það var
valfrjálst að taka þátt í þessu.
Sendi inn tillögu um
Unglingalandsmót
Ég kaus að starfa í hópnum sem tæki sam-
an góðar hugmyndir að verkefnum. Þessi
vinna fór öll fram út frá þeirri vinnu sem hafði
verið unnin í hópunum yfir daginn. Hver og
einn þátttakandi hafði lagt til hugmynd að
góðu verkefni sem félag hans hafði staðið að
og verkefni okkar var að lesa yfir allar tillög-
urnar og velja úr þær bestu. Til gamans má
geta að ég sendi inn tillögu um Unglinga-
landsmót og var sú tillaga valin ein af 26
bestu verkefnunum.
Hin opinbera yfirlýsing (declaration) var
hugsuð sem ráðlegging og tillögur fyrir fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópu-
ráðið og óopinberar stofnanir svo sem sjálf-
boðaliðasamtök og aðra hagaðila meðal
ungs fólks innan íþróttahreyfinga í Evrópu.
Þá verður hægt að hafa þessa yfirlýsingu til
hliðsjónar þegar framtíðarákvarðanir verða
teknar sem varða íþróttir og lýðheilsu. Þá var
Gefandi og skemmtilegt að vinna
með svo mörgu og ólíku fólki
Ásbjörg Jónsdóttir sótti ungmennaráðstefnu um áhuga á íþróttum, lýðheilsu og sjálfboðaliðastarfi
Vinnutarnirnar í hópunum skiptust í
þankahríð, umræður og kynningar og
þess á milli voru svokallaðir „energizers“
eða stuttir hreyfileikir til að hvíla hugann
og brjóta upp daginn.
Ásbjörg Jónsdóttir sótti ungmenna-
ráðstefnu um áhuga á íþróttum, lýð-
heilsu og sjálfboðaliðastarfi á Kýpur.
Hér á myndinni er hún að kynna fyrir
Tommy frá ISCA starfsemi UMFÍ.