Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Qupperneq 6
Dagblaðið Boston Globe velti því fyrir sér í vikunni hvers vegna frambjóðendur frá Massachusetts yrðu að gjalti þegar þeir kæmu á stóra sviðið í forsetakosningum. Mitt Romney var þar ríkisstjóri. „Hér eru þeir greindir menn með skynsamlegan, en háleitan, metnað,“ sagði í blaðinu. „Á þjóðarsviðinu breytast þeir í skopmyndir. hvaðan sem þeir koma í stjórnmálum verða þeir hrokafullir frambjóðendur með stífa hárgreiðslu sem ná ekki til almennings.“ Benti blaðið á misheppn- uð framboð Johns Kerrys 2004 og Michaels Dukakis 1988 máli sínu til stuðn- ings. Mitt Romney á erfiða vikuað baki. Birting mynd-skeiðs frá lokuðum fjár- öflunarfundi þar sem forseta- frambjóðandi repúblikana afskrifar 47% Bandaríkjamanna sem afætur, sem borgi ekki skatt og aldrei muni kjósa sig, tröllreið hinni póli- tísku umræðu. Hörðustu stuðnings- menn Romneys reyndu að réttlæta ummælin, en gagnrýnin barst bæði frá hægri og vinstri. Bandaríkjamenn kjósa ekki að- eins forseta 6. nóvember, heldur einnig fulltrúadeild þingsins og þriðjung öldungadeildarinnar. Frambjóðendum repúblikana í kjördæmum þar sem mjótt er á munum hugnast lítt að þurfa að svara fyrir óþægileg ummæli for- setaframbjóðandans, en demókrat- ar líta á þau sem fallbyssufóður í kosningabaráttunni. „Ef fánaberanum í forsetakosn- ingunum gengur ekki vel hefur það áhrif á öllum kjörseðlinum,“ segir Tommy G. Thompsons, fyrrverandi ríkisstjóri í Wisconsin, sem nú sækist eftir öldungadeildarsæti þar. Það hefur vakið nokkrar umræð- ur að Romney skuli segja að tæp- lega helmingur Bandaríkjamanna sé þurfalingar, sem séu háðir því að vera á framfærslu ríkisins. Þeir hyggist kjósa Obama vegna þess að þá sé tryggt að þeir fái áfram skammtinn sinn. Hafa menn velt því fyrir sér hvaða hugmyndir hann geri sér um þjóðina sem hann hyggst leiða. Ummæli Romneys hafa ekki orðið til í tómarúmi. „Okkur blöskrar það óréttlæti að nánast helmingur allra Bandaríkjamanna borgi ekki einu sinni tekjuskatt,“ sagði Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, þegar hann bauð sig fram til forseta í forkosningum repúblikana. Paul Ryan, varaforsetaefni Romneys, hefur einnig talað um að skammt sé í að „þiggjendur verði í meiri- hluta gagnvart þeim sem þéna í samfélaginu“. Þótt rétt sé að tæplega 47% Bandaríkjamanna borgi ekki tekju- skatt til alríkis- ins er ekki þar með sagt að þeir séu skattlausir. Margir borga launa- tengd gjöld og útsvar. Ekki má heldur gleyma að í þessum hópi eru eftirlaunaþegar, sem nú njóta þess, sem þeir lögðu af mörkum þegar þeir voru á vinnumarkaði. Romney stendur við ummæli sín, segir aðeins að þau hafi verið óheppilega orðuð. Hann kveðst ekki vilja búa til „net fíknar“, þess í stað vilji hann fylgja stefnu, sem stækki hagkerfið og lyfti Banda- ríkjamönnum úr fátækt. Um leið segir hann að hann sé málsvari 100% þjóðarinnar. Enn er vitaskuld óvíst hvaða áhrif ummæli Romneys munu hafa á framboð hans. Það er ekki rétt hjá Romney að 47% þjóðarinnar, sem hann vísaði til, séu bakland demókrata. Svo virðist sem kjós- endur úr þessum hópi séu hlutfalls- lega fleiri í ríkjum, sem kosið hafa repúblikana. Samkvæmt skoðana- könnunum er mjótt á munum á milli hans og Baracks Obama for- seta. Obama hefur þó yfirleitt for- skot og í fyrsta skipti í marga mánuði er rúmlega helmingur Bandaríkjamanna ánægður með störf forsetans, samkvæmt skoð- anakönnunum. Hann hefur einnig meira fylgi í þeim ríkjum, sem tal- ið er að muni ráða úrslitum. Enn er þó rúmur mánuður í kosningar. Á síðustu öld hafa sex repúblikanar reynt að fella sitjandi forseta. Aðeins einum tókst það. Ronald Reagan felldi Jimmy Car- ter 1980. Frambjóðendurnir eiga þrisvar eftir að mætast í kapp- ræðum. Romney hefur digrari sjóði en keppinauturinn. Tekið var til þess að í liðinni viku einbeitti Rom- ney sér að fjáröflun og sást vart á kosningafundum. Romney var í lið- inni viku spurður hvort hann hygð- ist nú bæta í kosningabaráttuna. „Við erum á lokasprettinum, er það ekki?“ var svarið. Romney gerir sér erfitt fyrir MITT ROMNEY, FORSETAFRAMJÓÐANDI REPÚBLIKANA, SAGÐI Á LOKUÐUM FUNDI AÐ HELMINGUR BANDARÍKJA- MANNA VÆRI ÞURFALINGAR SEM ALLTAF MYNDU KJÓSA BARACK OBAMA. ORÐ HANS VÖKTU HARÐAR DEILUR, EN HVER ER SKAÐINN? ÓLÁN UPPRUNANS? John Kerry Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana, heilsar stuðningsmönnum og slær á létta strengi við komuna til Sarasota í Flórída á fimmtudag. Ummæli hans á lokuðum fundi hafa valdið uppnámi. AFP Það eru 47% sem styðja [Obama], sem eru háð ríkisvaldinu, sem telja sig vera fórnarlömb … Verkefni mitt er ekki að hafa áhyggjur af þessu fólki. Ég mun aldrei geta fengið það til að axla ábyrgð á sjálfu sér og sjá um sig sjálft.“ Mitt Romney á lokuðum fjáröflunarfundi. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012 HEIMURINN VENESÚELA SAN CRISTOBAL Kólumbíski eiturlyfjabaróninn Daniel „El Loco“ Barrera var handtekinn í upphafi vikunnar í símaklefa í San Cristobal íVenesúela. Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, sagði að sá síðasti hinna aðsópsmiklu eiturlyfjaforingja væri fallinn. Barrera hafði gert ýmislegt til að villa á sér heimildir, farið í aðgerðir á andliti til að breyta útlitinu og baðað fingurna í sýru til að eyða fingraförunum. Hann náðist með því að miðaðir voru út 69 almenningssímar, sem hann notaði til að eiga samskipti við fjölskyldu og bandamenn. SPÁNN MADRÍD Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hafn- aði á fimmtudag alfarið kröfu Katalóna um fjárhagslegt sjálfstæði eftir að hafa átt fund með Arturi Mas, leiðtoga Katalóníu. Í yfirlýsingu frá Rajoy sagði að spænska stjórnarskráin veitti ekki svigrúm til slíks sjálfstæðis og takast yrði á við yfirstandandi kreppu með því að standa saman. Mas harmaði afstöðu forsætisráðherrans og sagði að málinu væri ekki lokið. RÚSSLAND MOSKVU Rússnesk stjórnvöld greindu frá því á miðvikudag að bandarísku þróunarstofnuninni USAID hefði verið gefinn frestur til 1. október til að binda enda á starfsemi sína í Rússlandi. Rússneskir ráðamenn halda því fram að stofnunin hafi með störfum sínum haft afskipti af rússneskum stjórnmálum og við það verði ekki unað. Þessi ráðstöfun ber vitni kólnandi samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands. KÍNA PEKING Hávær mótmæli hafa verið við japanska sendiráðið og japönsk fyrirtæki í Kína auk þess sem japanskir vegfarendur í landinu hafa orðið fyrir árásum vegna deilu stjórnvalda landanna um yfirráð yfir eyjum í Suður-Kínahafi sem Japanar kalla Senkaku, en Kínverjar og Taívanar Diaoyu.Verulega hitnaði í samskiptum ríkjanna og japönsk fyrirtæki stöðvuðu starfsemi sína í Kína tímabundið. Ástandið róaðist eftir því sem leið á vikuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.