Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012 Hreyfing og heilsa Þ að er alltaf gaman þegar nýir straumar í líkamsrækt berast til landsins og er Alda Brynja Birgisdóttir ábyrg fyrir því allra nýjasta, námskeiði í húlahoppi í Kramhúsinu. Áhuginn er svo sannarlega fyrir hendi en fullt er á fyrsta námskeiðið, sem stendur í sex vikur en kennt er einu sinni í viku. Alda kynntist húlahringjunum í gegnum eiginmann sinn, Lee Nel- son, sem er stofnandi og annar stjórnandi Sirkuss Íslands, en hún er jafnframt meðlimur í sirkusnum. „Hann bjó til nokkra húlahringi þeg- ar hann var að stofna sirkusinn og ýtti þessu að mér. Og ég ánetjaðist þessu!“ Hefur farið á tvær húlahátíðir í Englandi Hún segir að í upphafi hafi það verið Lee og YouTube sem kenndu henni að húla en hún hefur stundað húlahoppið í um fimm ár. „Síðan hef ég farið tvisvar sinnum út á húlahátíðir á Englandi,“ segir Alda sem fékk mikinn innblástur frá þessum ráðstefnum og segir þær hafa veitt sér kraftinn og þekkinguna til að halda námskeið sem þetta. Mikil vakning hefur átt sér stað í húlahoppi á Bretlandi og í Bandaríkjunum, segir Alda og leggur áherslu í tali sínu á hve húlahopp sé skemmtilegt. „Ég var eins og svo margir oft að rembast við að vera í einhverri líkamsrækt og fara í átak. Mér fannst aldrei nógu gaman og datt út úr því aftur,“ segir hún og útskýrir að húlahoppið sé frábær líkamsrækt en á sama tíma svo skemmtilegt að henni líði ekki eins og hún sé að æfa. „Mað- ur er að hreyfa sig og nota allan líkamann og húlar með líkamanum, höndunum, fótunum og hausnum. Eftir að ég byrjaði að húla hef ég átt mjög auðvelt með að vera í formi.“ Hún segir að eitt af því sem sé svo skemmtilegt við húlahoppið sé að læra eitthvað nýtt. „Þetta er ekki líkamsrækt þar sem maður horf- ir á vöðvana stækka heldur líka öðlast einhverja tækni og færni. Fyrir mér er það mjög hvetjandi að verða betri í að gera eitthvað.“ Fyrst á svið eftir þrítugt Alda hefur ef til vill óvenjulegan bakgrunn fyrir sirkusfélaga. „Ég er líffræðingur og menntuð sem kennari,“ segir Alda, sem reyndar var í fimleikum sem krakki og segist búa að því. „Ég er með þennan há- NÁMSKEIÐ Í HÚLAHOPPI Ánetjaðist hringjunum ALDA BRYNJA BIRGISDÓTTIR ER LÍFFRÆÐINGUR OG KENNARI SEM LEIDDIST ÚT Í SIRKUSSTÖRF. HÚN KENNIR ÍSLENDINGUM LISTINA AÐ HÚLA. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Alda Brynja Birgisdóttir getur húlað hring eftir hring með öllum líkamanum, líka fótunum. Morgunblaðið/Golli *Við eigumeitthvað háttí þrjátíu hringi og ég get alveg húlað með þeim öllum. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 Á Krúsku færðu yndislegan og heilsusamlegan mat. Opið frá 11-20 alla virka daga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.