Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012
Hreyfing og heilsa
Þ
að er alltaf gaman þegar nýir straumar í líkamsrækt berast
til landsins og er Alda Brynja Birgisdóttir ábyrg fyrir því
allra nýjasta, námskeiði í húlahoppi í Kramhúsinu. Áhuginn
er svo sannarlega fyrir hendi en fullt er á fyrsta námskeiðið,
sem stendur í sex vikur en kennt er einu sinni í viku.
Alda kynntist húlahringjunum í gegnum eiginmann sinn, Lee Nel-
son, sem er stofnandi og annar stjórnandi Sirkuss Íslands, en hún er
jafnframt meðlimur í sirkusnum. „Hann bjó til nokkra húlahringi þeg-
ar hann var að stofna sirkusinn og ýtti þessu að mér. Og ég ánetjaðist
þessu!“
Hefur farið á tvær húlahátíðir í Englandi
Hún segir að í upphafi hafi það verið Lee og YouTube sem kenndu
henni að húla en hún hefur stundað húlahoppið í um fimm ár. „Síðan
hef ég farið tvisvar sinnum út á húlahátíðir á Englandi,“ segir Alda
sem fékk mikinn innblástur frá þessum ráðstefnum og segir þær hafa
veitt sér kraftinn og þekkinguna
til að halda námskeið sem þetta.
Mikil vakning hefur átt sér stað
í húlahoppi á Bretlandi og í
Bandaríkjunum, segir Alda og
leggur áherslu í tali sínu á hve
húlahopp sé skemmtilegt. „Ég var
eins og svo margir oft að rembast
við að vera í einhverri líkamsrækt
og fara í átak. Mér fannst aldrei nógu gaman og datt út úr því aftur,“
segir hún og útskýrir að húlahoppið sé frábær líkamsrækt en á sama
tíma svo skemmtilegt að henni líði ekki eins og hún sé að æfa. „Mað-
ur er að hreyfa sig og nota allan líkamann og húlar með líkamanum,
höndunum, fótunum og hausnum. Eftir að ég byrjaði að húla hef ég
átt mjög auðvelt með að vera í formi.“
Hún segir að eitt af því sem sé svo skemmtilegt við húlahoppið sé
að læra eitthvað nýtt. „Þetta er ekki líkamsrækt þar sem maður horf-
ir á vöðvana stækka heldur líka öðlast einhverja tækni og færni. Fyrir
mér er það mjög hvetjandi að verða betri í að gera eitthvað.“
Fyrst á svið eftir þrítugt
Alda hefur ef til vill óvenjulegan bakgrunn fyrir sirkusfélaga. „Ég er
líffræðingur og menntuð sem kennari,“ segir Alda, sem reyndar var í
fimleikum sem krakki og segist búa að því. „Ég er með þennan há-
NÁMSKEIÐ Í HÚLAHOPPI
Ánetjaðist
hringjunum
ALDA BRYNJA BIRGISDÓTTIR ER LÍFFRÆÐINGUR OG
KENNARI SEM LEIDDIST ÚT Í SIRKUSSTÖRF. HÚN
KENNIR ÍSLENDINGUM LISTINA AÐ HÚLA.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Alda Brynja Birgisdóttir getur húlað hring eftir hring með öllum líkamanum, líka fótunum.
Morgunblaðið/Golli
*Við eigumeitthvað háttí þrjátíu hringi og
ég get alveg húlað
með þeim öllum.
Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is
SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20
Á Krúsku færðu
yndislegan og
heilsusamlegan
mat.
Opið frá 11-20
alla virka
daga