Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Side 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Side 25
23. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Heimili og hönnun E rla Tryggvadóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1, safnar í kringum sig fallegum hlutum sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir hana. Þó þessi bjarta íbúð við Elliðavatn sé ný hafa hlut- irnir í henni sögu. „Mér finnst nauðsynlegt að hlut- irnir í kringum mann hafi sögu. Mér finnst gaman að hafa fallega hluti í kringum mig og hluti þar sem ég tengi við upprunann,“ segir Erla. „Þeir hlutir sem ég raða í kringum mig, eins og málverkin sem ég er með, hafa þýðingu fyrir mér,“ segir hún en eitt þeirra er málverk af kvenkyns ofur- hetjum eftir Erró, sem veitir henni innblástur. Erla les mikið. „Mér finnst bókalaust heimili vera sálarlaust heimili,“ segir hún en bækurnar eru bæði í stofunni og í svefnherberginu. Henni finnst líka að heimili eigi að vera griðastaður. „Ég legg mikla áherslu á að það sé gott að koma heim,“ segir hún. Erla er komin nokkuð langt frá æskustöðvunum í Vesturbænum. „Ég hef nokkrum sinnum í sumar vaknað upp við hanagal hér. Þetta er eins og sænskt úthverfi,“ segir hún um stemninguna í hverfinu og hlær. „Hverfið er að verða grónara og ein besta vin- kona mín býr hérna í nágrenninu,“ bætir hún við. Erla dvaldi ár í Danmörku og er enn hrifnari af norrænni hönnun eftir þann tíma. „Danirnir hafa ein- stakt lag á því að raða í kringum sig fáum en fal- legum hlutum. Þeir eru duglegir við að blanda saman gamalli hönnun og einhverju nýju. Það er mjög skemmtilegt.“ „Ég er mikill safnari,“ segir hún og segir það fylgja því að hafa áhuga á hlutum með sögu. „Ég hef gaman af gömlum tíma og finnst stundum eins og ég sé fædd á vitlausum tíma. Mér finnst tímabilið eftir fyrra stríð til 1960 mjög skemmtilegt.“ Morgunblaðið/Ómar Vísun í fortíðina ERLA TRYGGVADÓTTIR ER SAFNARI, HRIFIN AF HLUTUM MEÐ SÖGU OG FINNST STUNDUM EINS OG HÚN HAFI FÆÐST Á VITLAUSUM TÍMA. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is * Svefnherbergið er fallegt. Það er ró yfir því og ríkir þar austrænstemning, á rúminu er indverskt silkirúmteppi og myndirnar á veggjunum eru handmálaðar silkimyndir frá Kína. Skinnið sem er á gólfinu og í púð- unum er antilópuskinn sem Erla keypti í eftirminnilegri ferð til Namibíu. * „Þegar ég kláraði BA-gráðu í stjórnmálafræði var ég stödd á tíma-mótum. Mig hafði alltaf langað í verk eftir Karólínu Lárusdóttur og trítl- aði bara inn í næsta gallerí og keypti þetta verk á vaxtalausu listaverkal- áni,“ segir Erla en fyrstu árin var verkið hjá móður hennar en hefur nú fengið samastað fyrir ofan stofusófann. Í sófanum er síðan gamall púði sem langamma hennar saumaði út. INNLIT Í FALLEGA ÍBÚÐ VIÐ ELLIÐAVATN living withstyle ARRAS Fráleggsborð, eik. 200x50x80 cm 129.900,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.