Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012 Matur og drykkir Í ísskápnum voru ótal dollur sem innihéldu allt frá sultu upp í fetaost, mikið af grænmeti, nýuppteknar kartöflur úr garðinum og þá var þar fisk og tilbúið lasagna að finna. Örn: Ég hef dottið í það að eiga ýmsa tilbúna rétti sem geta farið beint inn í ofninn handa börnunum mínum svo sem lasagna. Þessi börn borða ekki hvað sem er. En ég á þá bara til eitthvað eins og fisk, sem all- ir borða. Ég steiki hann til dæmis í raspi eins og ég ætlaði upphaflega að gera í kvöld – þangað til ég mundi að Nanna væri að koma. Úti í garði á ég sítrónumelissu og eitthvert kál. Nanna: Það gæti verið eitthvað. Mín eldamennska er meira og minna þannig að ég opna ísskápinn og gái hvað ég á. Örn: Kíktu í minn. Hér er ég til dæmis með fiskinn sem ég tók úr frysti í gær. Því miður hefur ástandið í ísskápnum þróast þannig að það er hrein- lega meiriparturinn í dollum. Eins og mangó-chutney, sem mér finnst ógurlega gott. Svo eru tómatar hér eins og þú sérð. Nanna: Það á aldrei að geyma tómatana í ísskáp Örn. Örn: Af hverju ekki? Missa þeir eitthvert bragð eða hvað? Nanna: Jú, einmitt, þeir missa bragð. Mér líst ágætlega á fiskinn. Örn: Ég á líka mozarellu og smáskyr. Viltu það ekki? Nei, allt í lagi. En hér eru líka nýjar kartöflur, sem ég tók upp. Nanna: Þær eru flottar, ég nota þær. Hvaða hráefni finnst þér best að vinna með svona án mikillar umhugs- unar eða undirbúnings, Nanna? Og fyllið þið oft á ísskápinn? Nanna: Grænmeti líklega og það er gott að vinna með fisk. Örn: Sem ég á einmitt nóg til af – fisk og grænmeti. Nanna: Ég held að ég noti ofninn. Áttu eldfast mót fyrir mig? Örn: Ég þarf að fylla á þessar grunnvörur reglulega. Stundum eru sjö manns í mat. Stelpurnar og kærastarnir og sonur minn stundum og fjöl- skyldan hans. Á ég kannski að sækja eitthvað úr garðinum Nanna? Ég á líka sítrónuolíu sem systir mín gaf mér. Nanna: Það væri fínt að fá smá graslauk og sítrónumelissu. Áttu eitt- hvert salat segirðu? Annars fer ég á hverjum degi í búðina. Ég er fót- gangandi og kaupi því það sem ég þarf hverju sinni. Örn skreppur út í garð með skærin. Nokkur snjókorn féllu á Örn og ljósmyndara meðan klippt var af jurtunum. Enda er þetta sama dag og fé fennti í þúsundatali fyrir norðan. Talið berst að múffum og Dýrunum í Hálsaskógi en Nanna var að gefa út múffubók og Örn leikur í verkinu. Af því sem fannst í ísskáp Arnar notaði Nanna fisk, kartöflur, tómata, papriku, ferskju og mangó-chutney. Auk þess sítrónuolíu, salt, pipar og krydd úr garðinum. ELDAÐ ÚR ÍSSKÁP ANNARRA Dollur, fiskur og grænmeti Örn Árnason skrapp út í garð eftir kryddjurtum. NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR MATREIÐSLUBÓKAHÖF- UNDUR MEÐ MEIRU LEIT Í HEIMSÓKN TIL ARNAR ÁRNA- SONAR EN NANNA FÉKK ÞAÐ VERKEFNI AÐ ELDA EITT- HVAÐ ÚR ÞVÍ SEM FYRIRFYNDIST Í ÍSSKÁP LEIKARANS. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Rétturinn úr ís- skápnum kom- inn á diskinn. ½ paprika, skorin smátt 2 tómatar, smátt skornir 3 gulrætur, smátt skornar 300 g ýsuflök 1 nektarína, skorin í bita 6 nýuppteknar kartöflur, skornar smátt 1⁄3 bolli graslaukur, smátt skorinn sítrónuolía nokkrir dropar chiliolía 1 msk. mangó-chutney Aðferð Kartöflum, gulrót- um og tómötum er stráð í botninn á smurðu eldföstu móti og inn í ofn í 10 mín- útur. Í skál er blandað sam- an sítrónuolíu og nokkrum dropum af chiliolíu. Mat- skeið af mangó-chutney, smávegis af salti og pipar er þá hrært saman við og örlitlu af graslauk. Blandan er sett öðrum megin á fiskflökin og hinum megin eru flökin krydduð með salti og pipar. Flökin eru misþykk og eru því brotin saman og sett ofan á kart- öflu- og grænmetisblönd- una. Þar ofan á er nekta- rínubitunum og paprikunni stráð. Rétturinn er þá hafður í ofninum í 10 mín- útur til viðbótar. Fiskur á staðn- um fyrir tvo

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.