Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 29
23. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Matur og drykkir Örn: Ég hef gert litlar og harðar hálfgerðar haframúffur, mjög góðar. Ég ræð ekki við stórar múffur. Ég hef lent í því að panta mér múffu á veit- ingahúsi, að ég taldi fyrir einn, en hún var þá í rauninni fyrir sex. Nanna: Já nei, nei, þessar eru bara fyrir einn. Annars baka ég ekki samskonar múffur tvisvar í röð því ég nota aldrei uppskrift. Þótt ég hafi auðvitað gert það þegar ég var að gera bókina. En múffubakstur er svo afskaplega einfaldur því þetta eru bara ákveðin hlutföll af hráefni. Hægt að gera hvað sem er í raun. Örn: Já, svo lengi sem grunnurinn er fyrir hendi? Nanna: Jú, einmitt. Svo baka ég líka mikið af ósætum múffum, til að hafa með súpum eða salati. Það er reyndar svolítið merkilegt að þótt ég hafi ekki séð neina af þessum uppfærslum sem Örn hefur leikið voru Dýrin í Hálsaskógi eina stykkið sem ég sá sem krakki – sveitastelpan. Einhvern tímann upp úr 1960. Það var brúðuleikhússýning sem var komið með í Blönduhlíðina. En þú ert búinn að leika hreinlega öll dýrin veit ég. Örn: Mikið rétt. Ég er búinn að leika Bangsapabba, Lilla klifurmús og nú er ég að leika Hérastubb bakara. Ég lána þér flotta hnífinn minn í þetta. Þennan sem ég þarf að fela, annars er hann eyðilagður þegar aðrir setja hann í uppþvottavél. Einhver sagði mér að bitið færi þannig bara eins og hendi væri veifað, er það ekki rétt hjá mér Nanna? Nanna: Jú, það gerir það. Heitt vatn er alveg nóg og smásápa. Nú set ég nektarínur ofan á fiskinn sem ég fann hérna í skál. Örn: Já, dóttir mín á þessa ávexti, þú mátt alveg fá þá lánaða. Ég fíla þetta sem þú ert að gera við fiskinn Nanna. Hefði ekki dottið í hug að blanda saman olíu og mangó-chutney. Þá er sest að snæðingi. Örn: Þá látum við vaða. Nanna: Kartöflurnar hefðu mátt fá eilítið meiri tíma en það er samt mis- munandi áferð í þessu sem getur verið ágætt. Örn: Ég finn alveg mangóið, það kemur vel í gegn, sterkt og gott. Nanna: Já, en ég setti líka nokkra dropa af chiliolíunni þinni út í. Hvern- ig finnst þér koma út að hafa ferskjuna með? Örn: Jú, mjög góð hugmynd. Nanna: Ég hef einhvern tímann ætlað að markaðssetja írska kartöflukúr- inn. Írar suðu kartöflurnar gjarnan bara til hálfs, nöguðu utan af það sem var meyrt og gleyptu svo boltann sem eftir var því þannig entist hann svo lengi í maganum. Örn: Þetta er alveg sérdeilis góður matur, Nanna. Gaman að fá þig í heimsókn. Nanna: Já, takk sömuleiðis. Gaman að fá að skoða ísskápinn. Morgunblaðið/Kristinn Örn Árnason og Nanna Rögnvaldardóttir voru sátt með afraksturinn. * „Það á aldreiað geyma tóm-atana í ísskáp Örn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.