Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Qupperneq 30
Það er ekki á hverjum degi sem tiramísú er framreitt í blómapotti. Morgunblaðið/Ómar É g er nýbúinn að gera upp eldhúsið mitt og er mikið í því að reyna að finna upp hjólið, gera eitthvað sem er ekki á hverju strái,“ segir Úlfur Uggasoneftir að hafa tilkynnt blaðamanni að hann hafi verið til klukkan tvö um nóttina að fullkomna tiramísú-blómin tvö. Hann við- urkenndi að hafa ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því hann var að prufa nýja uppskrift, notaði púrtvín í stað kaffis og hafrakex í stað lady fingers. Í tilraunum sín- um þurfti hann að henda moldinni einu sinni því hún var ekki eins og hún átti að vera. „Ég hugsaði um nóttina af hverju ég hefði ekki gert eitthvað sem ég væri vanur að gera. En þá hefði útkoman ekki verið eins flott.“ Eftirrétturinn sem er eins og lifandi blóm er borinn fram í flottum blómapottum sem eru þó ekki ætir. Úlfur hugsar ekki síður um í hverju maturinn er reiddur fram. Móðir hans er listakona og eigandi Kirsuberjatrés- ins og hefur áhrif á listrænt auga sonar síns, „hún segir oft við mig: „nei, Úlfur, þetta er ekki nægilega smart, notaðu heldur þetta“, sem ég geri“. Úlfur á sér þó engan sérstakan uppáhalds- eftirrétt. Mér finnst þeir allir góðir ef þeir eru rétt gerðir. Mér finnst súkkulaði mjög gott, bæði dökkt og ljóst. Ég vil helst ekki nota matarlím nema ég virkilega þurfi þess.“ Úlfur er undir miklum áhrifum frá hinu nýja eldhúsi sem kennt er við margverðlaun- aða veitingastaðinn El Bulli sem oft var val- inn besti veitingastaður í heimi. „Þeir eru búnir að búa til eigin línu af dufti sem inni- heldur um 90 gerðir af efnum sem kalla fram hina ýmsu eiginleika. Efnin geta gert matinn teygjanlegri, skapað flottari áferð, búið til froður sem haldast lengur, haft reyk- bragð af sósunni án þess að reykja hana og svo framvegis. Ég gæti talað um þetta fram á nótt,“ segir Úlfur fullur af ástríðu. Engin sérstök ástæða þykir að rengja hann, í frí- tíma sínum liggur hann í mataruppskriftum á netinu, í bókum og bókar sig á vaktir á öðrum veitingastöðum til þess eins að viða að sér meiri fróðleik, verða betri í dag en í gær í matargerðarlist. „Ef ég myndi hugsa um starfið eingöngu vegna peninganna þá hefði ég starfað áfram sem yfirkokkur á Pisa. Mér fannst ég vera að staðna og kom hlutunum á hreyfingu.“ TIRAMÍSÚ BLÓM SEM HÆGT ER AÐ BORÐA UPP TIL AGNA Tilraunamennska fram á nótt Úlfur er vægast sagt mjög metnaðarfullur. ÚLFI UGGASYNI MEISTARAKOKKI Á SUSHISAMBA ÞYKIR FÁTT SKEMMTI- LEGRA EN AÐ PRÓFA SIG ÁFRAM Í MATARGERÐ. HANN ER UNDIR ÁHRIFUM BYLTINGARKENNDRA AÐFERÐA SEM REKJA MÁ TIL HEIMS- FRÆGA VEITINGASTAÐARINS EL BULLI Á SPÁNI. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012 Matur og drykkir Uppskrift fyrir 8 manns. 90 gr sykur 10 gr vatn 1 lúka 60% súkkulaði 1 msk. kakóduft Hálf tsk. salt 300 gr rjómaostur 220 gr rjómi 3 stk. hafrakex (með rúsinum eða öðru góð- gæti) 2 dl portvín 1 dl hesilhnetuolíu 1 dl kókossíróp Ætileg mold : Vatn og sykur sett í pott og hitað upp í 140° sykurmagnið er ca. 90% á móti 10% vatn. Hálf lúka af dökku súkkulaði saxað í litla teninga, sett út í sykurinn, slökkt undir og hrært í með matskeið þangað til súkkulaðið er orðið að þurri ljósbrúnni mold. Hvítt súkkulaðið er karamellað og saxað nið- ur þegar það hefur harðnað. Kakódufti og ögn af salti bætt út í til að fá sætleikann fram. Gott að bæta hesilhnetuolíu, sírópi eða kókossírópi saman við moldina. Fyllingin: 1. 3 egg og 70 gr sykur þeytt vel saman í góðar 6 mínútur. Eftir það er það sett inn í ísskáp. 2. Setjið 200 gr rjóma og 300 gr rjómaost í skál. Rjómaosturinn má ekki vera of kaldur þegar hann er pískaður við rjómann. Hrærið saman þar til þetta tvennt hefur náð að blandast vel saman. 3 stk. mat- arlímsblöð eru sett í kalt vatn þangað til þau eru orðin mjúk. Hitið 3 dl af rjóma upp að suðumarki, slökkt undir og leyft að hvílast í ca. 2 mínutur, síðan er mjúkt matarlímið sett út í heita rjómann og fínt er að hræra aðeins svo að matarlímið blandist vel við vökvann. Þetta er kælt áður en blandað er sam- an við fyllinguna. Blandið saman 1 og 2 og bætið sætu víni, portvíni eða marsala. Setjið 1 - 2 góða dl af víni sem hellt er hægt og rólega út í blönduna á meðan hrært er með sleikju. Núna ætti blandan, fyllingin, að vera tilbúin og þá er hún sett inn í ísskáp í ca. hálftíma. Mér finnst súkkulaði líka svo gott í þennan rétt. Þar sem að ti- ramísu er lagskipt þá er ég með súkkulaði sem ég er búinn að að bræða og setja á bökunarpappír í ca. eins krónu hæð eða ca. 3 mm. Síðan set ég súkku- laðið í kæli í ca. hálftíma þangað til það er orðið hart. Sting síðan út með kringlóttu járnformi og set í nokkur lög á milli fyllinga. Annað sem ég set á milli laga er hafrakex sem er bleytt upp með portvíni. Ég myl það niður og dassa portvíni úti þangað til það er orðið af hálfgerðum blautum graut. Þetta fer líka á milli laga ásamt súkkulaðinu sem við erum búinn að stinga út. Fínt er að setja ofan í moldina kryddjurtir til þess að láta það líta út eins og blóm í potti. Ég mæli með myntu og basil eða jafnvel sítrónumelissu. TIRAMÍSÚ Í BLÓMAPOTTI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.