Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012 G unnar Jónsson leik- ari er ávallt kall- aður Gussi. Þeir eru líklega fáir Ís- lendingarnir sem muna ekki eftir Gussa úr ódauðleg- um atriðum í sjónvarpsþáttunum Fóst- bræður en þar var Gussi ófeiminn við að birtast fáklæddur, jafnvel nakinn í senum og áhorfendur supu ýmist hveljur eða skemmtu sér konunglega. Gussi segir að enginn í fjölskyldunni hafi kippt sér upp við atriðið þar sem hann hljóp á Adams- klæðum einum. Nema kannski afi hans heitinn, sem sagði við hann að þetta væri eitthvað sem hann „skyldi ekki gera aftur“. Gussi er andans maður. Sannkallað góð- menni að sögn vina hans sem þrátt fyrir krafta sína hefur aldrei nýtt sér líkamlega yfirburði og flúði stríðni út á land. En góð- mennið stendur á tímamótum og hyggst leggja leiklistina loksins fyrir sig eftir lang- an tíma í erfiðisvinnu, ýmist á sjó eða landi. Upp úr áramótum hefjast tökur á kvikmynd sem Gussi leikur aðalhlutverkið í en Dagur Kári Pétursson skrifaði handrit. Í aðalhlutverk hafði leikstjórinn allan tím- ann Gussa í huga. Skrifaði persónuna raun- ar sérstaklega fyrir Gussa. Og sjálfur er Gussi með kvikmyndahandrit í smíðum. „Ég er kominn á þann stað að ég ætla að láta draumana rætast,“ segir Gussi eftir að hafa dýft sér í sjóinn við Ylströndina í Nauthólsvík. „Þegar Morgunblaðið hafði samband við mig sá ég tækifærið sem mig hefur dreymt um lengi. Ég ákvað fyrir um tveimur árum að einn daginn myndi ég endurgera forsíðumyndatökuna sem Ásdís Rán var í fyrir Playboy. Mér þykir gaman að pota og stríða svolítið því tilveran er stundum of ferköntuð fyrir minn smekk. Ég kom held ég í þetta líf til þess að hrista upp í óþarfa hefðum og gildum. Ég vil hleypa gleði og kátínu inn í líf fólks og leyfa því að lyfta brúninni. En ég fór einu sinni til Bíbí miðils og hún sagði við mig að ég hefði áru sem sýndi að ég hefði svo- litla þörf til að stugga við hinum.“ Lærði ungur að vinna Gussi hefur óvenjulega lífssýn og hefur unnið óvenjuleg störf. Fortíð hans er líka kannski ekki eins og flestra. Í Hafnarfirði sleit hann barnsskónum. „Mamma og pabbi voru harðduglegt fólk og unnu mikið til að geta séð fyrir börnunum. Stundum var vinnudagurinn 12 tímar og ég man að ein- hvern tíma átti að láta mig taka smá ábyrgð og elda ofan í bróður minn. Mér fór það starf reyndar ágætlega úr hendi og síðar á ævinni lærði ég matsveininn. En þetta var þannig að ég var farinn að vinna sem unglingur og þá man ég að það var eitthvað undarlegt að mamma mín sem vann myrkranna á milli var með lægra kaup en ég hafði. Tilveran er stundum skrýtin.“ Þessa dagana er Gussi að smíða sum- arbústað fyrir austan fjall og er í vinnu- gallanum. Hann er ekki menntaður leikari en hefur samt leikið allt frá því í barna- skóla í Hafnarfirði. „Ég held að ég hafi ekki valið leiklistina heldur hafi leiklistin valið mig. Ég hef áhuga á fólki og finnst ákaflega gaman að skoða mismunandi manngerðir. Einhvern veginn er það þannig að ég er líka mjög næmur á fólk og er allt of fljótur að pikka upp kæki þess og jafn- vel farinn óvart að herma eftir málrómi annarra. Ef ég er að tala við einhvern er ég fyrr en varir farinn að vera með eins hljómfall í röddinni. Það er óvart en svo er ég líka meðvitaður hrekkjalómur. Hrekk- Stórmenni með gullhjarta GUNNAR JÓNSSON LEIKARI EÐA GUSSI HEFUR ÝMSA FJÖR- UNA SOPIÐ EN NÚ STENDUR HANN Á TÍMAMÓTUM Í LÍFI SÍNU OG BÝR SIG UNDIR HLUTVERK SEM EINN FREMSTI LEIKSTJÓRI ÞJÓÐARINNAR, DAGUR KÁRI PÉTURSSON, SKRIF- AÐI MEÐ HANN SÉRSTAKLEGA Í HUGA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.