Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Side 47
irnir mínir eru samt þannig að ég reyni að
hafa þá ekki á kostnað annarra, hvorki háð
né spott, heldur get ég tekið upp á því að
skipuleggja hrekki sem fela í sér eitthvað
flóknara. Svona í þeim dúr sem afi minn
gerði, hann átti það til að hnýta saman
skóreimar allra skópara sem voru í forstof-
unni þegar mannmargt var í húsi. En mér
finnst vond tilfinning að vera vondur við
fólk og brjóta það niður. Áður fyrr var ég
líka meira í því að brjóta sjálfan mig nið-
ur.“
Fór í mig að vera þekktur
Gussi var feiminn og var hálfpartinn að
flýja stríðni þegar hann var 19 ára og flutti
á Vestfirði. „Ég var í Flensborg en skulda
þar ennþá fjórar einingar fyrir lélega mæt-
ingu. Hafði aðeins of gaman af félagslífinu.
Ég hef meira og minna verið með aðra
löppina úti á sjó. Var síðast í vor á frakt-
ara við Eystrasalt. En stríðnin var tilkomin
af því að á þessum tíma hafði ég verið
áberandi, býst ég við. Hafði verið að leika.
En þetta var sjálfskipuð útlegð og ég flutti
út á land í 10 ár. Það fór í mig að vera
þekktur. Ég vildi á þeim tíma vera í leik-
listinni en fannst erfitt að taka því sem
fylgdi – að vera þekktur. Í Hafnarfirði
vissu allir hver ég var og þar sem ég hafði
leikið í kvikmynd, hjá Hrafni Gunnlaugs-
syni, var athyglin meiri en ég vildi. Mig
langaði bara að fá útrás fyrir sköpun og
þetta var allt öðruvísi – meiri stríðni. Stef-
án Karl elst upp í Hafnarfirði á svipuðum
tíma og lenti líka í svipuðum aðstæðum.“
Gussi bjó í Súðavík, vann í frystihúsinu
og síðustu tvö árin úti á sjó. Súðavík varð
fyrir valinu fyrir hálfgerða tilviljun. Ver-
búðarlífið var skemmtilegt fyrst og það
fylgdi því ákveðið lífsmynstur – þar sem
fólk fékk sér ágætlega í glas frá fimmtu-
Gussi sá sér leik á borði að láta gaml-
an draum rætast þegar Morgun-
blaðið hafði samband við hann. „Ég
ákvað fyrir tveimur árum að endur-
gera forsíðumyndatökuna sem Ásdís
Rán var í fyrir Playboy. Mér þykir
gaman að pota og stríða svolítið.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðtal
23. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Degi Kára Péturssyni kynntist Gussi þegar hann bak-
aði fyrir hann pönnukökur í stuttmynd sem Dagur
Kári gerði en það er í eina skiptið sem þeir hafa unnið
saman. „Hann hringir í mig í vor þar sem ég er stadd-
ur í Rússlandi og vill senda mér handrit og biður mig
um að lesa það því það sé skrifað með mig í huga. Ég
les það og verð hrifinn. Þetta er bæði falleg og dálítið
fyndin saga. Karakterinn er svolítið líkur mér fyrir utan
það að hann býr einn með móður sinni. Þetta er dá-
lítið dramatískt þótt undirtónninn sé grátbroslegur.
Mér finnst kannski svolítið erfitt að svara því hvort
mér hafi fundist gaman að hann skrifaði þetta sér-
staklega fyrir mig. Er ekkert mikið fyrir að hrósa sjálf-
um mér en draumur minn er samt leiklist þótt ég hafi
ekki getað látið hann rætast almennilega og því er ég
mjög hamingjusamur með þetta. Ég hef aldrei verið
góður í að koma sjálfum mér á framfæri.“Dagur Kári Pétursson
KYNNTUST VIÐ PÖNNUKÖKUBAKSTUR