Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Síða 49
Viðtal
23. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
unnið fyrir sér sem leikari og þarna rættist
það. Hann fór í prufur og var valinn í hlut-
verkið. Nú er hann álíka glaður með það
hvað er að gerast í lífi sínu, en hann nefnir
aftur að tilviljanir séu ekki til staðar í líf-
inu að hans mati. Það séu stundir og staðir
sem ætlað sé mismunandi verkefnum.
Fyrirætluð mynd Dags Kára er til dæmis
eitt af þeim. Tökur í myndinni verða
vetrartökur að miklu leyti og aðallega inn-
an borgarmarka. „Ég hef verið með hug-
ann við karakterinn og er svona að skoða
hann. Já, þetta er góðmenni, það má alveg
segja það. Ekkert illt í honum. Ég hef
fengið tilfinningu fyrir karakternum með
því að lesa handritið nokkrum sinnum yfir.
Ég hef leyft honum að vera með mér þeg-
ar ég hef tíma en hann er jafnvel líka far-
inn að þvælast fyrir mér þegar ég hef ekki
tíma.“
Var líklega illmenni í fyrra lífi
Gussi er sem fyrr segir að huga að eigin
skriftum og ætlar að gera úr því alvöru að
klára handrit sem hann hefur gengið lengi
með í maganum. „Sú hugmynd kom í ró-
legheitunum, á síðustu þremur árum, ég
hef ekki verið að reyna að þvinga hana
fram. Þetta er eiginlega mynd um tilfinn-
ingar. Þegar maður er alinn upp í umhverfi
þar sem var ekkert annað en vinna og
spurning um að komast af þá er það auð-
vitað stórt skref að taka þá ákvörðun að að
setjast og leyfa sér að láta draum sem
þennan rætast. En ég held ég hvetji alla
til að gera það. Hugsa reglulega um það
hvaða drauma fólk byrgir innra með sér og
leyfa þeim að brjótast út. Fólk veit það
sjálft hvað það vill og á ekki að láta aðra
segja sér hvernig það á að haga lífi sínu.“
Hefur þú alltaf verið svona kjarkaður?
„Ef fólk veltir hlutunum of lengi fyrir sér
er það líklegra til að hætta við. Það hefur
ekki verið minn stíll að segja nei við hlut-
verkum né svíkja eitthvað sem ég er búinn
að lofa mér í. Grípa augnablikið en auðvit-
að hef ég líka stundum beðið of lengi.
Fengið hugmyndir og hugsað – það væri
gaman að gera þetta ef ég hef tíma.“
Um tíma var spurning hvort Gussi færi
út í kraftlyftingar en hann segist líklega
hafa vantað ákveðinn rembing. Vantað að
vilja vita meira en aðrir eða vera sterkari
en þeir. Líka skort karlrembu. Hann er
vanur þeirri tilfinningu að enginn þori í
hann án þess að hann velti því sérstaklega
fyrir sér. Það er fremur að Gussi hafi
áhuga á andlegum málefnum og við-
urkennir að hann sé líklega ofurlítið næm-
ur. Hann trúir líka á fyrri líf. „Ég hálf-
partinn trúi því að erfiðustu lífin mín séu
að baki. Mig dreymir alltaf sama drauminn.
Ég er staddur á torgi að mér finnst á suð-
rænum slóðum. Jafnvel á Spáni eða á Ítal-
íu. Ég held á byssu og reyki og það eru
látið fólk, skotið fyrir framan mig. Tilfinn-
ingin er því miður að mér er alveg sama
og það er hræðilegt. Mér var sagt af vin-
konu minni sem er spámiðill að ég hafi
verið illmenni í fyrri lífum. Í þessu lífi
langar mig að gleðja og fá fólk til að
hlæja. Við þurfum sérstaklega á því að
halda núna.“
Gussi útilokar ekki að
stofna fjölskyldu, en segist
ekki hafa haft þörf fyrir
það hingað til. Hans hlut-
verk sé annað í lífinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
* En mér finnstvond tilfinning aðvera vondur við fólk og
brjóta það niður. Áður
fyrr var ég líka meira í
því að brjóta sjálfan
mig niður.
MHW KELVINATOR
Herrastærðir: svartar og bláar.
Dömustærðir: svartar og rauðar.
54.990 KR.
FULLT VERÐ 69.990 KR.
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16
AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is
Ellingsen býður upp á mikið úrval af
vönduðum úlpum og öðrum hlífðar-
fatnaði frá þekktum framleiðendum
á borð við Didriksons, Mountain
Hardwear og Columbia. Í Ellingsen
færðu hlífðarfatnað frá toppi til táar.
DIDRIKSONS JARVIS
Stærðir 80–130. Bláar, grænar,
bleikar og fjólubláar.
11.990 KR.
FULLT VERÐ 14.990 KR.
DIDRIKSONS MICHI
Stærðir: 130–170. Rauðar og svartar.
14.990 KR.
FULLT VERÐ 17.990 KR.
Mikið úr
val
af húfum
og
vettling
um