Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Page 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Page 54
Menning 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012 E r þetta rými innan í rýminu eðarými utan um rýmið? Eða er allsekkert rými, bara óheft flæði?Hvar byrjar annars rými og hvar sleppir því? Ekki er laust við að maður rugl- ist lítið eitt í ríminu, nú eða rýminu, þegar komið er inn á sýningu Söru Björnsdóttur í aðalsal Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúss. HA er yfirskriftin og hermt er að einhverjir gestir við opnunina fyrir viku hafi haft ein- mitt það á orði, ha! Lítið er á listakonunni sjálfri að græða, hún vill sem allra minnst um verkið tala. Fyrir því færir hún þó haldbær rök. „Það er ómögulegt að tala um þetta verk, þetta er upplifunarverk sem talar fyrir sig sjálft. Það er ekki hlutverk mitt sem listamanns að leiða fólk í túlkun á verkinu, þetta er persónu- bundin upplifun. Þú upplifir verkið án efa með öðrum hætti en ég,“ segir Sara Björns- dóttir, þar sem við höfum komið okkur mak- indalega fyrir í bókasafni Hafnarhússins. Mikið til í því. „Sjáðu til,“ heldur hún áfram. „Það er gerð sú krafa á myndlistarmenn að þeir útskýri verkin sín út í hörgul og ég er ekki sammála því að það sé alltaf rétt. Myndlist er andleg og persónuleg. Meðan ég var í framhalds- námi í London upplifði ég verk á sýningu mjög sterkt. Nokkrum dögum síðar kom listakonan í skólann og útskýrði hugmyndina sem lá að baki verkinu í smæstu atriðum. Það eyðilagði upplifun mína á því, ég man ekki einu sinni lengur hvaða verk þetta var. Það getur gelt listaverk að útskýra það of mikið.“ HA er sjötta verkið af þessari tegund sem Sara vinnur heima og erlendis, þar sem hún sleppir hendinni af listhlutnum sem slíkum en vinnur þess í stað með rýmið sjálft. Sjálf kveðst Sara hafa á tímabili farið að hugsa mikið um listhlutinn, hvers vegna að búa til hlut, efaðist um tilgang þess og undir- strikaði það raunar með þremur sýningum með stuttu millibili, þar sem hún sýndi sömu hlutina, breytti bara litnum og heitinu. „Á þeim tíma fannst mér heimurinn yfirfullur af listhlutum og að ég hefði engu við það að bæta. Þá fór ég að huga að rýminu sjálfu og hinni staðbundnu list.“ Fær fljótt leiða á hlutum Hún segir að lítið hafi verið rætt um stað- bundna list (e. site-specific) hér heima þegar hún var í námi. Hugtakið heyrði hún fyrst meðan hún var í framhaldsnámi í London. „Þetta er mjög ögrandi og spennandi listform sem reynir til hins ýtrasta á ímyndunaraflið og hvernig þú horfir. Verk af þessu tagi er á og um ákveðinn stað og getur fyrir vikið ekki farið neitt annað nema að falla úr samhengi við sig sjálft. Í því er vitaskuld fólgin viss takmörkun en á móti kemur að ég fæ ekki leiða á að vinna á þennan hátt, það er enda- laus uppspretta. Það á vel við mig, ég fæ fljótt leiða á því sem ég geri.“ Þegar Söru bauðst að sýna í Hafnarhúsinu ákvað hún strax að gera staðbundið verk. Ekki spillti heldur fyrir að aðalsalur hússins er „mjög dóminerandi“, eins og listakonan kemst að orði. „Þessi salur er vel til þess fall- inn að vinna svona verk inní, því hann hefur svo sterkan persónuleika. Mig langaði til að sprengja rýmið upp og eyða út veggjum. Það er ekkert auðvelt að sýna í honum en á hinn bóginn freistandi að búa til úr honum list.“ Til að ná fram tilætluðum áhrifum notar Sara videó/myndbönd sem varpað er á veggi fyrir atbeina tíu skjávarpa. Hún kveðst nota vídeó/myndband af nokkrum ástæðum: „Í fyrsta lagi vegna þess að rýmið er lifandi og því vil ég ná, t.d. eins og rykkorn sem fellur í sólargeisla. Þetta virðist í fyrstu eins og ljós- myndir en mjög fljótlega áttar áhorfandinn sig á að þetta eru lifandi myndir sem kemur mörgum á óvart,“ segir Sara en verkið stýrir sér sjálft í þeim skilningi að myndunum er varpað á veggina af handahófi. Sara er afar ánægð með viðtökurnar sem HA hefur fengið fyrstu daga sýningarinnar, þær séu vonum framar. „Ég hef lagt mikla vinnu í þetta verk, það hefur verið hálft ann- að ár í undirbúningi og þess vegna er mjög ánægjulegt að fá svona jákvæða svörun. Þeg- ar ég sýndi verkið „Rugl í rými“ í Listasafni Íslands fyrir níu árum sem var fyrsta stað- bundna vídeóið/myndbandið á fleiri en einum skjávarpa kom fólk og fór án þess að segja neitt. Svona er þetta misjafnt, ég var mjög ánægð með það verk og hefði verið til í að ræða það við fólk. Það stóð undir nafni á margan hátt.“ Sara hefur sýnt víða erlendis og segir út- lendinga oft mun opnari og viljugri að ræða um myndlist en Íslendinga. „Íslendingar eru mun feimnari að ræða við listamenn, hvað þá að gagnrýna þá. Við viljum hvorki stuða né særa. Við gætum verið betri í að rýna í og gagnrýna en ég býst við að almennt kunnum við ekki að rökræða, höfum ekki lært það, hér heita rökræður rifrildi og gagnrýni skít- kast. það er frábært að einhver skuli þora að gagnrýna listir í fjölmiðlum og koma sér þannig jafnvel út úr húsi vegna þess hversu hörundsárir listamenn geta verið. Þá und- anskil ég alls ekki sjálfa mig.“ HA stendur til 6. janúar næstkomandi og Sara fagnar lengd sýningartímans sér- staklega enda mun algengara að myndlist- arsýningum hér á landi ljúki á þremur vikum en þremur mánuðum. „Ég er Listasafni Reykjavíkur mjög þakklát fyrir að afhenda mér þennan sal, gefa mér algjörlega frjálsar hendur og þann tækjabúnað sem ég þurfti sem gaf mér tækifæri til að ögra sjálfri mér og þenja getu mína. Safnstjórinn tók vissa áhættu því ég hef ekki unnið verk á svo stórum skala áður. Ég er líka mjög ánægð með hið frábæra samstarfi sem ég átti við sýningarstjórann, Hönnu Styrmisdóttur sem sá til þess að ég þyrfti ekki að pæla í neinu öðru en verkinu sjálfu.“ Sara ætlar að halda ótrauð áfram á sömu braut, skapa staðbundin listaverk þegar tæki- færi gefst og blekkja sjón okkar áhorfenda, auk þess sem hún hyggst halda áfram að sinna textaverkum af fullum þunga. „Í langan tíma hef ég upplifað allt mitt líf gegnum listina. Mitt hlutskipti er að skapa list hún heldur mér vakandi – ég kann ekkert annað.“ Sara Björnsdóttir inni í verki sínu í Hafnarhúsinu. „Það er ómögulegt að tala um þetta verk, þetta er upplifunarverk sem talar fyrir sig sjálft.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári HA, hvað ertu að fara? SJÓNBLEKKING OG RUGL MEÐ RÝMI ERU SNAR ÞÁTTUR Í SÝNINGU SÖRU BJÖRNSDÓTTUR. EN HVAÐ ER LISTAKONAN AÐ FARA MEÐ VERKI SÍNU, HA, Í HAFNARHÚSINU? ÞVÍ VERÐUR HVER OG EINN SÝN- INGARGESTUR AÐ SVARA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is SARA BJÖRNSDÓTTIR SÝNIR Í HAFNARHÚSINU VIÐBURÐIR HELGARINNAR Rautt eftir John Logan frumsýnt í Borgarleik- húsinu. Hægt að kaupa miða á www.midi.is. MUSÉE ISLANDIQUE Sýning Ólafar Nordal í Listasafni Íslands. Opið 11-17 nema mánudaga. Teiknismiðja fyrir börn 3-14 ára í Aðalsafni Borgarbókasafns sunnu- dag 23. sept. Opið 13-17. Sýningin Lífið í Vatns- mýrinni í Norræna húsinu um fuglana, gróðurinn og mannlífið. Opið 12-17. Söngkonur stríðsáranna með Kristjönu Skúla- dóttur leikkonu í Iðnó á sunnudaginn kl.20. 1 2 3 4 5 Bergþóra Marín 9 ára.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.