Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Qupperneq 18
Danida’s Discovery Circles Nýlega var opnuð fimmtíu ára af- mælissýning Danida, dönsku þró- unarmiðstöðvarinnar. Sýningin tekur gesti í hugarferðalag til fimm þróunarlanda. Kitlar ekki aðeins sjónskyn heldur einnig nef og eyru. Verð: 1.200 kr. Torvaldsen-museum Tímavél 150 ár aftur í tímann en safnið hefur staðið eins frá opnun þess árið 1848. Þar er boðið upp á teikni- kennslu fyrir alla fjölskyld- una eða lengra komna listamenn. Verð: Fullorðnir: 900 kr. Frítt fyrir börn undir 18 ára og fyrir alla gesti á mið- vikudögum. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012 Ferðalög og flakk Tenerife E N N E M M / S IA • N M 53 0 43 Sumarið 2013 FERÐAÞYRSTIR ÍSLENDINGAR FJÖLMENNA TIL KAUPMANNAHAFNAR ÁRIÐ UM KRING ENDA ERU FARNAR NOKKRAR FERÐIR DAGLEGA FRÁ KEFLAVÍK. Ingibjörg Friðriksdóttir if@mbl.is Fjársjóðsleit í Köben S á Íslendingur sem ekki hefur heyrt minnst á Strikið, Tívolí eða Litlu hafmeyjuna er vandfund- inn. Frændur okkar Danir taka jafnan glaðlega á móti okkur, enda ekki við öðru að búast þar sem þeir eru hamingjusamasta þjóð heims samkvæmt mælingum OECD fyrr á þessu ári. Smituð af hamingjuveirunni og með kreditkortið að vopni er auðvelt að falla í hina hefðbundnu ferðamannagryfju. Það getur reynst tímafrekt að leita að óhefðbundnum stöðum til þess að heimsækja og því ákvað Sunnudagsblað Morgunblaðsins að vinna smá heimavinnu fyrir ferðalanga. Við grófum upp nokkra gullmola og fengum Kaupmannahafnarháskólanemann Jóhannes Pál Sigurðsson til þess að leiða okkur í gegnum hvað hann býður sínum gestum upp á í borginni.  Ekki var hægt að synda í höfninni við Ís- landsbryggju fyrr en árið 2002 vegna meng- unar í sjónum. Síðustu ár hafa Danir eytt mikl- um fjármunum til þess að hreinsa svæðið sem er í dag einn vinsælasti sjósundsstaður Kaup- mannahafnar.  Margrét Danadrottning lumar á „Íslend- ingabók“ en hún getur rakið ættir sínar 1.000 ár aftur í tímann, allt til víkinganna.  Neðjarðarlestarkerfi Kaupmannahafn- ar fékk viðurkenningu fyrir að vera best sinnar tegundar í heiminum árið 2010.  Strikið er lengsta verslunargata Evr- ópu.  Fáir hjólastígar í veröldinni eru fjöl- farnari en stígar Kaupmannahafnar en þar hjóla rúmlega 36.000 borgarbúar daglega.  Tæplega 10% af dönsku þjóðinni eru af erlendum uppruna. Margrét Dana- drottning getur rakið ættir sínar 1.000 ár aftur í tímann. AFP Skemmtilegar staðreyndir um Kaupmannahöfn Fyrir listunnandann Vikingship museum Hálftíma fyrir utan Kaup- mannahöfn, í Hróars- keldufirðinum, er Vík- ingaskipasafnið. Sálir forfeðranna svífa yfir firð- inum en gestum býðst að klæðast víkingaklæðum og skoða fimm glæsileg víkingaskip, jafnvel fara í siglingu. Verð: Fullorðnir: 1.500 kr. Börn, undir 18 ára: frítt Experimentarium Tækni- og vísindasafn fyrir handóða en safnið hvetur sýningargesti til þess að fikta í safnmunum. Verð: Fullorðnir: 3.500 kr. Börn, 3-11 ára: 2.300 kr. Tycho Brahe Planetarium Geimrannsóknarstöð, stjörnusjónauki og stærsta þrívíddarbíó heims! Verð: Fullorðnir: 3.000 kr. Börn, 0-13 ára: 1.900 kr. Copenhagen Zoo dýragarður Enginn venjulegur dýragarður enda hefur hann fengið viðurkenningu sem besti dýragarður heims. Þar má sjá yfir 3.000 dýr en nýlega bættust fílar í hópinn. Verð: Fullorðnir: 2.400 kr. Börn, 3-11 ára: 1.100 kr. Morgunblaðið/Ómar Víkingaskipasafnið sýnir fimm víking- arskip frá 10.öld. . Fyrir krílið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.